Dæmdir eiga einnig rétt á bótum vegna hlerana Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2020 11:25 Almar Möller lögmaður segir til skammar að fórnarlömb hlerana þurfi að sækja rétt sinn sérstaklega til ríkislögmanns. „Nei. Bætur hafa einnig verið greiddar til aðila sem hafa verið dæmdir. Í þeim tilvikum hafa bæturnar verið greiddar á grundvelli skaðabótalaga vegna ólögmætra rannsóknaraðgerða lögreglu,” segir Almar Möller lögmaður. Almar hefur á sínu borði tíu mál af þeim ellefu hvar bætur sem nema 300 en í flestum tilfellum 350 þúsund krónum í bætur vegna hlerana. Og annað eins sem er óafgreitt. Mér finnst satt að segja til háborinnar skammar að leggja það á þá sem brotið var gegn að þeir þurfi sjálfir að sækja sín mál.“ segir Almar meðal annars í samtali við Vísi.Vísir greindi frá því í síðustu viku að greiddar hafi verið út bætur vegna hlerana. Fanney Rós Þorsteinsdóttir settur ríkislögmaður sagði spurð að ekki væri um ólöglegar hleranir að ræða þó til bótagreiðslu komi, um væri að ræða hlutlæga bótagreiðslu: Almar Möller lögmaður segir athyglisvert að þessi hópur manna skuli þurfa að hafa frumkvæði að því að sækja klárar bótagreiðslur. Hleranirnar eru samkvæmt úrskurði, þar með lögum samkvæmt en ef um er að ræða rannsóknar- eða þvingunaraðgerðir sem ekki leiða til dómsuppsögu eða sektar eru greiddar út bætur vegna slíks. Ekki aðeins um hlutlæga bótagreiðslu að ræða Almar segir þetta ekki nákvæmt upplegg, ekki er verið að greiða bætur á þeim forsendum einum. Einnig er um að ræða að einstaklingar fái bætur sem voru dæmdir, ákærðir og sakfelldir en gengið hafi verið á rétt þeirra með hinum umdeildu hlerunum sem dómarar afgreiddu og gáfu út á færibandi. „Já. Bætur hafa einnig verið greiddar til aðila sem hafa verið dæmdir. Bæturnar eru greiddar á grundvelli skaðabótalaga vegna ólögmætra rannsóknaraðgerða lögreglu. Engu breytir um bótaréttinn hvort viðkomandi voru sakfelldir eða ekki. Rannsóknaraðgerðir embættis sérstaks saksóknara voru ólögmætar og bótaskyldar óháð sekt eða sýknu þess sem í hlut átti. Eins og áður sagði hefur Almar gengið frá samkomulagi um skaðabætur fyrir tíu einstaklinga. „Til viðbótar eru óafgreidd um tíu mál. Ég á von á að gengið verði frá samkomulagi í þeim málum innan skamms.“ Fríða Rós settur ríkislögmaður segir að um hlutbundna bótagreiðslu sé að ræða. Almar telur það heldur ónákvæma framsetningu á því sem um ræðir.Forsætisráðuneytið Almar segist ekki vita það nákvæmlega hversu margir þeir eru sem eiga rétt á greiðslum vegna þessara hlerana. En hefur áætlað að þeir séu á bilinu 50 til 60 talsins. Sé miðað við það má meta það gróflega svo að um sé að ræða 20 milljónir. Þurfa sjálfir að sækja sín mál Samkvæmt heimildum Vísis telja menn það skjóta skökku við að þeir sem í hlut eiga þurfi að hafa frumkvæði að því að sækja þennan rétt sinn, svo sé ekki í málum þar sem ríkið hefur brotið gegn rétti einstaklinga þar sem klár bótagreiðsla liggur fyrir; það er leiðrétt en hér virðist sem af því að um sé að ræða hóp sem nýtur ekki mikillar samúðar sé þetta látið reka á reiðanum. Er það óeðlilegt að mati Almars? „Já, það finnst mér. Í kerfinu er vitneskja um alla þá einstaklinga sem brotið var gegn með ólögmætum hlerunum. Mér finnst að góð stjórnsýsla, og reyndar hið eina rétta, að ríkisvaldið bjóði öllum þeim einstaklingum sem brotið var gegn sömu skaðabætur og greiddar hafa verið þeim sem fengið hafa bætur. Mér finnst satt að segja til háborinnar skammar að leggja það á þá sem brotið var gegn að þeir þurfi sjálfir að sækja sín mál.“ Dómsmál Stjórnsýsla Tíu ár frá hruni Tengdar fréttir Hrunverjar fá greiddar bætur vegna hlerana Ellefu einstaklingar sem sæta máttu því að símar þeirra voru hleraðir fá nú greiddar út bætur. 