Skoðun

1 nýtt á dag

Anna Claessen skrifar

1 nýtt á dag 

Þetta var áramótaheitið mitt í fyrra og eitt af fáu áramótaheitum sem ég hef haldið því það var svo gaman. 

Hvort sem það var nýr matur, drykkur eða bara ný leið í vinnuna. Það opnaði sjóndeildarhringinn og maður skoðaði meira í kringum sig.

Fór ekki beint í vanann, heldur opnaði glænýjan heim af valmöguleikum sem maður vissi ekki einu sinni að væri til.

Hversu oft færðu þér það sama í matinn?

Ferð sömu leið í vinnuna og skólann?

Kaupir það sama í gjafir hvert ár?

Hvað myndi gerast ef þú myndir breyta 1 af þessum hlut? 

Fyrir mitt leyti þá prufaði ég alls kyns hluti sem ég hélt að ég myndi ALDREI prufa. 

Og vá hvað það var gaman. 

Er það sem þarf til að halda áramótaheit? Að hafa gaman Maður tengir áramótaheit alltaf við vondar venjur sem maður þarf að hætta eða leiðir til að betrumbæta sjálfan sig, en eru áramótin ekki frábær tími til að skoða líf sitt og fnna leiðir til að gera daglega lífið betra?

Nú er 2020 og því er hvatt fólk til að líta 10 árum í framtíðina.

Hvar viltu vera?

Hvað viltu vera að gera?

Með hverjum?

Hvernig geturðu gert það skemmtilegra?

Hér er vinnuhefti fyrir þá sem finnst gaman að plana

Sama hvað þú endar með að gera þá vona ég að það sé gaman. Gleðilegt nýtt ár! 




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×