Sigurjón með mynd um Bitcoin-málið í bígerð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. febrúar 2020 09:30 Sindri Stefánsson flúði land vegna málsins en sneri að lokum aftur eftir að hafa verið handtekinn í Amsterdam. Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood, undirbýr nú gerð heimildarmyndar um Bitcoin-málið svokallaða sem vakti heimsathygli árið 2018. Búist er við að tökur hefjist í apríl, meðal annars á Íslandi.Í frétt Screen Daily um málið segir að heimildarmyndin muni aðallega snúast um Sindra Stefánsson og tvö aðra ónafngreinda Íslendinga sem sakfelldir voru fyrir aðild sína að stórfelldum þjófnaði á tölvubúnaði. Alls voru sjö sakfelldir fyrir aðild sína að málinu. Sindra hlaut þyngsta dóminn, fjögurra og hálfs árs fangelsi. Bitcoin-málið vakti heimsathygli og vakti strok Sinda ekki síst mikla athygli. Ítarlega var fjallað um málið í fjölmiðlum hér á landi, sem og erlendis. Varðaði það stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði úr þremur gagnaverum, tveimur í Reykjanesbæ og einu í Borgarnesi í desember 2017 og janúar 2018. Tölvurnar voru notaðar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin og hefur búnaðurinn enn ekki fundist. Þremenningarnir sagðir eiga að endurleika lykilatriði Í frétt Screen Daily segir að markmiðið sé að fá þremenninganna til þess að endurleika lykilatriði í atburðarrásinni. Palomar Pictures, framleiðslufyrirtæki Sigurjóns framleiðir myndina ásamt Stöð 2, að því er fram kemur á Screen Daily. Reiknað er með að tökur hefjist í apríl og eiga þær að fara fram á Íslandi, á Spáni og í Bandaríkjunum. Sem fyrr segir vakti málið mikla athygli og hafa vinsæl bandarísk tímarit á borð við GQ og Vanity Fair birt ítarlegar greinar þar sem farið var yfir málið frá A-Ö. Í viðtali vegna umfjöllunar Vanity Fair, sem kom út í nóvember síðastliðinn, kom meðal annars að maðurinn sem skipulagði þjófnaðinn sé alþjóðlegur huldumaður. Þá var þeim möguleika velt upp að tölvubúnaðurinn væri enn í gangi, að grafa upp Bitcoin, fyrir hinn alþjóðlega höfuðpaur. „Kannski hafa tölvurnar verið í gangi allan tímann,“ sagði Sindri í viðtali við Vanity Fair. „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki.“Vísir er í eigu Sýnar hf sem einnig á Stöð 2. Bíó og sjónvarp Hollywood Rafmyntir Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir GQ fjallar ítarlega um Bitcoin-málið: „Ég vildi bara gefa þeim fingurinn“ Ítarlega umfjöllun um Bitcoin-málið svokallaða, einn stærsta þjófnað Íslandssögunnar, má finna í apríl-tölublaði bresku útgáfu tísku- og lífstíls tímaritsins GQ. Þar er meðal annars rætt við Sindra Þór Stefánsson, sem flúði fangelsi til Svíþjóðar er málið var til rannsóknar lögreglu. 2. apríl 2019 14:30 Sindri um týndu Bitcoin-tölvurnar: „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki“ Maðurinn sem skipulagði þjófnað á tölvubúnaði sem stolið var í Bitcoin-málinu er sagður vera alþjóðlegur, dularfullur og hættulegur í umfjöllun Vanity Fair um málið. Rætt er við Sindra Þór Stefánsson, einn af þeim sem dæmdur var í fangelsi vegna málsins, sem segist kannski vita og kannski ekki vita hvað orðið hafi um búnaðinn ófundna sem stolið var. 4. nóvember 2019 13:02 Sindri Þór dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Dómur féll í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 17. janúar 2019 14:30 Sindri og Matthías áfrýja Sindri Þór og Matthías Jón, sem hlutu þyngstu dómana í Bitcoin-málinu, áfrýja dómnum til Landsréttar. 27. janúar 2019 19:14 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood, undirbýr nú gerð heimildarmyndar um Bitcoin-málið svokallaða sem vakti heimsathygli árið 2018. Búist er við að tökur hefjist í apríl, meðal annars á Íslandi.Í frétt Screen Daily um málið segir að heimildarmyndin muni aðallega snúast um Sindra Stefánsson og tvö aðra ónafngreinda Íslendinga sem sakfelldir voru fyrir aðild sína að stórfelldum þjófnaði á tölvubúnaði. Alls voru sjö sakfelldir fyrir aðild sína að málinu. Sindra hlaut þyngsta dóminn, fjögurra og hálfs árs fangelsi. Bitcoin-málið vakti heimsathygli og vakti strok Sinda ekki síst mikla athygli. Ítarlega var fjallað um málið í fjölmiðlum hér á landi, sem og erlendis. Varðaði það stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði úr þremur gagnaverum, tveimur í Reykjanesbæ og einu í Borgarnesi í desember 2017 og janúar 2018. Tölvurnar voru notaðar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin og hefur búnaðurinn enn ekki fundist. Þremenningarnir sagðir eiga að endurleika lykilatriði Í frétt Screen Daily segir að markmiðið sé að fá þremenninganna til þess að endurleika lykilatriði í atburðarrásinni. Palomar Pictures, framleiðslufyrirtæki Sigurjóns framleiðir myndina ásamt Stöð 2, að því er fram kemur á Screen Daily. Reiknað er með að tökur hefjist í apríl og eiga þær að fara fram á Íslandi, á Spáni og í Bandaríkjunum. Sem fyrr segir vakti málið mikla athygli og hafa vinsæl bandarísk tímarit á borð við GQ og Vanity Fair birt ítarlegar greinar þar sem farið var yfir málið frá A-Ö. Í viðtali vegna umfjöllunar Vanity Fair, sem kom út í nóvember síðastliðinn, kom meðal annars að maðurinn sem skipulagði þjófnaðinn sé alþjóðlegur huldumaður. Þá var þeim möguleika velt upp að tölvubúnaðurinn væri enn í gangi, að grafa upp Bitcoin, fyrir hinn alþjóðlega höfuðpaur. „Kannski hafa tölvurnar verið í gangi allan tímann,“ sagði Sindri í viðtali við Vanity Fair. „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki.“Vísir er í eigu Sýnar hf sem einnig á Stöð 2.
Bíó og sjónvarp Hollywood Rafmyntir Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir GQ fjallar ítarlega um Bitcoin-málið: „Ég vildi bara gefa þeim fingurinn“ Ítarlega umfjöllun um Bitcoin-málið svokallaða, einn stærsta þjófnað Íslandssögunnar, má finna í apríl-tölublaði bresku útgáfu tísku- og lífstíls tímaritsins GQ. Þar er meðal annars rætt við Sindra Þór Stefánsson, sem flúði fangelsi til Svíþjóðar er málið var til rannsóknar lögreglu. 2. apríl 2019 14:30 Sindri um týndu Bitcoin-tölvurnar: „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki“ Maðurinn sem skipulagði þjófnað á tölvubúnaði sem stolið var í Bitcoin-málinu er sagður vera alþjóðlegur, dularfullur og hættulegur í umfjöllun Vanity Fair um málið. Rætt er við Sindra Þór Stefánsson, einn af þeim sem dæmdur var í fangelsi vegna málsins, sem segist kannski vita og kannski ekki vita hvað orðið hafi um búnaðinn ófundna sem stolið var. 4. nóvember 2019 13:02 Sindri Þór dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Dómur féll í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 17. janúar 2019 14:30 Sindri og Matthías áfrýja Sindri Þór og Matthías Jón, sem hlutu þyngstu dómana í Bitcoin-málinu, áfrýja dómnum til Landsréttar. 27. janúar 2019 19:14 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
GQ fjallar ítarlega um Bitcoin-málið: „Ég vildi bara gefa þeim fingurinn“ Ítarlega umfjöllun um Bitcoin-málið svokallaða, einn stærsta þjófnað Íslandssögunnar, má finna í apríl-tölublaði bresku útgáfu tísku- og lífstíls tímaritsins GQ. Þar er meðal annars rætt við Sindra Þór Stefánsson, sem flúði fangelsi til Svíþjóðar er málið var til rannsóknar lögreglu. 2. apríl 2019 14:30
Sindri um týndu Bitcoin-tölvurnar: „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki“ Maðurinn sem skipulagði þjófnað á tölvubúnaði sem stolið var í Bitcoin-málinu er sagður vera alþjóðlegur, dularfullur og hættulegur í umfjöllun Vanity Fair um málið. Rætt er við Sindra Þór Stefánsson, einn af þeim sem dæmdur var í fangelsi vegna málsins, sem segist kannski vita og kannski ekki vita hvað orðið hafi um búnaðinn ófundna sem stolið var. 4. nóvember 2019 13:02
Sindri Þór dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Dómur féll í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 17. janúar 2019 14:30
Sindri og Matthías áfrýja Sindri Þór og Matthías Jón, sem hlutu þyngstu dómana í Bitcoin-málinu, áfrýja dómnum til Landsréttar. 27. janúar 2019 19:14
Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38