Stutt hlé gert á loðnuleitinni meðan stormur gengur yfir Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2020 11:10 Leitarferlarnir klukkan ellefu í morgun. Búið er að fara yfir Austfjarðamið, vestur með Norðurlandi og norður eftir Kolbeinseyjarhrygg. Hvert skip hefur sinn lit. Ljósblár er Árni Friðriksson, bleikur er Hákon, gulur er Polar Amaroq, rauður er Ásgrímur Halldórsson og hvítur er Bjarni Ólafsson, Mynd/Hafrannsóknastofnun. Skipin fimm, sem hófu loðnuleitina í síðustu viku, eru nú ýmist öll komin í land eða rétt ókomin. Einnig var fjallað um leitina í fréttum Stöðvar 2. „Það er ekki vinnuveður eins og er. Við erum í 24-25 metrum á sekúndu á leið í land,“ sagði Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri, um borð í Árna Friðrikssyni nú fyrir hádegi en hafrannsóknaskipið var þá statt úti fyrir mynni Eyjafjarðar. „Við bíðum af okkur þennan hvell. Förum inn á Akureyri og þar þurfum við að láta kíkja á hliðarskrúfu í leiðinni,“ sagði Birkir. -En hvað hafa þeir séð af loðnu til þessa? „Í stuttu máli mjög lítið. Þetta hefur verið hrafl eða smátorfur á stangli en við höfum ekki séð neitt verulegt magn. Það segir okkur að loðna er ekki gengin austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg.“ Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Veiðiskipin Ásgrímur Halldórsson SF og Bjarni Ólafsson AK sneru til hafna á Hornafirði og Norðfirði um helgina eftir að hafa lokið yfirferð um Austfjarðamið og er þeirra hlutverki lokið í bili. Fiskiskipin Hákon EA og Polar Amaroq komu inn til Akureyrar í morgun en þau munu síðan halda áfram leitinni ásamt Árna Friðrikssyni. Fylgjast má með leitinni á rauntíma á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. „Við förum út aftur um leið og þetta gengur yfir. Mér sýnist veðurspáin vera þannig að það geti orðið upp úr hádegi á morgun,“ sagði Birkir. „Við förum næst vestur fyrir Kolbeinseyjarhrygg og höldum síðan vestur með landgrunnskantinum, til Vestfjarða. Ætli við klárum þetta alveg niður í Víkurál.“ Akureyri Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Skipin fimm, sem hófu loðnuleitina í síðustu viku, eru nú ýmist öll komin í land eða rétt ókomin. Einnig var fjallað um leitina í fréttum Stöðvar 2. „Það er ekki vinnuveður eins og er. Við erum í 24-25 metrum á sekúndu á leið í land,“ sagði Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri, um borð í Árna Friðrikssyni nú fyrir hádegi en hafrannsóknaskipið var þá statt úti fyrir mynni Eyjafjarðar. „Við bíðum af okkur þennan hvell. Förum inn á Akureyri og þar þurfum við að láta kíkja á hliðarskrúfu í leiðinni,“ sagði Birkir. -En hvað hafa þeir séð af loðnu til þessa? „Í stuttu máli mjög lítið. Þetta hefur verið hrafl eða smátorfur á stangli en við höfum ekki séð neitt verulegt magn. Það segir okkur að loðna er ekki gengin austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg.“ Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Veiðiskipin Ásgrímur Halldórsson SF og Bjarni Ólafsson AK sneru til hafna á Hornafirði og Norðfirði um helgina eftir að hafa lokið yfirferð um Austfjarðamið og er þeirra hlutverki lokið í bili. Fiskiskipin Hákon EA og Polar Amaroq komu inn til Akureyrar í morgun en þau munu síðan halda áfram leitinni ásamt Árna Friðrikssyni. Fylgjast má með leitinni á rauntíma á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. „Við förum út aftur um leið og þetta gengur yfir. Mér sýnist veðurspáin vera þannig að það geti orðið upp úr hádegi á morgun,“ sagði Birkir. „Við förum næst vestur fyrir Kolbeinseyjarhrygg og höldum síðan vestur með landgrunnskantinum, til Vestfjarða. Ætli við klárum þetta alveg niður í Víkurál.“
Akureyri Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15
Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00