170 tonn af blóði Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. febrúar 2020 08:30 Á Íslandi er stunduð starfssemi, sem undirritaður vill kalla „óiðju“, en hún snýst um það, að 95 bændur halda 5.000 hryssur, svokallaðar blóðmerar, sem blóði er tappað af í slíkum mæli, að saman koma árlega um 170.000 lítrar, 170 tonn. Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og baráttumaður fyrir dýravelferð, vakti athygli á þessari óiðju, og á hann þakkir skyldar fyrir. Við í Jarðarvinum höfum skoðað þetta mál og fengið heimildir og upplýsingar frá Albert Schweitzer Stiftung í Berlín, Þýzka dýraverndunarsambandinu og Süddeutsche Zeitung, einu virtasta dagblaði Þýzkalands, auk umfangsmikilla upplýsinga, sem Matvælastofnun, MAST, lét okkur í té. Þetta blóðmerahald fer einkum fram í Argentínu og Úrugvæ, en þar er dýravernd á lágu stigi. Í flestum ríkjum Evrópu fyrirbyggja reglur og lög um dýravernd þessa blóðmeraiðju. Því miður er Ísland hér ógleðileg undantekning; hér fer þessi starfsemi fram - og það í þessu ótrúlega umfangi - og hefur gert svo í 30-40 ár, þó að hér gildi lög, í síðasta lagi frá 2013, sem hefðu átt að stöðva þessa óiðju. Blóðmerastarfsemin fer þannig fram hér, að bændur halda um 50-60 hryssur hver, allt hálfvillt útigangshross, sem gerðar eru fylfullar í byrjun sumars, svo hefst blóðtaka af dýrunum, með því að opnuð er æð á hálsinum, í lok júli. Blóði er síðan tappað af hryssunum vikulega, 5 lítrum í senn, 7-8 sinnum, fram í byrjun október. Er þá búið að tappa jafnmiklu blóði af hverri hryssu og nemur heildarblóðmagni dýrsins. Hægt er að finna myndbönd um þessa starfsemi í Suður- Ameríku á Google, ef t.a.m „Blutfarmen“ eða „Blutstuten“ er slegið inn. Aðfarirnar - ofbeldi og ruddaskapur við dýrin - eru oft á slíku stigi, að manni verður illt af áhorfi, enda eru þetta oftast hálfvillt eða villt dýr, sem eru stygg, fælin og hrædd í eðli sínu. Í grundvallar atriðum fer blóðtaka hér og í Suður-Ameríku eins fram, þó að vonandi sé, að meðferð dýranna hér sé nokkru mannúðlegri. Fyrst þarf að koma hryssunum í svokallaða blóðtökubása. Streitast dýrin auðvitað á móti, og er þá beitt raflosti, prikum og stundum járnstöngum, að ótöldum höggum og spörkum, til að koma hryssunum í bás, eins og myndböndin frá Suður-Ameríku sýna. Næst þarf að tryggja, að dýrið sé grafkyrrt, svo að hægt sé að opna hálsæð og tappa blóði af. Sum dýrin reyna að slá frá sér með afturfótunum. Er þá (í Suður-Ameríku, sennilega líka hér), járnslá skotið þvert fyrir dýrið aftanvert, til að festa það. Sum dýr reyna samt að slá, og geta þá meitt sig illilega á slánni. Sumar hryssur reyna að prjóna upp úr básnum. Er þá slá skotið þétt yfir baki eða dýrið reyrt niður með reipum. Líka hér. Sum dýr reyna að forða sér með því að leggjast niður. Er þá prikum eða stöngum beitt, jafnvel á kynfæri dýranna, til að knýja þau á fætur. Hér er aftur vísað til myndbanda frá Suður-Ameríku. Loks þarf að reyra höfuð dýrsins svo rækilega, að það geti ekki hreyft það. Þarf ekki að fjölyrða um, hvílikt andlegt og líkamlegt ofbeldi þetta allt er gagnvart dýrunum. Hér á Íslandi er húð hryssa staðdeyfð fyrir blóðtöku. Það munu vera eiðsvarðir dýralæknar, sem framkvæma aðgerðina. Við eigum erfitt með að átta okkur á sjálfsvirðingu, starfsvirðingu og virðingu þessara dýralækna fyrir dýrunum! Og til hvers er svo öll þessi gengdarlausa blótaka af lifandi dýrum? Hryssurnar framleiða hormónið PMSG (Pregnant Mare‘s Serum Gonadotropin), sem fer að mælast 35-40 dögum eftir að merin var gerð fylfull. Er fylgst með styrk hormóns með því að taka blóð úr flipa hryssunnar - væntanlega aftur og aftur, jafn óþægilegt og það kann að vera fyrir dýrið - og, þegar hormónið er orðið nógu sterkt, hefst vikuleg blóðtaka. Fer hún yfirleitt fram frá 50. degi meðgöngu til 100. dags. Merar ganga með folaldið í 330-340 daga, og fer því bóðtakan aðeins fram fyrsta þriðjung meðgöngu, en eftir það minnkar styrkur hormóns, þannig, að blóðtaka borgar sig ekki lengur. Fullyrt er, að í Suður-Ameríku séu oft framkvæmdar fóstureyðingar hjá hryssunum eftir 100 daga, oft með heiftarlegu ofbeldi, þar sem fósturhimnan eða fylgjan er rifin með handafli, til þess að hægt sé að gera hryssuna aftur fylfulla. MAST staðhæfir, að blóðmerabændur hér framkvæmi ekki fóstureyðingu til að auka meðgöngutíðni og blóðframleiðslu. Fylgifiskur blóðmerahaldsins er „offramleiðsla“ á folöldum, sem fara þá í sláturhús að hausti. Er þar kannske komin skýringin á miklu framboði af folaldahakki á haustin. PMSG hormónið er svo notað í frjósemislyf fyrir fjöldadýrahald og fjöldaframleiðslu kjöts. Er það einkum gefið gyltum svína, til að gera þær frjósamari; náttúrulegur tíðarhringur gyltu er rofinn og þannig hægt að sæða hana aftur og aftur, með minnstu mögulegu millibili, sem tryggir tíðari meðgöngu gylta og fleiri grísi; stuðlar frjósemislyfið þannig að stóraukinni kjötframleiðslu og auknum hagnaði þess iðnaðar. Fyrir gylturnar þýðir þetta, hins vegar, stóraukið andlegt og líkamlegt álag; þær fá ekki náttúrulega vernd eða náttúrulegan hvíldartíma milli meðgangna. Tvær stofnanir veita nauðsynleg leyfi fyrir þessari blóðmeraóiðju og tengdri starfsemi; MAST og Lyfjastofnun. MAST fullyrti fyrst, í upplýsingum til okkar, að þessar leyfisveitingar byggðust á 20. grein laga nr. 55/2013. Í millitíðinni fengum við frá MAST kópíu af leyfinu, sem blóðtökustarfsemin byggist á, og er þá vitnað í reglugerð nr. 279/2002, en gallinn er bara sá, að þessi reglugerð nær aðeins til „dýratilrauna“; engan veginn til fjöldframleiðslu á blóði. Í augum okkar Jarðarvina, er þessi leyfisveiting MAST því út í hött. Áður en MAST gaf út leyfið fyrir þessari óiðju, leitaði stofnunin umsagnar Fagráðs um dýravelferð, sem á að hafa það megin hlutverk, að tryggja velferð dýra. Jafn ótrúlegt og það er, gaf Fagráðið grænt ljós á óiðjuna. Munum við taka það mál – ætluð svik Fagráðsins við tilgang og skyldur þess - fyrir sérstaklega. Í markmiði laga nr. 55/2013 segir: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma“. Ljóst er, að þessi lagaákvæði eru marg brotin með blóðmeraóiðjunni. Hér þarf að draga strik og láta þá, sem óiðjuna hafa leyft og stutt, sæta ábyrgð. Höfundur er formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Blóðmerahald Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er stunduð starfssemi, sem undirritaður vill kalla „óiðju“, en hún snýst um það, að 95 bændur halda 5.000 hryssur, svokallaðar blóðmerar, sem blóði er tappað af í slíkum mæli, að saman koma árlega um 170.000 lítrar, 170 tonn. Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og baráttumaður fyrir dýravelferð, vakti athygli á þessari óiðju, og á hann þakkir skyldar fyrir. Við í Jarðarvinum höfum skoðað þetta mál og fengið heimildir og upplýsingar frá Albert Schweitzer Stiftung í Berlín, Þýzka dýraverndunarsambandinu og Süddeutsche Zeitung, einu virtasta dagblaði Þýzkalands, auk umfangsmikilla upplýsinga, sem Matvælastofnun, MAST, lét okkur í té. Þetta blóðmerahald fer einkum fram í Argentínu og Úrugvæ, en þar er dýravernd á lágu stigi. Í flestum ríkjum Evrópu fyrirbyggja reglur og lög um dýravernd þessa blóðmeraiðju. Því miður er Ísland hér ógleðileg undantekning; hér fer þessi starfsemi fram - og það í þessu ótrúlega umfangi - og hefur gert svo í 30-40 ár, þó að hér gildi lög, í síðasta lagi frá 2013, sem hefðu átt að stöðva þessa óiðju. Blóðmerastarfsemin fer þannig fram hér, að bændur halda um 50-60 hryssur hver, allt hálfvillt útigangshross, sem gerðar eru fylfullar í byrjun sumars, svo hefst blóðtaka af dýrunum, með því að opnuð er æð á hálsinum, í lok júli. Blóði er síðan tappað af hryssunum vikulega, 5 lítrum í senn, 7-8 sinnum, fram í byrjun október. Er þá búið að tappa jafnmiklu blóði af hverri hryssu og nemur heildarblóðmagni dýrsins. Hægt er að finna myndbönd um þessa starfsemi í Suður- Ameríku á Google, ef t.a.m „Blutfarmen“ eða „Blutstuten“ er slegið inn. Aðfarirnar - ofbeldi og ruddaskapur við dýrin - eru oft á slíku stigi, að manni verður illt af áhorfi, enda eru þetta oftast hálfvillt eða villt dýr, sem eru stygg, fælin og hrædd í eðli sínu. Í grundvallar atriðum fer blóðtaka hér og í Suður-Ameríku eins fram, þó að vonandi sé, að meðferð dýranna hér sé nokkru mannúðlegri. Fyrst þarf að koma hryssunum í svokallaða blóðtökubása. Streitast dýrin auðvitað á móti, og er þá beitt raflosti, prikum og stundum járnstöngum, að ótöldum höggum og spörkum, til að koma hryssunum í bás, eins og myndböndin frá Suður-Ameríku sýna. Næst þarf að tryggja, að dýrið sé grafkyrrt, svo að hægt sé að opna hálsæð og tappa blóði af. Sum dýrin reyna að slá frá sér með afturfótunum. Er þá (í Suður-Ameríku, sennilega líka hér), járnslá skotið þvert fyrir dýrið aftanvert, til að festa það. Sum dýr reyna samt að slá, og geta þá meitt sig illilega á slánni. Sumar hryssur reyna að prjóna upp úr básnum. Er þá slá skotið þétt yfir baki eða dýrið reyrt niður með reipum. Líka hér. Sum dýr reyna að forða sér með því að leggjast niður. Er þá prikum eða stöngum beitt, jafnvel á kynfæri dýranna, til að knýja þau á fætur. Hér er aftur vísað til myndbanda frá Suður-Ameríku. Loks þarf að reyra höfuð dýrsins svo rækilega, að það geti ekki hreyft það. Þarf ekki að fjölyrða um, hvílikt andlegt og líkamlegt ofbeldi þetta allt er gagnvart dýrunum. Hér á Íslandi er húð hryssa staðdeyfð fyrir blóðtöku. Það munu vera eiðsvarðir dýralæknar, sem framkvæma aðgerðina. Við eigum erfitt með að átta okkur á sjálfsvirðingu, starfsvirðingu og virðingu þessara dýralækna fyrir dýrunum! Og til hvers er svo öll þessi gengdarlausa blótaka af lifandi dýrum? Hryssurnar framleiða hormónið PMSG (Pregnant Mare‘s Serum Gonadotropin), sem fer að mælast 35-40 dögum eftir að merin var gerð fylfull. Er fylgst með styrk hormóns með því að taka blóð úr flipa hryssunnar - væntanlega aftur og aftur, jafn óþægilegt og það kann að vera fyrir dýrið - og, þegar hormónið er orðið nógu sterkt, hefst vikuleg blóðtaka. Fer hún yfirleitt fram frá 50. degi meðgöngu til 100. dags. Merar ganga með folaldið í 330-340 daga, og fer því bóðtakan aðeins fram fyrsta þriðjung meðgöngu, en eftir það minnkar styrkur hormóns, þannig, að blóðtaka borgar sig ekki lengur. Fullyrt er, að í Suður-Ameríku séu oft framkvæmdar fóstureyðingar hjá hryssunum eftir 100 daga, oft með heiftarlegu ofbeldi, þar sem fósturhimnan eða fylgjan er rifin með handafli, til þess að hægt sé að gera hryssuna aftur fylfulla. MAST staðhæfir, að blóðmerabændur hér framkvæmi ekki fóstureyðingu til að auka meðgöngutíðni og blóðframleiðslu. Fylgifiskur blóðmerahaldsins er „offramleiðsla“ á folöldum, sem fara þá í sláturhús að hausti. Er þar kannske komin skýringin á miklu framboði af folaldahakki á haustin. PMSG hormónið er svo notað í frjósemislyf fyrir fjöldadýrahald og fjöldaframleiðslu kjöts. Er það einkum gefið gyltum svína, til að gera þær frjósamari; náttúrulegur tíðarhringur gyltu er rofinn og þannig hægt að sæða hana aftur og aftur, með minnstu mögulegu millibili, sem tryggir tíðari meðgöngu gylta og fleiri grísi; stuðlar frjósemislyfið þannig að stóraukinni kjötframleiðslu og auknum hagnaði þess iðnaðar. Fyrir gylturnar þýðir þetta, hins vegar, stóraukið andlegt og líkamlegt álag; þær fá ekki náttúrulega vernd eða náttúrulegan hvíldartíma milli meðgangna. Tvær stofnanir veita nauðsynleg leyfi fyrir þessari blóðmeraóiðju og tengdri starfsemi; MAST og Lyfjastofnun. MAST fullyrti fyrst, í upplýsingum til okkar, að þessar leyfisveitingar byggðust á 20. grein laga nr. 55/2013. Í millitíðinni fengum við frá MAST kópíu af leyfinu, sem blóðtökustarfsemin byggist á, og er þá vitnað í reglugerð nr. 279/2002, en gallinn er bara sá, að þessi reglugerð nær aðeins til „dýratilrauna“; engan veginn til fjöldframleiðslu á blóði. Í augum okkar Jarðarvina, er þessi leyfisveiting MAST því út í hött. Áður en MAST gaf út leyfið fyrir þessari óiðju, leitaði stofnunin umsagnar Fagráðs um dýravelferð, sem á að hafa það megin hlutverk, að tryggja velferð dýra. Jafn ótrúlegt og það er, gaf Fagráðið grænt ljós á óiðjuna. Munum við taka það mál – ætluð svik Fagráðsins við tilgang og skyldur þess - fyrir sérstaklega. Í markmiði laga nr. 55/2013 segir: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma“. Ljóst er, að þessi lagaákvæði eru marg brotin með blóðmeraóiðjunni. Hér þarf að draga strik og láta þá, sem óiðjuna hafa leyft og stutt, sæta ábyrgð. Höfundur er formaður Jarðarvina.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun