„Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. ágúst 2020 20:15 Páll Kristjánsson er formaður knattspyrnudeildar KR. vísir/skjáskot „Þetta er stutt og tiltölulega einfalt ferðalag en við þekkjum allir stærðina sem Celtic er. Þetta gæti ekki verið erfiðara fótboltalega séð en þetta er ákveðin lausn. Við vorum kvíðnir fyrir því að þurfa takast á við að halda heimaleik og það er ágætis lausn að fljúga til Skotlands,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. KR drógst í dag gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar en drátturinn var ánægjulegur fyrir KR-inga því ekki er hægt að leika fótbolta hér á landi, í það minnsta til 13. ágúst svo útileikur var góð lausn fyrir KR. Páll segir hins vegar ekki skilja hvað dagsetningin 13. ágúst á að breyta í þessum efnum. „Þetta er viðmið sem stjórnvöld hafa sett en ég og fleiri menn áttum okkur ekki á því hvað á að gerast 13. ágúst. Staðan í þessari COVID-baráttu verður ekkert betri 13. ágúst. Við vitum það öll sem höfum lágmarkskunnáttu í veiru- og kúrvufræðum. Við sjáum ekki hvað 13. ágúst á að breyta í þeim efnum.“ Formaðurinn er með skýra sýn í þessum efnum. „Mín sýn er sú að fyrir það fyrsta að liðin sem eru í Evrópukeppni fái leiki. Besta væri að það væri alvöru keppnisleikir í Íslandsmóti og spilað fyrir luktum dyrum. Mín persónulega sýn og það þarf ekki að endurspegla mat félagsins eða annara liða er sú að ég vil gera allt sem hægt er að spila fyrir framan áhorfendur.“ „Ef það þýðir að ýta þessu inn í einhvers konar vetrarmót er ég svo sem hlynntur því. Við þurfum að tryggja að það verði leikinn fótbolti á Íslandi núna og ef að við þurfum að taka þá erfiðu ákvörðun að gera það fyrir framan enga áhorfendur, þá verðum við að gera það.“ Páll segir að það verði að spila einhverja leiki hér á landi fyrir Evrópukeppnir þeirra fjögurra liða sem hafa tryggt sér þáttökurétt svo þau standi á jafnréttisgrundvelli í leikjunum þegar þar aðkemur. „Við verðum að tryggja það að liðin okkar; hvort sem það er KR, Breiðablik, FH eða Víkingur, fái alvöru leiki. Við erum eina landið í Evrópa sem bannar fótbolta sem stendur og fótboltinn í dag er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð.“ „Við þurfum að vera skynsöm og þá gildir það í báðar áttir. Að taka ekki óþarfa óhættur en heldur ekki finna upp hjólið og fylgja þeim fordæmum sem hafa verið fundinn upp í Evrópu og nágrannalöndunum,“ sagði skeleggur Páll. Klippa: Sportpakkinn - Páll Kristjánsson Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Þetta er stutt og tiltölulega einfalt ferðalag en við þekkjum allir stærðina sem Celtic er. Þetta gæti ekki verið erfiðara fótboltalega séð en þetta er ákveðin lausn. Við vorum kvíðnir fyrir því að þurfa takast á við að halda heimaleik og það er ágætis lausn að fljúga til Skotlands,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. KR drógst í dag gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar en drátturinn var ánægjulegur fyrir KR-inga því ekki er hægt að leika fótbolta hér á landi, í það minnsta til 13. ágúst svo útileikur var góð lausn fyrir KR. Páll segir hins vegar ekki skilja hvað dagsetningin 13. ágúst á að breyta í þessum efnum. „Þetta er viðmið sem stjórnvöld hafa sett en ég og fleiri menn áttum okkur ekki á því hvað á að gerast 13. ágúst. Staðan í þessari COVID-baráttu verður ekkert betri 13. ágúst. Við vitum það öll sem höfum lágmarkskunnáttu í veiru- og kúrvufræðum. Við sjáum ekki hvað 13. ágúst á að breyta í þeim efnum.“ Formaðurinn er með skýra sýn í þessum efnum. „Mín sýn er sú að fyrir það fyrsta að liðin sem eru í Evrópukeppni fái leiki. Besta væri að það væri alvöru keppnisleikir í Íslandsmóti og spilað fyrir luktum dyrum. Mín persónulega sýn og það þarf ekki að endurspegla mat félagsins eða annara liða er sú að ég vil gera allt sem hægt er að spila fyrir framan áhorfendur.“ „Ef það þýðir að ýta þessu inn í einhvers konar vetrarmót er ég svo sem hlynntur því. Við þurfum að tryggja að það verði leikinn fótbolti á Íslandi núna og ef að við þurfum að taka þá erfiðu ákvörðun að gera það fyrir framan enga áhorfendur, þá verðum við að gera það.“ Páll segir að það verði að spila einhverja leiki hér á landi fyrir Evrópukeppnir þeirra fjögurra liða sem hafa tryggt sér þáttökurétt svo þau standi á jafnréttisgrundvelli í leikjunum þegar þar aðkemur. „Við verðum að tryggja það að liðin okkar; hvort sem það er KR, Breiðablik, FH eða Víkingur, fái alvöru leiki. Við erum eina landið í Evrópa sem bannar fótbolta sem stendur og fótboltinn í dag er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð.“ „Við þurfum að vera skynsöm og þá gildir það í báðar áttir. Að taka ekki óþarfa óhættur en heldur ekki finna upp hjólið og fylgja þeim fordæmum sem hafa verið fundinn upp í Evrópu og nágrannalöndunum,“ sagði skeleggur Páll. Klippa: Sportpakkinn - Páll Kristjánsson
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45
KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48