Heildarafli íslenskra skipa minnkaði um 17 prósent milli ára Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 12:18 Heildarafli íslenskra skipa minnkaði um 17 prósent frá 2018 til 2019. Vísir/Vilhelm Heildarafli íslenskra skipa árið 2019 var 17 prósentum minni en árið 2018 og skýrist samdráttur í aflamagni að mestu af minni uppsjávarafla. Fram kemur hjá Hagstofu Íslands að aflaverðmæti fyrstu sölu hafi hins vegar aukist um 13,4 prósent milli ára og hafi numið 145 milljörðum króna árið 2019. Heildaraflinn sem veiddist var 1.047.568 tonn, af þeim voru rúmlega 480 þúsund tonn af botnfiski sem er álíka mikið og árið 2018. Aflaverðmæti botnfiskaflans var 112,3 milljarðar króna sem er 24 prósent aukning frá árinu áður. Afli og aflaverðmæti helstu tegunda 2018-2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Mest veiddist af þorski árið 2019 og var hann sem fyrr verðmætasta tegundin. Þorskaflinn nam tæplega 273 þúsund tonnum og nam aflaverðmæti fyrstu sölu tæpum 70 milljörðum króna. Þá var uppsjávartegundaaflinn ríflega 534 þúsund tonn í fyrra sem er 27,7 prósentum minna en á fyrra ári. Samkvæmt Hagstofunni munar þar mest um að loðnu hafi ekki verið landað á árinu sem hefur ekki gerst síðan loðnuveiðar hófust árið 1962. Loðnuaflinn nam 178 þúsund tonnum árið 2018 og var aflaverðmætið um 4,7 milljarðar króna. Af uppsjávarafla veiddist mest af kolmunna eða rúm 268 þúsund tonn. Aflaverðmæti uppsjávaraflans samanstóð af makríl, að verðmæti tæplega 85 milljarða krona, kolmunna að verðmæti 7,2 milljarða og síld, að verðmæti 5,9 milljarða. Heildarafli íslenskra fiskiskipa á árunum 1983-2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Rúmlega 22 þúsund tonn veiddust af flatfiski árið 2019 sem er 18,1 prósentum minna en árið áður. Aflaverðmæti hans nam 9,3 milljörðum sem er um 8,3 prósentum lægra en árið áður. Þá minnkaði löndun á skelfisk og krabbadýrum um 2,5 þúsund tonn, úr 12,5 þúsund tonnum árið 2018 niður í 10 þúsund tonn árið 2019. Verðmæti skel- og krabbadýra nam tæplega 1,9 milljörðum sem er 28,5 prósentum minna en árið áður. Fiskur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Heildarafli íslenskra skipa árið 2019 var 17 prósentum minni en árið 2018 og skýrist samdráttur í aflamagni að mestu af minni uppsjávarafla. Fram kemur hjá Hagstofu Íslands að aflaverðmæti fyrstu sölu hafi hins vegar aukist um 13,4 prósent milli ára og hafi numið 145 milljörðum króna árið 2019. Heildaraflinn sem veiddist var 1.047.568 tonn, af þeim voru rúmlega 480 þúsund tonn af botnfiski sem er álíka mikið og árið 2018. Aflaverðmæti botnfiskaflans var 112,3 milljarðar króna sem er 24 prósent aukning frá árinu áður. Afli og aflaverðmæti helstu tegunda 2018-2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Mest veiddist af þorski árið 2019 og var hann sem fyrr verðmætasta tegundin. Þorskaflinn nam tæplega 273 þúsund tonnum og nam aflaverðmæti fyrstu sölu tæpum 70 milljörðum króna. Þá var uppsjávartegundaaflinn ríflega 534 þúsund tonn í fyrra sem er 27,7 prósentum minna en á fyrra ári. Samkvæmt Hagstofunni munar þar mest um að loðnu hafi ekki verið landað á árinu sem hefur ekki gerst síðan loðnuveiðar hófust árið 1962. Loðnuaflinn nam 178 þúsund tonnum árið 2018 og var aflaverðmætið um 4,7 milljarðar króna. Af uppsjávarafla veiddist mest af kolmunna eða rúm 268 þúsund tonn. Aflaverðmæti uppsjávaraflans samanstóð af makríl, að verðmæti tæplega 85 milljarða krona, kolmunna að verðmæti 7,2 milljarða og síld, að verðmæti 5,9 milljarða. Heildarafli íslenskra fiskiskipa á árunum 1983-2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Rúmlega 22 þúsund tonn veiddust af flatfiski árið 2019 sem er 18,1 prósentum minna en árið áður. Aflaverðmæti hans nam 9,3 milljörðum sem er um 8,3 prósentum lægra en árið áður. Þá minnkaði löndun á skelfisk og krabbadýrum um 2,5 þúsund tonn, úr 12,5 þúsund tonnum árið 2018 niður í 10 þúsund tonn árið 2019. Verðmæti skel- og krabbadýra nam tæplega 1,9 milljörðum sem er 28,5 prósentum minna en árið áður.
Fiskur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06
Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15