Sofandi og ráðalaus: 4 punktar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 12. ágúst 2020 10:00 1. Sáralítið mat hefur verið lagt á hvað opnun landsins þýddi í raun, og hver væri ábatinn, kostnaðurinn og áhættan. Um þetta eru flestir sammála nema ráðherrarnir sem áttu að vinna vinnuna sína. Hver erlendur ferðamaður skilar að jafnaði um 240.000 kr. í útflutningsverðmæti. Í júlí voru um 50 þúsund erlendir farþegar. Þetta þýðir 12 milljarða útflutningstekjur og af því er þjóðhagslegur ávinningur um 5 milljarðar. Í öllu samhengi er þetta mjög lág upphæð. Til samanburðar eyða Íslendingar í venjulegu árferði um 17 milljörðum erlendis í hverjum mánuði. 2. Á sama tíma og við erum upplifa dýpstu kreppu okkar í 100 ár og í raun að kljást við eitt stærsta úrlausnarefni aldarinnar er ríkisstjórnin sofandi í aftursætinu. Öllum ákvörðunum er skotið til þríeykisins sem hefur sóttvarnarhlutverki að gegna og gegna þau því hlutverki af prýði. Þríeykið á hins vegar ekki að sinna öðrum hlutverkum. Þau hlutverk liggja hjá ráðherrunum en þar er máttleysið algert. Á sama tíma búa skólar, aldraðir, foreldrar, heimili, menningarlífið, veitingastaðir, íþróttastarf og atvinnulífið við endurtekna óvissu og ráðleysi í boði ríkisstjórnarinnar. 3. Hvert er eiginlega planið hjá þessari ríkisstjórn? Forsætisráðherrann sagði nýlega að „meginmarkmið“ ríkisstjórnarinnar sé að tryggja „stöðugleika í stjórnarfari“ sem þýðir á mannamáli: Markmið okkar er að halda ráðherrastólunum. Annað er ekki að frétta. 4. Ég er lengi búinn að kalla til dæmis eftir fjárfestingaráætlun við þessar aðstæður. Það var gert í síðasta hruni en ekkert bólar á slíku núna. Einungis á þessu ári hafa 20.000 störf bókstaflega horfið úr íslensku hagkerfi. Þetta eru fleiri störf en eru samanlagt á öllu Austurlandi, Vestfjörðum og Akureyri. Hvernig er ríkisstjórnin að bregðast við þessari stöðu? Hvar er verið að bregðast við breyttu hagkerfi? Og af hverju er þessi ríkisstjórn aldrei undirbúin? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
1. Sáralítið mat hefur verið lagt á hvað opnun landsins þýddi í raun, og hver væri ábatinn, kostnaðurinn og áhættan. Um þetta eru flestir sammála nema ráðherrarnir sem áttu að vinna vinnuna sína. Hver erlendur ferðamaður skilar að jafnaði um 240.000 kr. í útflutningsverðmæti. Í júlí voru um 50 þúsund erlendir farþegar. Þetta þýðir 12 milljarða útflutningstekjur og af því er þjóðhagslegur ávinningur um 5 milljarðar. Í öllu samhengi er þetta mjög lág upphæð. Til samanburðar eyða Íslendingar í venjulegu árferði um 17 milljörðum erlendis í hverjum mánuði. 2. Á sama tíma og við erum upplifa dýpstu kreppu okkar í 100 ár og í raun að kljást við eitt stærsta úrlausnarefni aldarinnar er ríkisstjórnin sofandi í aftursætinu. Öllum ákvörðunum er skotið til þríeykisins sem hefur sóttvarnarhlutverki að gegna og gegna þau því hlutverki af prýði. Þríeykið á hins vegar ekki að sinna öðrum hlutverkum. Þau hlutverk liggja hjá ráðherrunum en þar er máttleysið algert. Á sama tíma búa skólar, aldraðir, foreldrar, heimili, menningarlífið, veitingastaðir, íþróttastarf og atvinnulífið við endurtekna óvissu og ráðleysi í boði ríkisstjórnarinnar. 3. Hvert er eiginlega planið hjá þessari ríkisstjórn? Forsætisráðherrann sagði nýlega að „meginmarkmið“ ríkisstjórnarinnar sé að tryggja „stöðugleika í stjórnarfari“ sem þýðir á mannamáli: Markmið okkar er að halda ráðherrastólunum. Annað er ekki að frétta. 4. Ég er lengi búinn að kalla til dæmis eftir fjárfestingaráætlun við þessar aðstæður. Það var gert í síðasta hruni en ekkert bólar á slíku núna. Einungis á þessu ári hafa 20.000 störf bókstaflega horfið úr íslensku hagkerfi. Þetta eru fleiri störf en eru samanlagt á öllu Austurlandi, Vestfjörðum og Akureyri. Hvernig er ríkisstjórnin að bregðast við þessari stöðu? Hvar er verið að bregðast við breyttu hagkerfi? Og af hverju er þessi ríkisstjórn aldrei undirbúin? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun