Traust er forsenda þátttöku Arnar Páll Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2020 10:30 Sagt hefur verið að stjórnmálamenn séu kosnir af góðu ungu fólki sem mætir ekki á kjörstað. En hver er ástæðan fyrir þessari slöku kosningaþátttöku á meðal ungs fólks, er það vegna áhugaleysis á stjórnmálum almennt eða getur verið að þau treysti hreinlega ekki stjórnmálunum? Traust er ein af grunnforsendum þegar byggja á upp orðspor og sterka framtíð, en traust einskorðast ekki við einn hlut heldur ótal hluti á borð við framkomu, viðbrögð og staðfestu. Ákall almennings um að fyrirtæki, stofnanir og stjórnmálamenn sýni aukið traust, auðmýkt og samfélagslega ábyrgð hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og hefur sú krafa einna helst komið frá ungu fólki, en þar hefur einmitt vitundarvakningin um betra samfélag sprottið upp. Þau vilja byggja upp réttlátt samfélag sem vafalaust mörgum af eldri kynslóðum hefur dreymt um en ekki tekist hingað til. Traust til Alþingis er nú í sögulegu lágmarki þrátt fyrir mjög tíðar kosningar og mikla nýliðun í hópi þingmanna síðustu ár. Vegna þessara tíðu kosninga og miklu umræðu um stjórnmál ætti, undir eðlilegum kringumstæðum, traust og áhugi á stjórnmálum almennt að aukast en því miður virðist það ekki vera niðurstaðan. Vilji til þátttöku í stjórnmálum er ekki til staðar hjá ungu fólki. Spillingarmál hafa komið upp á yfirborðið í síauknum mæli undanfarin misseri og hefur aukið upplýsingaflæði gert það að verkum að slík mál hafa víðtækari og dýpri áhrif á traust og trú en áður. Getur verið að unga fólkið okkar sé orðið langþreytt á þessum spillingarmálum og tengingum þeirra við stjórnmál? Getur verið að slíkt dragi úr hvata þeirra til þess að láta til sína taka á þessum vettvangi og láta málefni hans sig varða? Til þess að sporna við þessari þróun er mikilvægt að byggja upp traust og trúverðugleika í stjórnmálum. Það skiptir máli að sýna fram á að það sé ekki algilt að þau séu spillt, heldur vettvangur skoðanaskipta þar sem allir eru jafnir. Það þarf ekki að vera lögmál að hygla einum þjóðfélagshópi á kostnað annars, einum landshluta á kostnað hins eða einu fyrirtæki á kostnað þess næsta. Auk þess þurfa stjórnmálamenn að sýna auðmýkt og viðurkenna mistök og ávallt sýna fram á hlutleysi ef upp koma erfið málefni sem krefjast vandaðrar úrlausnar. Þar eru stjórnmálamenn og flokkar aðeins dæmdir af gjörðum sínum. Verði þessari þróun ekki breytt, er raunveruleg hætta á að ungt fólk sjái ekki hag í því að taka þátt í stjórnmálum og hætti að mynda sér skoðun á málefnum samfélagsins. Vegna spillingar og sérhagsmuna. Ein helsta ógn við lýðræðið er nefnilega skoðanaleysi, þegar einstaklingar hætta að trúa því að skoðanir þeirra skipti máli og að sleppa því að láta stjórnmálin sig varða. Ég vona að svo verði ekki, því ef einhver kynslóð getur lagt sitt á vogaskálarnar í baráttunni við sérhagsmuni, er það kynslóðin sem er að koma upp núna. Kynslóð sem þorir að hafa hátt, lætur réttlætiskenndina ráða för, hefur kjark til að breyta rétt og þráir trúverðuga framtíð þar sem almannahagsmunir ganga framar sérhagsmunum. Því með þátttöku eru undirstöður lýðræðis og framfara tryggðar. En til þess þarf traust, trúverðugleika og breytt stjórnmál. Það eru stóru verkefnin framundan á vettvangi stjórnmálanna sem ekki má hunsa. Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður félags Viðreisnar í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Arnar Páll Guðmundsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Sagt hefur verið að stjórnmálamenn séu kosnir af góðu ungu fólki sem mætir ekki á kjörstað. En hver er ástæðan fyrir þessari slöku kosningaþátttöku á meðal ungs fólks, er það vegna áhugaleysis á stjórnmálum almennt eða getur verið að þau treysti hreinlega ekki stjórnmálunum? Traust er ein af grunnforsendum þegar byggja á upp orðspor og sterka framtíð, en traust einskorðast ekki við einn hlut heldur ótal hluti á borð við framkomu, viðbrögð og staðfestu. Ákall almennings um að fyrirtæki, stofnanir og stjórnmálamenn sýni aukið traust, auðmýkt og samfélagslega ábyrgð hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og hefur sú krafa einna helst komið frá ungu fólki, en þar hefur einmitt vitundarvakningin um betra samfélag sprottið upp. Þau vilja byggja upp réttlátt samfélag sem vafalaust mörgum af eldri kynslóðum hefur dreymt um en ekki tekist hingað til. Traust til Alþingis er nú í sögulegu lágmarki þrátt fyrir mjög tíðar kosningar og mikla nýliðun í hópi þingmanna síðustu ár. Vegna þessara tíðu kosninga og miklu umræðu um stjórnmál ætti, undir eðlilegum kringumstæðum, traust og áhugi á stjórnmálum almennt að aukast en því miður virðist það ekki vera niðurstaðan. Vilji til þátttöku í stjórnmálum er ekki til staðar hjá ungu fólki. Spillingarmál hafa komið upp á yfirborðið í síauknum mæli undanfarin misseri og hefur aukið upplýsingaflæði gert það að verkum að slík mál hafa víðtækari og dýpri áhrif á traust og trú en áður. Getur verið að unga fólkið okkar sé orðið langþreytt á þessum spillingarmálum og tengingum þeirra við stjórnmál? Getur verið að slíkt dragi úr hvata þeirra til þess að láta til sína taka á þessum vettvangi og láta málefni hans sig varða? Til þess að sporna við þessari þróun er mikilvægt að byggja upp traust og trúverðugleika í stjórnmálum. Það skiptir máli að sýna fram á að það sé ekki algilt að þau séu spillt, heldur vettvangur skoðanaskipta þar sem allir eru jafnir. Það þarf ekki að vera lögmál að hygla einum þjóðfélagshópi á kostnað annars, einum landshluta á kostnað hins eða einu fyrirtæki á kostnað þess næsta. Auk þess þurfa stjórnmálamenn að sýna auðmýkt og viðurkenna mistök og ávallt sýna fram á hlutleysi ef upp koma erfið málefni sem krefjast vandaðrar úrlausnar. Þar eru stjórnmálamenn og flokkar aðeins dæmdir af gjörðum sínum. Verði þessari þróun ekki breytt, er raunveruleg hætta á að ungt fólk sjái ekki hag í því að taka þátt í stjórnmálum og hætti að mynda sér skoðun á málefnum samfélagsins. Vegna spillingar og sérhagsmuna. Ein helsta ógn við lýðræðið er nefnilega skoðanaleysi, þegar einstaklingar hætta að trúa því að skoðanir þeirra skipti máli og að sleppa því að láta stjórnmálin sig varða. Ég vona að svo verði ekki, því ef einhver kynslóð getur lagt sitt á vogaskálarnar í baráttunni við sérhagsmuni, er það kynslóðin sem er að koma upp núna. Kynslóð sem þorir að hafa hátt, lætur réttlætiskenndina ráða för, hefur kjark til að breyta rétt og þráir trúverðuga framtíð þar sem almannahagsmunir ganga framar sérhagsmunum. Því með þátttöku eru undirstöður lýðræðis og framfara tryggðar. En til þess þarf traust, trúverðugleika og breytt stjórnmál. Það eru stóru verkefnin framundan á vettvangi stjórnmálanna sem ekki má hunsa. Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður félags Viðreisnar í Reykjanesbæ.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun