Félögin funda með ráðherra: Mikil synd ef við getum ekki haldið hér Evrópuleik Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2020 12:48 FH-ingar vonast til að geta spilað í Evrópukeppni á heimavelli 27. ágúst. VÍSIR/BÁRA FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. Forráðamenn knattspyrnufélaganna sem eiga lið í Evrópukeppnum í fótbolta eiga fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og forráðamönnum KSÍ í dag. Þar verður reynt að finna lausn til þess að FH geti spilað við Dunajská Streda í Kaplakrika eftir hálfan mánuð, og hvernig málum verður háttað hjá KR, Breiðabliki og Víkingi R. sem eru öll á leið í útileiki – KR í forkeppni Meistaradeildar en hin liðin í forkeppni Evrópudeildar. Þá hafa forráðamenn Vals óskað eftir því að vera gestgjafar í forkeppni Meistaradeildar kvenna, þar sem leika á í október. Öllum fótboltaleikjum á Íslandi hefur verið frestað frá og með 31. júlí síðastliðnum, og óvíst hvenær leyfilegt verður að spila að nýju, vegna kórónuveirufaraldursins. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir afar mikilvægt að FH verði gert kleyft að spila leikinn á heimavelli en UEFA þarf staðfestingu þess efnis fyrir kl. 11 í fyrramálið. „Ömurlegt“ ef ekki er hægt að halda Evrópuleik á Íslandi „Við þurfum að sjá hversu skýr svör yfirvöld geta gefið okkur, en annars þurfum við að finna aðrar lausnir. Það er þá á okkar ábyrgð að finna leið til að spila á óháðum velli [erlendis], sem við munum auðvitað skoða ef á þarf að halda. En það er auðvitað mikil synd ef við getum ekki haldið einn Evrópuleik á Íslandi. Alveg ömurlegt,“ segir Valdimar. Valdimar segir stóra vandamálið felast í því að fá undanþágu frá þeim sóttvarnareglum sem banni fullorðnum að spila fótbolta. Í framhaldinu þurfi svo að takast á við það hvernig tekið verði á móti hinum erlendu gestum. Ef að reglum verður ekki breytt á næstu vikum blasir við sama staða þegar enska landsliðið ætti að koma til landsins í byrjun næsta mánaðar, til að spila við Ísland í Þjóðadeild UEFA. „Við getum auðvitað velt því upp fyrir okkur hvort að íslensku landsliði yrði bannað að taka þátt, í alþjóðlegri keppni á vegum UEFA. Við hljótum að horfa til þess að sömu sjónarmið gildi fyrir íslensk félagslið. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan fótbolta, og það skiptir máli að við getum tekið þátt í okkar alþjóðlegu skuldbindingum,“ segir Valdimar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FH KR Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 Gæti verið fleygt úr Evrópukeppnunum setji stjórnvöld strangari ferðatakmarkanir KR, FH, Breiðablik og Víkingur eiga á þeirri hættu að vera send úr leik í Evrópukeppninni munu hér á landi ríkja strangar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar. 5. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. Forráðamenn knattspyrnufélaganna sem eiga lið í Evrópukeppnum í fótbolta eiga fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og forráðamönnum KSÍ í dag. Þar verður reynt að finna lausn til þess að FH geti spilað við Dunajská Streda í Kaplakrika eftir hálfan mánuð, og hvernig málum verður háttað hjá KR, Breiðabliki og Víkingi R. sem eru öll á leið í útileiki – KR í forkeppni Meistaradeildar en hin liðin í forkeppni Evrópudeildar. Þá hafa forráðamenn Vals óskað eftir því að vera gestgjafar í forkeppni Meistaradeildar kvenna, þar sem leika á í október. Öllum fótboltaleikjum á Íslandi hefur verið frestað frá og með 31. júlí síðastliðnum, og óvíst hvenær leyfilegt verður að spila að nýju, vegna kórónuveirufaraldursins. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir afar mikilvægt að FH verði gert kleyft að spila leikinn á heimavelli en UEFA þarf staðfestingu þess efnis fyrir kl. 11 í fyrramálið. „Ömurlegt“ ef ekki er hægt að halda Evrópuleik á Íslandi „Við þurfum að sjá hversu skýr svör yfirvöld geta gefið okkur, en annars þurfum við að finna aðrar lausnir. Það er þá á okkar ábyrgð að finna leið til að spila á óháðum velli [erlendis], sem við munum auðvitað skoða ef á þarf að halda. En það er auðvitað mikil synd ef við getum ekki haldið einn Evrópuleik á Íslandi. Alveg ömurlegt,“ segir Valdimar. Valdimar segir stóra vandamálið felast í því að fá undanþágu frá þeim sóttvarnareglum sem banni fullorðnum að spila fótbolta. Í framhaldinu þurfi svo að takast á við það hvernig tekið verði á móti hinum erlendu gestum. Ef að reglum verður ekki breytt á næstu vikum blasir við sama staða þegar enska landsliðið ætti að koma til landsins í byrjun næsta mánaðar, til að spila við Ísland í Þjóðadeild UEFA. „Við getum auðvitað velt því upp fyrir okkur hvort að íslensku landsliði yrði bannað að taka þátt, í alþjóðlegri keppni á vegum UEFA. Við hljótum að horfa til þess að sömu sjónarmið gildi fyrir íslensk félagslið. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan fótbolta, og það skiptir máli að við getum tekið þátt í okkar alþjóðlegu skuldbindingum,“ segir Valdimar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FH KR Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 Gæti verið fleygt úr Evrópukeppnunum setji stjórnvöld strangari ferðatakmarkanir KR, FH, Breiðablik og Víkingur eiga á þeirri hættu að vera send úr leik í Evrópukeppninni munu hér á landi ríkja strangar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar. 5. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15
„Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15
Gæti verið fleygt úr Evrópukeppnunum setji stjórnvöld strangari ferðatakmarkanir KR, FH, Breiðablik og Víkingur eiga á þeirri hættu að vera send úr leik í Evrópukeppninni munu hér á landi ríkja strangar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar. 5. ágúst 2020 09:30