Óttast að tíu milljónir barna snúi aldrei aftur í skóla Heimsljós 14. júlí 2020 10:02 Áður en farsóttin braust út voru 258 milljónir barna og unglinga í skyldunámi þegar utan skóla. Seifuasseged/Save the Children Samtökin Save the Children óttast að niðurskurður á framlögum til menntamála og aukin fátækt vegna COVID-19 farsóttarinnar komi til með að hafa þær afleiðingar að 9,7 milljónir barna missi af allri formlegri skólagöngu og enn fleiri dragist aftur úr í námi. Þetta kemur fram í skýrslu samtakanna sem birt var í gær. Samkvæmt skýrslunni – Save Our Education – er sérstaklega óttast að stúlkur hverfi frá námi og margir þeirra verði neyddar í hjónaband á unga aldri. Einnig er óttast að börn verði vegna fátæktar tekin úr skóla og skipað að fara út á vinnumarkaðinn. Í skýrslunni skora samtökin Save the Children á ríkisstjórnir og framlagsríki að bregðast við þeirri neyð sem menntun í heiminum býr við, með því að fjárfesta í menntun nú þegar skólar opna hver á fætur öðrum eftir að þeim var lokað vegna heimsfaraldursins. „Líkur eru á því að um tíu milljónir barna snúi aldrei aftur í skóla,“ segir Inger Ashing framkvæmdastjóri Save the Children og bendir á að rannsóknir samtakanna sýni að í tólf löndum, einkum í Vestur- og Mið-Afríku, en einnig í Jemen og Afganistan, sé ástæða til að óttast að börn snúi ekki aftur í skóla, sérstaklega stúlkur. Í öðrum 28 löndum er óttast að einhver hluti barna hverfi algjörlega frá námi. Áður en farsóttin braust út voru 258 milljónir barna og unglinga í skyldunámi þegar utan skóla. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins. Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent
Samtökin Save the Children óttast að niðurskurður á framlögum til menntamála og aukin fátækt vegna COVID-19 farsóttarinnar komi til með að hafa þær afleiðingar að 9,7 milljónir barna missi af allri formlegri skólagöngu og enn fleiri dragist aftur úr í námi. Þetta kemur fram í skýrslu samtakanna sem birt var í gær. Samkvæmt skýrslunni – Save Our Education – er sérstaklega óttast að stúlkur hverfi frá námi og margir þeirra verði neyddar í hjónaband á unga aldri. Einnig er óttast að börn verði vegna fátæktar tekin úr skóla og skipað að fara út á vinnumarkaðinn. Í skýrslunni skora samtökin Save the Children á ríkisstjórnir og framlagsríki að bregðast við þeirri neyð sem menntun í heiminum býr við, með því að fjárfesta í menntun nú þegar skólar opna hver á fætur öðrum eftir að þeim var lokað vegna heimsfaraldursins. „Líkur eru á því að um tíu milljónir barna snúi aldrei aftur í skóla,“ segir Inger Ashing framkvæmdastjóri Save the Children og bendir á að rannsóknir samtakanna sýni að í tólf löndum, einkum í Vestur- og Mið-Afríku, en einnig í Jemen og Afganistan, sé ástæða til að óttast að börn snúi ekki aftur í skóla, sérstaklega stúlkur. Í öðrum 28 löndum er óttast að einhver hluti barna hverfi algjörlega frá námi. Áður en farsóttin braust út voru 258 milljónir barna og unglinga í skyldunámi þegar utan skóla. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst á vef utanríkisráðuneytisins.
Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent