„Fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. júlí 2020 10:30 Margrét hefur heldur betur gengið í gegnum margt. Margrét Gnarr hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. Þar keppti hún í tvígang, áður en hún hætti í íþróttinni, þar sem hún var farin að ganga nærri heilsu sinni. Hún segist hafa verið komin með mikil vandamál í meltingarfærum og átröskun. Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. ,,Ég líka fékk hjartsláttartruflanir og það var í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta. Ég fór í tékk af því að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Hjartað var oft að stoppa og ég missti andann. Og það var eitt skiptið sem ég var á einhverju brennslutæki og allir litir urðu allt í einu skærir og ég hætti að skynja hvenær fæturnir mínir snertu jörðina og þá varð ég hrædd og fór beint upp á heilsugæslu og þá kom í ljós að ég var með hættulega lágt Kalíum og jafnvægi á steinefnum var komið í algjört rugl,” segir Margrét Gnarr. Svakalegt álag á líkamann Þarna varð Margrétt raunverulega hrædd um eigin heilsu og ákvað að hætta að keppa. ,,Ég þróaði með mér iðrabólgu, sem varð verst árið 2017. Ég varð svo veik að ég gat oft ekki gengið af verkjum í maganum, þetta er svakalegt álag á líkamann að borða svona lítið í svona langan tíma,“ segir Margrét, sem segist hafa verið orðin verulega rugluð og komin með mjög brenglaða líkamsímynd. Klippa: Fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn ,,Þegar ég byrjaði að keppa var mér sagt að ég væri ekki með nógan vöðvamassa, svo að ég fór að vinna í því. Svo var mér sagt að ég væri orðin allt of stór, þannig að ég fór að reyna að minnka mig og ég var í raun orðin ekki neitt, en samt fannst mér ég alltaf vera of stór og þetta er eitthvað sem hefur fylgt mér mjög lengri, frá því ég var yngri og var með anorexíu og fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn og var ekki neitt.” Hún segir vandamál með líkamsímynd í þessum geira alls ekki einskorðast við kvenfólk ,,Þetta er líka með karlmenn í fitness geiranum, þeir sem eru að keppa í vaxtarækt, að þeir eru einhvern vegin alltaf of litlir, finnst þeim. Þeir sjá ekki í speglinum að þeir séu að bæta á sig vöðvamassa. Það eru margir að díla við þetta og ég starfa sem einkaþjálfari og sé þetta hjá báðum kynjum.“ Í viðtalinu ræða Margrét og Sölvi um fitness-heiminn, átraskanir, samfélagsmiðla, skuggabönn, pabba hennar Jón Gnarr og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Sjá meira
Margrét Gnarr hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. Þar keppti hún í tvígang, áður en hún hætti í íþróttinni, þar sem hún var farin að ganga nærri heilsu sinni. Hún segist hafa verið komin með mikil vandamál í meltingarfærum og átröskun. Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. ,,Ég líka fékk hjartsláttartruflanir og það var í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta. Ég fór í tékk af því að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Hjartað var oft að stoppa og ég missti andann. Og það var eitt skiptið sem ég var á einhverju brennslutæki og allir litir urðu allt í einu skærir og ég hætti að skynja hvenær fæturnir mínir snertu jörðina og þá varð ég hrædd og fór beint upp á heilsugæslu og þá kom í ljós að ég var með hættulega lágt Kalíum og jafnvægi á steinefnum var komið í algjört rugl,” segir Margrét Gnarr. Svakalegt álag á líkamann Þarna varð Margrétt raunverulega hrædd um eigin heilsu og ákvað að hætta að keppa. ,,Ég þróaði með mér iðrabólgu, sem varð verst árið 2017. Ég varð svo veik að ég gat oft ekki gengið af verkjum í maganum, þetta er svakalegt álag á líkamann að borða svona lítið í svona langan tíma,“ segir Margrét, sem segist hafa verið orðin verulega rugluð og komin með mjög brenglaða líkamsímynd. Klippa: Fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn ,,Þegar ég byrjaði að keppa var mér sagt að ég væri ekki með nógan vöðvamassa, svo að ég fór að vinna í því. Svo var mér sagt að ég væri orðin allt of stór, þannig að ég fór að reyna að minnka mig og ég var í raun orðin ekki neitt, en samt fannst mér ég alltaf vera of stór og þetta er eitthvað sem hefur fylgt mér mjög lengri, frá því ég var yngri og var með anorexíu og fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn og var ekki neitt.” Hún segir vandamál með líkamsímynd í þessum geira alls ekki einskorðast við kvenfólk ,,Þetta er líka með karlmenn í fitness geiranum, þeir sem eru að keppa í vaxtarækt, að þeir eru einhvern vegin alltaf of litlir, finnst þeim. Þeir sjá ekki í speglinum að þeir séu að bæta á sig vöðvamassa. Það eru margir að díla við þetta og ég starfa sem einkaþjálfari og sé þetta hjá báðum kynjum.“ Í viðtalinu ræða Margrét og Sölvi um fitness-heiminn, átraskanir, samfélagsmiðla, skuggabönn, pabba hennar Jón Gnarr og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið