Rafbílasýning hjá Öskju Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. janúar 2020 07:00 Kia Niro. Vistvæn lína Kia verður til sýnis á morgun, laugardag. Vísir/Kia Bílaumboðið Askja heldur Rafbíladag Kia í Kia húsinu að Krókhálsi 13, á morgun, laugardag klukkan 12-16. Þar verður lína vistvænna Kia bíla sýnd. Kia mun bjóða breiða rafbílalínu á þessu ári eða alls 10 bíla og eru sex þeirra nú þegar í sölu en fjórir munu bætast í flotann á árinu. Hér er um að ræða Kia e-Soul, Kia Optima Plug-in Hybrid í tveimur útfærslum, Kia e-Niro, Kia Niro Plug-in Hybrid og Kia Niro Hybrid. Alls eru því í boði sex mismunandi gerðir rafknúinna bíla. XCeed Plug-in Hybrid og Ceed Sportswago Plug-in Hybrid eru væntanlegir á næstu mánuðum og er forsala á þessum bílum þegar hafin hjá Öskju. Sala á vistvænum bílum aldrei verið meiri og þar stendur Kia framarlega. Hlutfall vistvænna bíla þ.e. rafmagns-, tengiltvinn-, hybrid- og metanbíla hélt áfram að aukast og hefur hlutfall þeirra af heildarsölu aldrei verið hærra eða 27,5%. Fara þar tengiltvinnbílar fremstir í flokki með um 10,3% heildar sölunnar, hybrid bílar um 8,9% og rafmagnsbílar um 7,8%. Eru þetta hlutfallstölur sem eru fáheyrðar annarsstaðar í heiminum fyrir utan Noreg og er líklegt að Ísland verði áfram í fararbroddi þar sem horft er til framlengingar á ívilnunum vegna vörugjalda við kaup á slíkum bílum. Kia Optima Plug-in Hybrid.Vísir/Kia „Allir nýir Kia bílar eru með 7 ára ábyrgð og nær það einnig yfir rafhlöður bílanna. Ísorka verður með fræðslu um hleðslustöðvar á sýningunni í Kia húsinu á laugardag og mun Kia bjóða upp á vegleg tilboð á upprunalegum aukahlutum,“ segir í fréttatilkynningu frá Öskju vegna rafbíladags Kia. Bílar Tengdar fréttir Honda e forsýning Rafbíllinn Honda e verður forsýndur í Honda sal Bílaumboðsins Öskju að Fosshálsi 1 laugardaginn 4. janúar. Þessi nýi rafbíll verður aðeins til sýnis í stuttan tíma þar sem um forsýningu er að ræða. Forsala á Honda e hefst á sama tíma þann 4. janúar. Þá verður hægt að forpanta bílinn. 31. desember 2019 07:00 Kia XCeed hlýtur Gullna stýrið Nýr Kia XCeed var sæmdur hinu eftirsótta Gullna stýri á verðlaunahátíð í Þýskalandi sl. fimmtudag. Verðlaunin eru talin þau eftirsóttustu í bílaiðnaðinum í Þýskalandi en það eru fjölmiðlarnir Auto Bild og Bild am Sonntag sem standa að verðlaununum sem voru fyrst veitt árið 1976. 20. nóvember 2019 14:00 Sala á nýjum bílum dróst saman um 34,8 prósent Hlutfall vistvænna bíla hélt áfram að aukast á árinu sem leið. 3. janúar 2020 10:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent
Bílaumboðið Askja heldur Rafbíladag Kia í Kia húsinu að Krókhálsi 13, á morgun, laugardag klukkan 12-16. Þar verður lína vistvænna Kia bíla sýnd. Kia mun bjóða breiða rafbílalínu á þessu ári eða alls 10 bíla og eru sex þeirra nú þegar í sölu en fjórir munu bætast í flotann á árinu. Hér er um að ræða Kia e-Soul, Kia Optima Plug-in Hybrid í tveimur útfærslum, Kia e-Niro, Kia Niro Plug-in Hybrid og Kia Niro Hybrid. Alls eru því í boði sex mismunandi gerðir rafknúinna bíla. XCeed Plug-in Hybrid og Ceed Sportswago Plug-in Hybrid eru væntanlegir á næstu mánuðum og er forsala á þessum bílum þegar hafin hjá Öskju. Sala á vistvænum bílum aldrei verið meiri og þar stendur Kia framarlega. Hlutfall vistvænna bíla þ.e. rafmagns-, tengiltvinn-, hybrid- og metanbíla hélt áfram að aukast og hefur hlutfall þeirra af heildarsölu aldrei verið hærra eða 27,5%. Fara þar tengiltvinnbílar fremstir í flokki með um 10,3% heildar sölunnar, hybrid bílar um 8,9% og rafmagnsbílar um 7,8%. Eru þetta hlutfallstölur sem eru fáheyrðar annarsstaðar í heiminum fyrir utan Noreg og er líklegt að Ísland verði áfram í fararbroddi þar sem horft er til framlengingar á ívilnunum vegna vörugjalda við kaup á slíkum bílum. Kia Optima Plug-in Hybrid.Vísir/Kia „Allir nýir Kia bílar eru með 7 ára ábyrgð og nær það einnig yfir rafhlöður bílanna. Ísorka verður með fræðslu um hleðslustöðvar á sýningunni í Kia húsinu á laugardag og mun Kia bjóða upp á vegleg tilboð á upprunalegum aukahlutum,“ segir í fréttatilkynningu frá Öskju vegna rafbíladags Kia.
Bílar Tengdar fréttir Honda e forsýning Rafbíllinn Honda e verður forsýndur í Honda sal Bílaumboðsins Öskju að Fosshálsi 1 laugardaginn 4. janúar. Þessi nýi rafbíll verður aðeins til sýnis í stuttan tíma þar sem um forsýningu er að ræða. Forsala á Honda e hefst á sama tíma þann 4. janúar. Þá verður hægt að forpanta bílinn. 31. desember 2019 07:00 Kia XCeed hlýtur Gullna stýrið Nýr Kia XCeed var sæmdur hinu eftirsótta Gullna stýri á verðlaunahátíð í Þýskalandi sl. fimmtudag. Verðlaunin eru talin þau eftirsóttustu í bílaiðnaðinum í Þýskalandi en það eru fjölmiðlarnir Auto Bild og Bild am Sonntag sem standa að verðlaununum sem voru fyrst veitt árið 1976. 20. nóvember 2019 14:00 Sala á nýjum bílum dróst saman um 34,8 prósent Hlutfall vistvænna bíla hélt áfram að aukast á árinu sem leið. 3. janúar 2020 10:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent
Honda e forsýning Rafbíllinn Honda e verður forsýndur í Honda sal Bílaumboðsins Öskju að Fosshálsi 1 laugardaginn 4. janúar. Þessi nýi rafbíll verður aðeins til sýnis í stuttan tíma þar sem um forsýningu er að ræða. Forsala á Honda e hefst á sama tíma þann 4. janúar. Þá verður hægt að forpanta bílinn. 31. desember 2019 07:00
Kia XCeed hlýtur Gullna stýrið Nýr Kia XCeed var sæmdur hinu eftirsótta Gullna stýri á verðlaunahátíð í Þýskalandi sl. fimmtudag. Verðlaunin eru talin þau eftirsóttustu í bílaiðnaðinum í Þýskalandi en það eru fjölmiðlarnir Auto Bild og Bild am Sonntag sem standa að verðlaununum sem voru fyrst veitt árið 1976. 20. nóvember 2019 14:00
Sala á nýjum bílum dróst saman um 34,8 prósent Hlutfall vistvænna bíla hélt áfram að aukast á árinu sem leið. 3. janúar 2020 10:15