19. febrúar 2020 13:16 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Nei. Bætur hafa einnig verið greiddar til aðila sem hafa verið dæmdir. Í þeim tilvikum hafa bæturnar verið greiddar á grundvelli skaðabótalaga vegna ólögmætra rannsóknaraðgerða lögreglu,” segir Almar Möller lögmaður. Almar hefur á sínu borði tíu mál af þeim ellefu hvar bætur sem nema 300 en í flestum tilfellum 350 þúsund krónum í bætur vegna hlerana. Og annað eins sem er óafgreitt. Mér finnst satt að segja til háborinnar skammar að leggja það á þá sem brotið var gegn að þeir þurfi sjálfir að sækja sín mál.“ segir Almar meðal annars í samtali við Vísi.Vísir greindi frá því í síðustu viku að greiddar hafi verið út bætur vegna hlerana. Fanney Rós Þorsteinsdóttir settur ríkislögmaður sagði spurð að ekki væri um ólöglegar hleranir að ræða þó til bótagreiðslu komi, um væri að ræða hlutlæga bótagreiðslu: Almar Möller lögmaður segir athyglisvert að þessi hópur manna skuli þurfa að hafa frumkvæði að því að sækja klárar bótagreiðslur. Hleranirnar eru samkvæmt úrskurði, þar með lögum samkvæmt en ef um er að ræða rannsóknar- eða þvingunaraðgerðir sem ekki leiða til dómsuppsögu eða sektar eru greiddar út bætur vegna slíks. Ekki aðeins um hlutlæga bótagreiðslu að ræða Almar segir þetta ekki nákvæmt upplegg, ekki er verið að greiða bætur á þeim forsendum einum. Einnig er um að ræða að einstaklingar fái bætur sem voru dæmdir, ákærðir og sakfelldir en gengið hafi verið á rétt þeirra með hinum umdeildu hlerunum sem dómarar afgreiddu og gáfu út á færibandi. „Já. Bætur hafa einnig verið greiddar til aðila sem hafa verið dæmdir. Bæturnar eru greiddar á grundvelli skaðabótalaga vegna ólögmætra rannsóknaraðgerða lögreglu. Engu breytir um bótaréttinn hvort viðkomandi voru sakfelldir eða ekki. Rannsóknaraðgerðir embættis sérstaks saksóknara voru ólögmætar og bótaskyldar óháð sekt eða sýknu þess sem í hlut átti. Eins og áður sagði hefur Almar gengið frá samkomulagi um skaðabætur fyrir tíu einstaklinga. „Til viðbótar eru óafgreidd um tíu mál. Ég á von á að gengið verði frá samkomulagi í þeim málum innan skamms.“ Fríða Rós settur ríkislögmaður segir að um hlutbundna bótagreiðslu sé að ræða. Almar telur það heldur ónákvæma framsetningu á því sem um ræðir.Forsætisráðuneytið Almar segist ekki vita það nákvæmlega hversu margir þeir eru sem eiga rétt á greiðslum vegna þessara hlerana. En hefur áætlað að þeir séu á bilinu 50 til 60 talsins. Sé miðað við það má meta það gróflega svo að um sé að ræða 20 milljónir. Þurfa sjálfir að sækja sín mál Samkvæmt heimildum Vísis telja menn það skjóta skökku við að þeir sem í hlut eiga þurfi að hafa frumkvæði að því að sækja þennan rétt sinn, svo sé ekki í málum þar sem ríkið hefur brotið gegn rétti einstaklinga þar sem klár bótagreiðsla liggur fyrir; það er leiðrétt en hér virðist sem af því að um sé að ræða hóp sem nýtur ekki mikillar samúðar sé þetta látið reka á reiðanum. Er það óeðlilegt að mati Almars? „Já, það finnst mér. Í kerfinu er vitneskja um alla þá einstaklinga sem brotið var gegn með ólögmætum hlerunum. Mér finnst að góð stjórnsýsla, og reyndar hið eina rétta, að ríkisvaldið bjóði öllum þeim einstaklingum sem brotið var gegn sömu skaðabætur og greiddar hafa verið þeim sem fengið hafa bætur. Mér finnst satt að segja til háborinnar skammar að leggja það á þá sem brotið var gegn að þeir þurfi sjálfir að sækja sín mál.“
Dómsmál Stjórnsýsla Tíu ár frá hruni Tengdar fréttir Hrunverjar fá greiddar bætur vegna hlerana Ellefu einstaklingar sem sæta máttu því að símar þeirra voru hleraðir fá nú greiddar út bætur. 19. febrúar 2020 13:16 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Hrunverjar fá greiddar bætur vegna hlerana Ellefu einstaklingar sem sæta máttu því að símar þeirra voru hleraðir fá nú greiddar út bætur. 19. febrúar 2020 13:16