Fjárskortur hamlar stuðningi við fyrrverandi barnahermenn Heimsljós kynnir 12. febrúar 2020 13:45 Unicef Í dag, á alþjóðlegum degi gegn því að nota börn í hernaði, gefur Barnahjálp Sameinuðu (UNICEF) þjóðanna út viðvörun um fjárskortur hamli mikilvægri starfsemi stofnunarinnar í Suður-Súdan, verkefni sem snýr að stuðningi við börn eftir að þau hafa verið leyst undan þrældómi hermennsku. Alþjóðadagurinn gegn því að nota börn í hernaði nefnist „Red Hand Day“ (Dagur rauðu handarinnar) en áreiðanlegar tölur eru ekki til um fjölda barna sem taka þátt í vopnuðum átökum. Þó er talið að þau séu líkast til rúmlega 100 þúsund og berjist á að minnsta kosti átján átakasvæðum. UNICEF í Suður-Súdan er með 900 börn á skrá sem verða leyst undan hermennsku innan tíðar, eins og segir í frétt samtakanna í tilefni dagsins. „UNICEF skortir hins vegar fjármagn til að mæta þeim og aðstoða við að aðlagast lífinu utan átakasvæða,“ segir í fréttinni. Um er að ræða þriggja ára björgunar– og endurkomudagskrá sem kostar um 250 þúsund krónur á hvert barn. Í henni felst félags- og sálfræðistuðningur, vinna með félagsráðgjafa, vinna við að hafa uppi á fjölskyldu barnanna og eftir atvikum sameina fjölskylduna, auka menntunar og annarrar nauðsynlegrar aðstoðar og þjónustu til að hjálpa börnum að endurheimta líf sitt og lifa við eðlilegar aðstæður. „Orðið vonbrigði kemst ekki nærri því að ná utan um hvernig mér líður yfir þessari stöðu,“ segir Mohamed Ag Ayoya, fulltrúi UNICEF í Suður-Súdan. „Börn eru skráð, staðfest og tilbúin til að vera útskrifuð, UNICEF býr yfir þrautreyndu og árangursríku prógrammi en samt sem áður skortir okkur fjármagn til að halda áfram þessari gríðarmikilvægu vinnu. Ég er afar sár fyrir hönd þeirra barna sem eru reiðubúin að hefja nýtt líf og endurheimta barnæskuna sem þau voru svipt.“ Í frétt UNICEF segir að vonir standi til að hægt verði að mynda sameinaða ríkisstjórn í Suður-Súdan síðar í þessum mánuði og því fylgi viðvarandi friður. „UNICEF bindur því sömuleiðis vonir við að samhliða því verði fleiri börn leyst undan hermennsku í landinu sem þá munu þurfi nauðsynlega á stuðningi, aðstoð og þjónustu að halda.“ Frá árinu 2015 hefur UNICEF komið að því að bjarga 3.677 börnum úr hermennsku og unnið að því að koma þeim aftur inn í samfélagið eftir að þau höfðu verið notuð í átökum stríðandi fylkinga í Suður-Súdan. UNICEF í Suður-Súdan áætlar að þurfa 4,2 milljónir Bandaríkjadala á þessu ári, eða sem nemur rúmlega 500 milljónum íslenskra króna til að standa undir verkefninu. „Ég skora á alþjóðasamfélagið að stíga upp og hjálpa UNICEF að fjármagna björgunar- og endurkomuprógrammið fyrir barnahermenn og ekki síst til að viðhalda sáttmálum og alþjóðalögum sem reynir virkilega á um þessar mundir,“ segir Ayoya. Á myndinni er „James“ sem numinn var á brott sem barn og notaður í vopnuð átök. Eftir að hafa særst var hann skilinn eftir til að deyja. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fundu hann og komu honum á sjúkrahús. Með aðstoð UNICEF var hann sameinaður fjölskyldu sinni og samfélagi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent
Í dag, á alþjóðlegum degi gegn því að nota börn í hernaði, gefur Barnahjálp Sameinuðu (UNICEF) þjóðanna út viðvörun um fjárskortur hamli mikilvægri starfsemi stofnunarinnar í Suður-Súdan, verkefni sem snýr að stuðningi við börn eftir að þau hafa verið leyst undan þrældómi hermennsku. Alþjóðadagurinn gegn því að nota börn í hernaði nefnist „Red Hand Day“ (Dagur rauðu handarinnar) en áreiðanlegar tölur eru ekki til um fjölda barna sem taka þátt í vopnuðum átökum. Þó er talið að þau séu líkast til rúmlega 100 þúsund og berjist á að minnsta kosti átján átakasvæðum. UNICEF í Suður-Súdan er með 900 börn á skrá sem verða leyst undan hermennsku innan tíðar, eins og segir í frétt samtakanna í tilefni dagsins. „UNICEF skortir hins vegar fjármagn til að mæta þeim og aðstoða við að aðlagast lífinu utan átakasvæða,“ segir í fréttinni. Um er að ræða þriggja ára björgunar– og endurkomudagskrá sem kostar um 250 þúsund krónur á hvert barn. Í henni felst félags- og sálfræðistuðningur, vinna með félagsráðgjafa, vinna við að hafa uppi á fjölskyldu barnanna og eftir atvikum sameina fjölskylduna, auka menntunar og annarrar nauðsynlegrar aðstoðar og þjónustu til að hjálpa börnum að endurheimta líf sitt og lifa við eðlilegar aðstæður. „Orðið vonbrigði kemst ekki nærri því að ná utan um hvernig mér líður yfir þessari stöðu,“ segir Mohamed Ag Ayoya, fulltrúi UNICEF í Suður-Súdan. „Börn eru skráð, staðfest og tilbúin til að vera útskrifuð, UNICEF býr yfir þrautreyndu og árangursríku prógrammi en samt sem áður skortir okkur fjármagn til að halda áfram þessari gríðarmikilvægu vinnu. Ég er afar sár fyrir hönd þeirra barna sem eru reiðubúin að hefja nýtt líf og endurheimta barnæskuna sem þau voru svipt.“ Í frétt UNICEF segir að vonir standi til að hægt verði að mynda sameinaða ríkisstjórn í Suður-Súdan síðar í þessum mánuði og því fylgi viðvarandi friður. „UNICEF bindur því sömuleiðis vonir við að samhliða því verði fleiri börn leyst undan hermennsku í landinu sem þá munu þurfi nauðsynlega á stuðningi, aðstoð og þjónustu að halda.“ Frá árinu 2015 hefur UNICEF komið að því að bjarga 3.677 börnum úr hermennsku og unnið að því að koma þeim aftur inn í samfélagið eftir að þau höfðu verið notuð í átökum stríðandi fylkinga í Suður-Súdan. UNICEF í Suður-Súdan áætlar að þurfa 4,2 milljónir Bandaríkjadala á þessu ári, eða sem nemur rúmlega 500 milljónum íslenskra króna til að standa undir verkefninu. „Ég skora á alþjóðasamfélagið að stíga upp og hjálpa UNICEF að fjármagna björgunar- og endurkomuprógrammið fyrir barnahermenn og ekki síst til að viðhalda sáttmálum og alþjóðalögum sem reynir virkilega á um þessar mundir,“ segir Ayoya. Á myndinni er „James“ sem numinn var á brott sem barn og notaður í vopnuð átök. Eftir að hafa særst var hann skilinn eftir til að deyja. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fundu hann og komu honum á sjúkrahús. Með aðstoð UNICEF var hann sameinaður fjölskyldu sinni og samfélagi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent