Blátindur sekkur Helgi Máni Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2020 15:00 Í óveðrinu 14. febrúar gerðist það meðal annars að í Vestmannaeyjum flaut hinn sögufrægi vélbátur Blátindur upp, slitnaði frá bryggju og sökk í höfninni. Þegar þetta er skrifað hafa ekki borist fregnir af til hvaða ráða Vestmannaeyjabær ætlar að grípa varðandi bátinn. Ljóst er að hann hefur orðið fyrir miklu tjóni en hægt væri að bæta það og vonandi verður það gert. Vestmannaeyjar hafa verið ein stærsta verstöð landsins um aldir enda er þaðan skammt í gjöful fiskimið. Þar á ofan eru Eyjar einstaklega fallegar og eitt af því sem prýddi bæinn var Blátindur, sem smiðaður var í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1947, 45 rúmlestir að stærð, sléttsúðaður eikarbátur. Þegar Blátindi var hleypt af stokkunum var hann meðal stærstu og glæsilegustu fiskiskipa í Vestmannaeyjum. Hann var gerður út frá Eyjum til ársins 1959 og síðan frá ýmsum verstöðvum vestan og norðan lands. Þá var Blátindur notaður sem varðskip í Faxaflóa um skeið og var þá búinn fallbyssu. Árið 1993 lá Blátindur í reiðileysi við bryggju norður í landi og fékkst þá dreginn til Eyja af Landhelgisgæslunni. Þar var hann settur í slipp og ekkert hugsað um hann í nokkur ár. Árið 1998 fóru fram umræður um bátinn og vildu sumir farga honum. Það sem mælti gegn því var að þetta væri eini vélbáturinn smíðaður í Eyjum á fyrri hluta aldarinnar sem eftir væri og í óbreyttu ástandi, jafnvel með sama stýrishúsinu. Auk þess hefði báturinn smíðalag sem einkennandi var fyrir vertíðarbáta smíðaða í Eyjum. Í september 2001 var stofnað „Áhugamannafélag um endurbyggingu vélbátsins Blátinds VE 21“ og ákveðið að hraða framkvæmdum svo báturinn yrði afhentur Menningarmálanefnd Vestmannaeyja fullbúinn næsta Sjómannadag til varðveislu og sýningar. Það gekk eftir og var sérlega myndarlega staðið að endurbyggingu bátsins. Vorið 2018 var Blátindi komið fyrir hjá Skansinum og átti það að vera endanlegur staður fyrir hann. Hann naut sín þar vissulega vel í fallegu umhverfi. Næsta skref átti að vera að koma bátnum í sýningarhæft ástand en nú hefur orðið óvænt og veruleg röskun á þeirri áætlun. Blátindur VE 21 á Sjómannadaginn 2001, þegar hann var afhentur menningarmálanefnd Vestmannaeyja.heimaslod.is Hvert sem framhaldið verður ber að hafa í huga að Blátindur er friðaður á grundvelli aldurs, skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012, og heyrir undir Minjastofnun Íslands. Einnig að það er ábyrgðarhluti ef Blátindi verður ekki lyft úr sjó eins fljótt og við verður komið. Eigendum hans ber skylda til þess. Í tengslum við þetta má geta þess að fjallað er um Blátind á ítarlegan hátt í Fornbátaskrá 2019 sem nýkomin er út og nálgast má á netinu, batasmidi.is/files, rúmlega 800 blaðsíður að lengd, prýdd fjölda mynda. Fjallað er um einstaka báta, uppruna þeirra og gerð, notkun og eigendur, ástand og sögulegt gildi. Áhugavert er meðal annars hve einkenni og saga báta eru ólík eftir héruðum og landsvæðum. Tilgangurinn með skránni var að safna og varðveita upplýsingar um þessa merku farkosti, sem voru undirstaða velferðar á Íslandi á 19. og 20. öld. Staða bátavarðveislu er í ólestri hérlendis að mati þeirra sem til þekkja. Til að mynda hefur enginn aðili það hlutverk að hafa eftirlit með varðveislu fornbáta. Og fjárframlög ríkisins til bátavarðveislu eru nær engin. En áhugi almennings á fornbátum hefur stóraukist undanfarin ár og vonandi verður það til þess að bætt verði úr stöðu mála. Höfundur er formaður Sambands íslenskra sjóminjasafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fornminjar Sjávarútvegur Söfn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vélbáturinn Blátindur sökk við bryggju í Vestmannaeyjum Fyrst losnaði báturinn frá bryggju og flaut út á höfnina. Að endingu tókst þó að draga hann aftur að bryggju og sökk hann þar. Göt voru gerð á bátinn til að koma í veg fyrir að hann losnaði frá bryggju. Það virðist þó ekki hafa dugað til. 14. febrúar 2020 10:48 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í óveðrinu 14. febrúar gerðist það meðal annars að í Vestmannaeyjum flaut hinn sögufrægi vélbátur Blátindur upp, slitnaði frá bryggju og sökk í höfninni. Þegar þetta er skrifað hafa ekki borist fregnir af til hvaða ráða Vestmannaeyjabær ætlar að grípa varðandi bátinn. Ljóst er að hann hefur orðið fyrir miklu tjóni en hægt væri að bæta það og vonandi verður það gert. Vestmannaeyjar hafa verið ein stærsta verstöð landsins um aldir enda er þaðan skammt í gjöful fiskimið. Þar á ofan eru Eyjar einstaklega fallegar og eitt af því sem prýddi bæinn var Blátindur, sem smiðaður var í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1947, 45 rúmlestir að stærð, sléttsúðaður eikarbátur. Þegar Blátindi var hleypt af stokkunum var hann meðal stærstu og glæsilegustu fiskiskipa í Vestmannaeyjum. Hann var gerður út frá Eyjum til ársins 1959 og síðan frá ýmsum verstöðvum vestan og norðan lands. Þá var Blátindur notaður sem varðskip í Faxaflóa um skeið og var þá búinn fallbyssu. Árið 1993 lá Blátindur í reiðileysi við bryggju norður í landi og fékkst þá dreginn til Eyja af Landhelgisgæslunni. Þar var hann settur í slipp og ekkert hugsað um hann í nokkur ár. Árið 1998 fóru fram umræður um bátinn og vildu sumir farga honum. Það sem mælti gegn því var að þetta væri eini vélbáturinn smíðaður í Eyjum á fyrri hluta aldarinnar sem eftir væri og í óbreyttu ástandi, jafnvel með sama stýrishúsinu. Auk þess hefði báturinn smíðalag sem einkennandi var fyrir vertíðarbáta smíðaða í Eyjum. Í september 2001 var stofnað „Áhugamannafélag um endurbyggingu vélbátsins Blátinds VE 21“ og ákveðið að hraða framkvæmdum svo báturinn yrði afhentur Menningarmálanefnd Vestmannaeyja fullbúinn næsta Sjómannadag til varðveislu og sýningar. Það gekk eftir og var sérlega myndarlega staðið að endurbyggingu bátsins. Vorið 2018 var Blátindi komið fyrir hjá Skansinum og átti það að vera endanlegur staður fyrir hann. Hann naut sín þar vissulega vel í fallegu umhverfi. Næsta skref átti að vera að koma bátnum í sýningarhæft ástand en nú hefur orðið óvænt og veruleg röskun á þeirri áætlun. Blátindur VE 21 á Sjómannadaginn 2001, þegar hann var afhentur menningarmálanefnd Vestmannaeyja.heimaslod.is Hvert sem framhaldið verður ber að hafa í huga að Blátindur er friðaður á grundvelli aldurs, skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012, og heyrir undir Minjastofnun Íslands. Einnig að það er ábyrgðarhluti ef Blátindi verður ekki lyft úr sjó eins fljótt og við verður komið. Eigendum hans ber skylda til þess. Í tengslum við þetta má geta þess að fjallað er um Blátind á ítarlegan hátt í Fornbátaskrá 2019 sem nýkomin er út og nálgast má á netinu, batasmidi.is/files, rúmlega 800 blaðsíður að lengd, prýdd fjölda mynda. Fjallað er um einstaka báta, uppruna þeirra og gerð, notkun og eigendur, ástand og sögulegt gildi. Áhugavert er meðal annars hve einkenni og saga báta eru ólík eftir héruðum og landsvæðum. Tilgangurinn með skránni var að safna og varðveita upplýsingar um þessa merku farkosti, sem voru undirstaða velferðar á Íslandi á 19. og 20. öld. Staða bátavarðveislu er í ólestri hérlendis að mati þeirra sem til þekkja. Til að mynda hefur enginn aðili það hlutverk að hafa eftirlit með varðveislu fornbáta. Og fjárframlög ríkisins til bátavarðveislu eru nær engin. En áhugi almennings á fornbátum hefur stóraukist undanfarin ár og vonandi verður það til þess að bætt verði úr stöðu mála. Höfundur er formaður Sambands íslenskra sjóminjasafna.
Vélbáturinn Blátindur sökk við bryggju í Vestmannaeyjum Fyrst losnaði báturinn frá bryggju og flaut út á höfnina. Að endingu tókst þó að draga hann aftur að bryggju og sökk hann þar. Göt voru gerð á bátinn til að koma í veg fyrir að hann losnaði frá bryggju. Það virðist þó ekki hafa dugað til. 14. febrúar 2020 10:48
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun