Nútíma þrælahald Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar 24. febrúar 2020 13:00 Í september árið 2017 stóð núverandi forsætisráðherra, sem þá var óbreyttur þingmaður Vinstri Grænna, í pontu Alþingis og fór mikinn í fjárlagaumræðu fyrir árið 2018 þar sem hún gagnrýndi harðlega þáverandi fjármálaráðherra og forsætisráðherra fyrir að gera ekki meira fyrir aldraða og öryrkja og sagði hún orðrétt: „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu.“ Í dag, um tveimur og hálfu ári síðar er fátækasta fólkið enn að bíða eftir þessu réttlæti sem Katrín sagði að fólkið gæti ekki beðið eftir en í hún settist í stól forsætisráðherra innan við tveimur mánuðum eftir að hún lét þessi orð falla með miklum þunga. En í stefnuræðu sinni sem forsætisráðherra sagði hún orðrétt að fátækasta fólkið yrði samt enn að bíða um sinn eftir réttlætinu. En það eru ekki bara öryrkjar og aldraðir sem bíða eftir réttlæti því síðustu þrjá áratugi hefur verið sú stefna í gangi hjá stjórnvöldum, vinnuveitendum og verkalýðsfélögum að halda niðri launahækkunum á almennum vinnumarkaði þannig að nú er svo komið að þeir sem vinna á lægstu launum í landinu hafa ekki efni á húsnæði og nauðsynjum út mánuðinn. Nýir verkalýðsleiðtogar hafa leynt og ljóst sýnt fram á það með útreikningum og tölulegum gögnum frá því árið 2009 að á meðan þeir sem eru í hæðstu launaflokkunum hafa fengið margfaldar „leiðréttingar“ og kauphækkannir hafa þeir sem eru á lægstu launum nánast staðið í stað launalega séð með þeim afleiðingum að kaupmáttur þeirra hefur rýrnað vegna hækkanna á vörum, þjónustu og húsaleigu. Það er staðreynd. Við skulum aftur snúa okkur að lífeyrisþegunum því þeir eru látnir sæta algjörlega ómanneskjulegum skyldum, eru settir í hlekki þrælahalds fátæktar sem þeir eiga enga möguleika á að komast út úr, hversu svo mikið sem þeir vildu það. Mig langar því að biðja ykkur að staldra aðeins við og setja ykkur í spor einstaklings sem hefur orðið fyrir því að missa heilsuna á besta aldri og þurfa að lifa á örorkubótum í dag á almennum leigumarkaði. Að þurfa að leigja húsnæði og sjá fyrir öllum ykkar þörfum með um 250 þúsund krónur á mánuði útborgað. Er það réttlátt og sanngjarnt þegar stjórnvöld setja viðmið um lágmarks framfærslu að greiða síðan bætur sem eru langt undir þeim viðmiðum? Er það siðferðislega réttalætanlegt af stjórnvöldum að setja lög um lágmarkslaun sem eru langt undir þeim viðmiðum? Er það með einhverjum hætti siðferðilega réttlætanlegt að skattleggja upp í topp laun sem eru undir fátæktarmörkum eða viðmiðunarmörkum um lágmarks framfærslu? Er það réttlátt og sanngjarnt að öryrkjar og aldraðir séu látnir sæta skerðingum á greiðslum úr almannatryggingum vegna uppbóta og styrkja? Er það sanngjarnt að rífa af þeim með skerðingum hverja krónu sem þeir ná að skrapa saman komist þeir tímabundið í enhverja vinnu? Öryrkjar fá lægri tekjur ef þeir eru í hjónabandi eða deila heimili með einhverjum. Hvað segðu þingmenn um það að vera lækkaðir í launum væru þeir giftir eða í sambúð? Ríkið, með skerðingum, stelur lífeyrisgreiðslum sem fólk hefur greitt í lifeyrissjóði áratugum saman. Hvernig þætti þér sem launþegi ef vinnuveitandi þinn ákvæði að lækka launin þín um 10 til 15% á þeim forsendum að þú ert giftur eða í sambúð? Jafnvel bara þó þú leigðir húsnæði með öðrum? Eða þá að skerða launin þín um krónu á móti krónu vegna aukavinnu? Væri það sanngjarnt? Kæru lesendur! Þessar skerðingar. Þessi þjófnaður. Þetta óréttlæti sem okkur er boðið upp á af stjórnvöldum á íslandi er hvorki sanngjarnt, eðlilegt né á nokkurn hátt réttlætanlegt. Þessi forríka elíta sem stjórnar landinu getur aldrei sett sig í okkar spor. Hvernig það er að fá útborgað um mánaðarmót og geta aldrei leyft sér nokkuð það sem þetta fólk lítur á sem sjálfsagðan hlut því við þurfum að komast af á lágmarkstekjum, hvort sem það eru lægstu laun, eftirlaun eða fátæktarstyrkurinn sem kallast örorkubætur því þau duga ekki fyrir grunnþörfunum. Hvað er þetta annað en þrælahald á nútíma vísu? Með von um vakningu hjá okkur öllum, Jack Hrafnkell Danielsson öryrki og efnahagslegur flóttamaður búsettur í Svíþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Jack Hrafnkell Daníelsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í september árið 2017 stóð núverandi forsætisráðherra, sem þá var óbreyttur þingmaður Vinstri Grænna, í pontu Alþingis og fór mikinn í fjárlagaumræðu fyrir árið 2018 þar sem hún gagnrýndi harðlega þáverandi fjármálaráðherra og forsætisráðherra fyrir að gera ekki meira fyrir aldraða og öryrkja og sagði hún orðrétt: „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu.“ Í dag, um tveimur og hálfu ári síðar er fátækasta fólkið enn að bíða eftir þessu réttlæti sem Katrín sagði að fólkið gæti ekki beðið eftir en í hún settist í stól forsætisráðherra innan við tveimur mánuðum eftir að hún lét þessi orð falla með miklum þunga. En í stefnuræðu sinni sem forsætisráðherra sagði hún orðrétt að fátækasta fólkið yrði samt enn að bíða um sinn eftir réttlætinu. En það eru ekki bara öryrkjar og aldraðir sem bíða eftir réttlæti því síðustu þrjá áratugi hefur verið sú stefna í gangi hjá stjórnvöldum, vinnuveitendum og verkalýðsfélögum að halda niðri launahækkunum á almennum vinnumarkaði þannig að nú er svo komið að þeir sem vinna á lægstu launum í landinu hafa ekki efni á húsnæði og nauðsynjum út mánuðinn. Nýir verkalýðsleiðtogar hafa leynt og ljóst sýnt fram á það með útreikningum og tölulegum gögnum frá því árið 2009 að á meðan þeir sem eru í hæðstu launaflokkunum hafa fengið margfaldar „leiðréttingar“ og kauphækkannir hafa þeir sem eru á lægstu launum nánast staðið í stað launalega séð með þeim afleiðingum að kaupmáttur þeirra hefur rýrnað vegna hækkanna á vörum, þjónustu og húsaleigu. Það er staðreynd. Við skulum aftur snúa okkur að lífeyrisþegunum því þeir eru látnir sæta algjörlega ómanneskjulegum skyldum, eru settir í hlekki þrælahalds fátæktar sem þeir eiga enga möguleika á að komast út úr, hversu svo mikið sem þeir vildu það. Mig langar því að biðja ykkur að staldra aðeins við og setja ykkur í spor einstaklings sem hefur orðið fyrir því að missa heilsuna á besta aldri og þurfa að lifa á örorkubótum í dag á almennum leigumarkaði. Að þurfa að leigja húsnæði og sjá fyrir öllum ykkar þörfum með um 250 þúsund krónur á mánuði útborgað. Er það réttlátt og sanngjarnt þegar stjórnvöld setja viðmið um lágmarks framfærslu að greiða síðan bætur sem eru langt undir þeim viðmiðum? Er það siðferðislega réttalætanlegt af stjórnvöldum að setja lög um lágmarkslaun sem eru langt undir þeim viðmiðum? Er það með einhverjum hætti siðferðilega réttlætanlegt að skattleggja upp í topp laun sem eru undir fátæktarmörkum eða viðmiðunarmörkum um lágmarks framfærslu? Er það réttlátt og sanngjarnt að öryrkjar og aldraðir séu látnir sæta skerðingum á greiðslum úr almannatryggingum vegna uppbóta og styrkja? Er það sanngjarnt að rífa af þeim með skerðingum hverja krónu sem þeir ná að skrapa saman komist þeir tímabundið í enhverja vinnu? Öryrkjar fá lægri tekjur ef þeir eru í hjónabandi eða deila heimili með einhverjum. Hvað segðu þingmenn um það að vera lækkaðir í launum væru þeir giftir eða í sambúð? Ríkið, með skerðingum, stelur lífeyrisgreiðslum sem fólk hefur greitt í lifeyrissjóði áratugum saman. Hvernig þætti þér sem launþegi ef vinnuveitandi þinn ákvæði að lækka launin þín um 10 til 15% á þeim forsendum að þú ert giftur eða í sambúð? Jafnvel bara þó þú leigðir húsnæði með öðrum? Eða þá að skerða launin þín um krónu á móti krónu vegna aukavinnu? Væri það sanngjarnt? Kæru lesendur! Þessar skerðingar. Þessi þjófnaður. Þetta óréttlæti sem okkur er boðið upp á af stjórnvöldum á íslandi er hvorki sanngjarnt, eðlilegt né á nokkurn hátt réttlætanlegt. Þessi forríka elíta sem stjórnar landinu getur aldrei sett sig í okkar spor. Hvernig það er að fá útborgað um mánaðarmót og geta aldrei leyft sér nokkuð það sem þetta fólk lítur á sem sjálfsagðan hlut því við þurfum að komast af á lágmarkstekjum, hvort sem það eru lægstu laun, eftirlaun eða fátæktarstyrkurinn sem kallast örorkubætur því þau duga ekki fyrir grunnþörfunum. Hvað er þetta annað en þrælahald á nútíma vísu? Með von um vakningu hjá okkur öllum, Jack Hrafnkell Danielsson öryrki og efnahagslegur flóttamaður búsettur í Svíþjóð.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun