Ekki aðeins #metoo mál sem starfsfólk þegir yfir Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. janúar 2020 10:00 Gyða Kristjánsdóttir er ráðgjafi hjá Hagvangi. Hún segir fólk oft veigra sér við að tilkynna erfið starfsmannamál innanhús. Vísir/Vilhelm Áhrif #metoo byltingarinnar eru fjölbreytt, öflug og mikil. Sér þó ekki fyrir endann á þeim áhrifum enn. Fyrirtæki um allan heim hafa í kjölfarið farið í ígrundaða og góða naflaskoðun, sett sér siðareglur í samskiptum, komið upp verkferlum til að tilkynna um áreitni og leitað leiða til að fyrirbyggja að slík mál geti komið upp eða þrifist. Enda hefur verið sýnt fram á að kynferðisleg áreitni innan fyrirtækja hefur bein áhrif á virði þeirra. #metoo byltingin hefur þó einnig opnað ýmsar dyr og ný tækifæri fyrir til dæmis konur á framabraut. Golden Globe verðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til Óskarsverðlauna. Hún sagði nýverið í viðtali við tónlistartímaritið The Reykjavík Grapevine að hún hefði fundið mikla breytingu eftir #metoo byltinguna. Þar væri greinilegt að tónlistariðnaðurinn varð í kjölfar #metoo meðvitaðri um skort á framlagi kvenna til kvikmyndatónlistar. Í samtali við Gyðu Kristjánsdóttur, ráðgjafa hjá Hagvangi, kemur hins vegar í ljós að enn er nokkuð um að fólk er ekki að segja frá. Þar er ekki aðeins um #metoo mál að ræða, heldur geta málin verið af ýmsum toga. Þá er ekki alltaf samræmi á milli þess hvað vinnustaðagreiningar upplýsa um áreitni, einelti eða aðra hegðun og þess sem fólk tilkynnir. Það á líka við um það sem getur verið að gerast hjá fyrirtækjum sem hafa komið sér upp skýrum verkferlum innanhús. Velja atvinnuleit fremur en að tilkynna Gyða segir fólk í atvinnuleit oft treysta ráðgjöfum fyrir ýmsum alvarlegum málum sem upp hafa komið í starfi án þess að tilkynnt hafi verið um þau sérstaklega. „Það hafa já komið tilfelli þess að fólk sé að huga að nýju starfi vegna þess að það hefur orðið fyrir áreitni, einelti eða öðru sem tengist erfiðum samskiptum á þeirra vinnustað. Tilfelli hafa komið fram þess eðlis að fólk velur stundum þá leið að skipta um starf vegna þess að viðkomandi treystir sér ekki til þess að stíga fram með sitt mál. Það getur stafað af hræðslu við tengsl eða að tekið verði almennilega á málinu. Að viðkomandi vilji ekki brenna neinar brýr og forða sér þá frekar. Eða að viðkomandi hafi reynt að stíga fram með sitt mál en ekki hafi verið tekið nægilega vel á málinu að þeirra mati.“ En hvers konar mál eru það þá sérstaklega? „Já, þetta getur allt saman haldist í hendur og oft erfitt að finna rót vandans. Oftast er reyndin sú að mál þróast í alvarlegt einelti eða áreitni vegna þess að ekki hefur verið tekið á samskiptavandamáli strax í upphafi.“ Smæð Íslands hefur áhrif Gyða segir erfið mál sem leiði til þess að fólk vill skipta um starf, eiga við um mál sem bæði konur og karlar upplifa. Þá geti spilað inn í að á Íslandi þekkja allir alla. Hvað telur þú að gæti verið að draga úr því að fólk tilkynni um alvarleg brot? „Ástæður þess að við fórum út í að þróa Siðferðisgáttina, er vegna þess að þessi tilfelli sem við höfum heyrt af eða fengið inn á okkar borð, snúa að því að viðkomandi hræðast oft tengsl sem eru innan sem utan fyrirtækisins. Fólk óttast þá bæði um sína möguleika innan fyrirtækisins og tækifæri utan núverandi starfs. Smæð Íslands spilar þar líklega stórt hlutverk þar sem við vitum að hlutirnir fréttast hratt og oft er hægt að hafa áhrif á það hvernig hlutirnir berast á milli. Mjög gjarnan eru fjölskyldu eða önnur tengsl sem gera úrvinnslu á þessum málum erfiðari fyrir vikið.“ Með Siðferðisgáttinni vísar Gyða í þjónustu sem Hagvangur kynnti til sögunnar síðastliðið sumar og felur í sér að starfsmenn fyrirtækja sem eru aðilar að gáttinni, geta tilkynnt um sín mál í gegnum gáttina og til hlutlauss aðila og mál þeirra þar með farið í faglegt ferli innan fyrirtækis í kjölfarið. Þannig gefur Siðferðisgáttin starfsmönnum tækifæri til þess að tilkynna um mál sem það treystir sér ekki til að tilkynna til samstarfsfólks eða yfirmanns. Þessi þjónusta er ekkert síður ætluð fyrirtækjum sem hafa komið sér upp skýra verkferla. Erfitt fyrir fólk að stíga fram Gyða segir að því miður hafi komið í ljós að margir veigra sér við að ræða þessi mál beint við sína yfirmenn, jafnvel mannauðsstjórann sjálfan. Dæmi eru um að vinnustaðagreiningar sýna að fólk er þrátt fyrir alla ferla, ekki alltaf að segja frá. „Flest fyrirtæki eru með staðlaða verkferla sem snúa að aðgerðaáætlun við málum á borð við einelti og áreitni. Reyndin er þó sú í mörgum tilfellum að þrátt fyrir ferla virðist fólk eiga erfitt með að stíga fram og þá líklegast vegna þess ég nefni varðandi tengsl og vantrausts. Vinnustaðagreiningar innan margra fyrirtækja og stofnana sýna gjarnan að þættir eins og einelti og áreitni mælast og í mörgum tilfellum sjáum við tölur þess að einhver hluti þeirra sem verður fyrir því, segir ekki frá því. Svo þrátt fyrir þessa flottu ferla þá skortir stjórnendur og mannauðsdeildir oft verkfæri til þess að útrýma þeim áhættuþætti að vita ekki af hegðunni og geta því brugðist við nógu snemma. Til þess þarf að fá málin uppá yfirborðið, og því fyrr því minni skaði,“ segir Gyða. Sjá einnig: Kynferðisleg áreitni hefur áhrif á virði fyrirtækja MeToo Vinnumarkaður Tengdar fréttir Yfirmenn oftast gerendur í eineltismálum á vinnustað Erfið starfsmannamál: Einelti á vinnustöðum jókst í kjölfar bankahruns en minnkaði aftur þegar atvinnuástand batnaði. Stjórnendur eru oftast gerendur. 22. janúar 2020 12:00 Einelti á vinnustað hefur meiri líkamleg áhrif en áður var talið Erfið starfsmannamál: Nýleg rannsókn sýnir að einelti á vinnustað hefur ekki aðeins áhrif á andlega heilsu fólks. Afleiðingarnar geta líka verið alvarlegar á líkamlega heilsu fólks. Hjartavandamál og sykursýki 2. 22. janúar 2020 16:00 Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Erfið starfsmannamál: Taktu þátt í könnun og svaraðu spurningu um hvernig þinn vinnustaður leysir úr erfiðum starfsmannamálum. 22. janúar 2020 09:00 Fjórar tegundir erfiðra einstaklinga á vinnustöðum Erfið starfsmannamál: Það þekkja það flestir að hafa starfað með einstaklingum sem þeim finnst erfiðir. En hvað einkennir þá einstaklinga? 22. janúar 2020 09:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Áhrif #metoo byltingarinnar eru fjölbreytt, öflug og mikil. Sér þó ekki fyrir endann á þeim áhrifum enn. Fyrirtæki um allan heim hafa í kjölfarið farið í ígrundaða og góða naflaskoðun, sett sér siðareglur í samskiptum, komið upp verkferlum til að tilkynna um áreitni og leitað leiða til að fyrirbyggja að slík mál geti komið upp eða þrifist. Enda hefur verið sýnt fram á að kynferðisleg áreitni innan fyrirtækja hefur bein áhrif á virði þeirra. #metoo byltingin hefur þó einnig opnað ýmsar dyr og ný tækifæri fyrir til dæmis konur á framabraut. Golden Globe verðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til Óskarsverðlauna. Hún sagði nýverið í viðtali við tónlistartímaritið The Reykjavík Grapevine að hún hefði fundið mikla breytingu eftir #metoo byltinguna. Þar væri greinilegt að tónlistariðnaðurinn varð í kjölfar #metoo meðvitaðri um skort á framlagi kvenna til kvikmyndatónlistar. Í samtali við Gyðu Kristjánsdóttur, ráðgjafa hjá Hagvangi, kemur hins vegar í ljós að enn er nokkuð um að fólk er ekki að segja frá. Þar er ekki aðeins um #metoo mál að ræða, heldur geta málin verið af ýmsum toga. Þá er ekki alltaf samræmi á milli þess hvað vinnustaðagreiningar upplýsa um áreitni, einelti eða aðra hegðun og þess sem fólk tilkynnir. Það á líka við um það sem getur verið að gerast hjá fyrirtækjum sem hafa komið sér upp skýrum verkferlum innanhús. Velja atvinnuleit fremur en að tilkynna Gyða segir fólk í atvinnuleit oft treysta ráðgjöfum fyrir ýmsum alvarlegum málum sem upp hafa komið í starfi án þess að tilkynnt hafi verið um þau sérstaklega. „Það hafa já komið tilfelli þess að fólk sé að huga að nýju starfi vegna þess að það hefur orðið fyrir áreitni, einelti eða öðru sem tengist erfiðum samskiptum á þeirra vinnustað. Tilfelli hafa komið fram þess eðlis að fólk velur stundum þá leið að skipta um starf vegna þess að viðkomandi treystir sér ekki til þess að stíga fram með sitt mál. Það getur stafað af hræðslu við tengsl eða að tekið verði almennilega á málinu. Að viðkomandi vilji ekki brenna neinar brýr og forða sér þá frekar. Eða að viðkomandi hafi reynt að stíga fram með sitt mál en ekki hafi verið tekið nægilega vel á málinu að þeirra mati.“ En hvers konar mál eru það þá sérstaklega? „Já, þetta getur allt saman haldist í hendur og oft erfitt að finna rót vandans. Oftast er reyndin sú að mál þróast í alvarlegt einelti eða áreitni vegna þess að ekki hefur verið tekið á samskiptavandamáli strax í upphafi.“ Smæð Íslands hefur áhrif Gyða segir erfið mál sem leiði til þess að fólk vill skipta um starf, eiga við um mál sem bæði konur og karlar upplifa. Þá geti spilað inn í að á Íslandi þekkja allir alla. Hvað telur þú að gæti verið að draga úr því að fólk tilkynni um alvarleg brot? „Ástæður þess að við fórum út í að þróa Siðferðisgáttina, er vegna þess að þessi tilfelli sem við höfum heyrt af eða fengið inn á okkar borð, snúa að því að viðkomandi hræðast oft tengsl sem eru innan sem utan fyrirtækisins. Fólk óttast þá bæði um sína möguleika innan fyrirtækisins og tækifæri utan núverandi starfs. Smæð Íslands spilar þar líklega stórt hlutverk þar sem við vitum að hlutirnir fréttast hratt og oft er hægt að hafa áhrif á það hvernig hlutirnir berast á milli. Mjög gjarnan eru fjölskyldu eða önnur tengsl sem gera úrvinnslu á þessum málum erfiðari fyrir vikið.“ Með Siðferðisgáttinni vísar Gyða í þjónustu sem Hagvangur kynnti til sögunnar síðastliðið sumar og felur í sér að starfsmenn fyrirtækja sem eru aðilar að gáttinni, geta tilkynnt um sín mál í gegnum gáttina og til hlutlauss aðila og mál þeirra þar með farið í faglegt ferli innan fyrirtækis í kjölfarið. Þannig gefur Siðferðisgáttin starfsmönnum tækifæri til þess að tilkynna um mál sem það treystir sér ekki til að tilkynna til samstarfsfólks eða yfirmanns. Þessi þjónusta er ekkert síður ætluð fyrirtækjum sem hafa komið sér upp skýra verkferla. Erfitt fyrir fólk að stíga fram Gyða segir að því miður hafi komið í ljós að margir veigra sér við að ræða þessi mál beint við sína yfirmenn, jafnvel mannauðsstjórann sjálfan. Dæmi eru um að vinnustaðagreiningar sýna að fólk er þrátt fyrir alla ferla, ekki alltaf að segja frá. „Flest fyrirtæki eru með staðlaða verkferla sem snúa að aðgerðaáætlun við málum á borð við einelti og áreitni. Reyndin er þó sú í mörgum tilfellum að þrátt fyrir ferla virðist fólk eiga erfitt með að stíga fram og þá líklegast vegna þess ég nefni varðandi tengsl og vantrausts. Vinnustaðagreiningar innan margra fyrirtækja og stofnana sýna gjarnan að þættir eins og einelti og áreitni mælast og í mörgum tilfellum sjáum við tölur þess að einhver hluti þeirra sem verður fyrir því, segir ekki frá því. Svo þrátt fyrir þessa flottu ferla þá skortir stjórnendur og mannauðsdeildir oft verkfæri til þess að útrýma þeim áhættuþætti að vita ekki af hegðunni og geta því brugðist við nógu snemma. Til þess þarf að fá málin uppá yfirborðið, og því fyrr því minni skaði,“ segir Gyða. Sjá einnig: Kynferðisleg áreitni hefur áhrif á virði fyrirtækja
MeToo Vinnumarkaður Tengdar fréttir Yfirmenn oftast gerendur í eineltismálum á vinnustað Erfið starfsmannamál: Einelti á vinnustöðum jókst í kjölfar bankahruns en minnkaði aftur þegar atvinnuástand batnaði. Stjórnendur eru oftast gerendur. 22. janúar 2020 12:00 Einelti á vinnustað hefur meiri líkamleg áhrif en áður var talið Erfið starfsmannamál: Nýleg rannsókn sýnir að einelti á vinnustað hefur ekki aðeins áhrif á andlega heilsu fólks. Afleiðingarnar geta líka verið alvarlegar á líkamlega heilsu fólks. Hjartavandamál og sykursýki 2. 22. janúar 2020 16:00 Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Erfið starfsmannamál: Taktu þátt í könnun og svaraðu spurningu um hvernig þinn vinnustaður leysir úr erfiðum starfsmannamálum. 22. janúar 2020 09:00 Fjórar tegundir erfiðra einstaklinga á vinnustöðum Erfið starfsmannamál: Það þekkja það flestir að hafa starfað með einstaklingum sem þeim finnst erfiðir. En hvað einkennir þá einstaklinga? 22. janúar 2020 09:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Yfirmenn oftast gerendur í eineltismálum á vinnustað Erfið starfsmannamál: Einelti á vinnustöðum jókst í kjölfar bankahruns en minnkaði aftur þegar atvinnuástand batnaði. Stjórnendur eru oftast gerendur. 22. janúar 2020 12:00
Einelti á vinnustað hefur meiri líkamleg áhrif en áður var talið Erfið starfsmannamál: Nýleg rannsókn sýnir að einelti á vinnustað hefur ekki aðeins áhrif á andlega heilsu fólks. Afleiðingarnar geta líka verið alvarlegar á líkamlega heilsu fólks. Hjartavandamál og sykursýki 2. 22. janúar 2020 16:00
Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Erfið starfsmannamál: Taktu þátt í könnun og svaraðu spurningu um hvernig þinn vinnustaður leysir úr erfiðum starfsmannamálum. 22. janúar 2020 09:00
Fjórar tegundir erfiðra einstaklinga á vinnustöðum Erfið starfsmannamál: Það þekkja það flestir að hafa starfað með einstaklingum sem þeim finnst erfiðir. En hvað einkennir þá einstaklinga? 22. janúar 2020 09:00