Fá Birkir og Emil að fljúga? | Rúmenar í svipaðri stöðu Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2020 13:30 Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson á landsliðsæfingu. Þeir búa á Ítalíu þar sem kórónaveiran hefur dreifst hratt. vísir/vilhelm Eftir að strangt ferðabann var sett á á Norður-Ítalíu í nótt er alls kostar óvíst hvort íslenskir og rúmenskir leikmenn sem þar spila fótbolta komast í EM-umspilsleikinn sem enn stendur til að fari fram á Laugardalsvelli 26. mars. Landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með Brescia og Padova í bæjum sem falla undir ferðabannið vegna kórónuveirunnar. Þó stendur enn til að lið þeirra haldi áfram að spila í ítölsku deildakeppninni, þar sem sett hefur verið á áhorfendabann. „Ég veit ekki alveg hvernig staðan er akkúrat núna. Þetta bann var sett á í nótt og ég hef eiginlega ekki meiri upplýsingar, en það er mikið gert úr þessu í fjölmiðlum. Þetta eru viðkvæmar aðstæður,“ sagði Emil við Vísi í dag. Óljóst virðist enn vera hvort Emil og Birkir geti fengið undanþágu frá ferðabanni til að komast til Íslands, en ef þeir fengju hana yrðu þeir væntanlega að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Þess vegna er lítill tími til stefnu. „Það er bara ljóst að staðan á Ítalíu er mjög erfið, burtséð frá fótbolta. Við þurfum að sjá hvað þetta hefur í för með sér,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi í dag. Hún sagði mál Birkis og Emils ekki hafa verið rætt við UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sem er með EM-umspilið á sinni könnu: „Við höfum ekki rætt neitt varðandi einstaka leikmenn. UEFA hefur bara sagt að allir leikir muni fara fram, að öllu óbreyttu,“ sagði Klara. En hefur KSÍ verið í sambandi við forráðamenn Brescia og Padova varðandi möguleikann á að Birkir og Emil komist til Íslands sem fyrst, þó að ráðgert sé að lið þeirra spili nokkra leiki fram að EM-umspilinu? „Við höfum ekki rætt við þau beint en skoðað ýmsa möguleika í þessu. Við vitum ekkert hvað verður á Ítalíu. Það sem ég get sagt núna gæti verið breytt á morgun,“ sagði Klara.Emil utan lokaðs svæðis og segir lífið ganga sinn vanagangEmil Hallfreðsson í leiknum gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli í fyrrasumar.vísir/gettyEmil er með fjölskyldu sinni í Veróna þar sem þau búa en borginni hefur ekki verið lokað af eins og bænum Padova þar sem Emil spilar og æfir. „Ég veit ekki hvernig þeir ætla að haga þessu í framhaldinu og er í sömu óvissu og allir. Það eru einhverjir búnir að kalla eftir algjöru hléi á fótboltanum, eins og gert var í Sviss, og spurning hvort það verði raunin hérna. Það er alla vega búið að setja reglur um að spilað verði fyrir luktum dyrum,“ sagði Emil, sem er yfirvegaður yfir stöðunni og segir það sama eiga við um fólkið í kringum sig: „Lífið hérna gengur svolítið sinn vanagang bara. Menn eru ekkert að deyja úr stressi, en það er mikið gert úr þessu í fjölmiðlum. Fólk er svolítið bara að gera sitt hérna í bænum, þannig séð.“Þrír Rúmenar á Norður-ÍtalíuIonut Radu er leikmaður Parma á Norður-Ítalíuvísir/gettyFerðabannið á Ítalíu kemur til með að hafa áhrif á rúmenska landsliðið rétt eins og það íslenska, ef engar undanþágur verða leyfðar. Þrír leikmenn sem eru á lista þjálfarans Mirel Radoi yfir þá sem koma til greina í leikinn við Ísland, spila á Norður-Ítalíu. Það eru markvörðurinn Ionut Radu hjá Parma, Vlad Chiriches hjá Sassuolo og Vasile Mogos frá Cremonese. Stöðvi ferðabann þá ekki þyrftu þeir væntanlega að fara í sóttkví líkt og Emil og Birkir, þrátt fyrir að vera ferðamenn, þar sem þeir koma frá skilgreindum hættusvæðum. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir 18 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr liðsfélagi Gumma Tóta skoraði síðasta mark Rúmena í A-landsleik Síðast markaskorari Rúmena í landsleik er nýbúinn að eignast íslenskan liðsfélaga í bandarísku MLS-deildinni. 8. mars 2020 10:00 Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. 8. mars 2020 10:30 Leikurinn við Rúmeníu mögulega fyrir luktum dyrum Útbreiðsla kórónaveirunnar gæti haft áhrif á framkvæmd landsleik Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli þann 26.mars næstkomandi. 7. mars 2020 22:15 Spilað þvert á vilja íþróttamálaráðherra | Leikmönnum var snúið við í göngunum Hlutirnir hafa verið fljótir að breytast í ítölskum íþróttaheimi síðustu daga og nú hefur íþróttamálaráðherra landsins kallað eftir því að hlé verði gert á keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta, vegna kórónuveirunnar. 8. mars 2020 12:00 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Eftir að strangt ferðabann var sett á á Norður-Ítalíu í nótt er alls kostar óvíst hvort íslenskir og rúmenskir leikmenn sem þar spila fótbolta komast í EM-umspilsleikinn sem enn stendur til að fari fram á Laugardalsvelli 26. mars. Landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með Brescia og Padova í bæjum sem falla undir ferðabannið vegna kórónuveirunnar. Þó stendur enn til að lið þeirra haldi áfram að spila í ítölsku deildakeppninni, þar sem sett hefur verið á áhorfendabann. „Ég veit ekki alveg hvernig staðan er akkúrat núna. Þetta bann var sett á í nótt og ég hef eiginlega ekki meiri upplýsingar, en það er mikið gert úr þessu í fjölmiðlum. Þetta eru viðkvæmar aðstæður,“ sagði Emil við Vísi í dag. Óljóst virðist enn vera hvort Emil og Birkir geti fengið undanþágu frá ferðabanni til að komast til Íslands, en ef þeir fengju hana yrðu þeir væntanlega að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Þess vegna er lítill tími til stefnu. „Það er bara ljóst að staðan á Ítalíu er mjög erfið, burtséð frá fótbolta. Við þurfum að sjá hvað þetta hefur í för með sér,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Vísi í dag. Hún sagði mál Birkis og Emils ekki hafa verið rætt við UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sem er með EM-umspilið á sinni könnu: „Við höfum ekki rætt neitt varðandi einstaka leikmenn. UEFA hefur bara sagt að allir leikir muni fara fram, að öllu óbreyttu,“ sagði Klara. En hefur KSÍ verið í sambandi við forráðamenn Brescia og Padova varðandi möguleikann á að Birkir og Emil komist til Íslands sem fyrst, þó að ráðgert sé að lið þeirra spili nokkra leiki fram að EM-umspilinu? „Við höfum ekki rætt við þau beint en skoðað ýmsa möguleika í þessu. Við vitum ekkert hvað verður á Ítalíu. Það sem ég get sagt núna gæti verið breytt á morgun,“ sagði Klara.Emil utan lokaðs svæðis og segir lífið ganga sinn vanagangEmil Hallfreðsson í leiknum gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli í fyrrasumar.vísir/gettyEmil er með fjölskyldu sinni í Veróna þar sem þau búa en borginni hefur ekki verið lokað af eins og bænum Padova þar sem Emil spilar og æfir. „Ég veit ekki hvernig þeir ætla að haga þessu í framhaldinu og er í sömu óvissu og allir. Það eru einhverjir búnir að kalla eftir algjöru hléi á fótboltanum, eins og gert var í Sviss, og spurning hvort það verði raunin hérna. Það er alla vega búið að setja reglur um að spilað verði fyrir luktum dyrum,“ sagði Emil, sem er yfirvegaður yfir stöðunni og segir það sama eiga við um fólkið í kringum sig: „Lífið hérna gengur svolítið sinn vanagang bara. Menn eru ekkert að deyja úr stressi, en það er mikið gert úr þessu í fjölmiðlum. Fólk er svolítið bara að gera sitt hérna í bænum, þannig séð.“Þrír Rúmenar á Norður-ÍtalíuIonut Radu er leikmaður Parma á Norður-Ítalíuvísir/gettyFerðabannið á Ítalíu kemur til með að hafa áhrif á rúmenska landsliðið rétt eins og það íslenska, ef engar undanþágur verða leyfðar. Þrír leikmenn sem eru á lista þjálfarans Mirel Radoi yfir þá sem koma til greina í leikinn við Ísland, spila á Norður-Ítalíu. Það eru markvörðurinn Ionut Radu hjá Parma, Vlad Chiriches hjá Sassuolo og Vasile Mogos frá Cremonese. Stöðvi ferðabann þá ekki þyrftu þeir væntanlega að fara í sóttkví líkt og Emil og Birkir, þrátt fyrir að vera ferðamenn, þar sem þeir koma frá skilgreindum hættusvæðum.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir 18 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr liðsfélagi Gumma Tóta skoraði síðasta mark Rúmena í A-landsleik Síðast markaskorari Rúmena í landsleik er nýbúinn að eignast íslenskan liðsfélaga í bandarísku MLS-deildinni. 8. mars 2020 10:00 Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. 8. mars 2020 10:30 Leikurinn við Rúmeníu mögulega fyrir luktum dyrum Útbreiðsla kórónaveirunnar gæti haft áhrif á framkvæmd landsleik Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli þann 26.mars næstkomandi. 7. mars 2020 22:15 Spilað þvert á vilja íþróttamálaráðherra | Leikmönnum var snúið við í göngunum Hlutirnir hafa verið fljótir að breytast í ítölskum íþróttaheimi síðustu daga og nú hefur íþróttamálaráðherra landsins kallað eftir því að hlé verði gert á keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta, vegna kórónuveirunnar. 8. mars 2020 12:00 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
18 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr liðsfélagi Gumma Tóta skoraði síðasta mark Rúmena í A-landsleik Síðast markaskorari Rúmena í landsleik er nýbúinn að eignast íslenskan liðsfélaga í bandarísku MLS-deildinni. 8. mars 2020 10:00
Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. 8. mars 2020 10:30
Leikurinn við Rúmeníu mögulega fyrir luktum dyrum Útbreiðsla kórónaveirunnar gæti haft áhrif á framkvæmd landsleik Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli þann 26.mars næstkomandi. 7. mars 2020 22:15
Spilað þvert á vilja íþróttamálaráðherra | Leikmönnum var snúið við í göngunum Hlutirnir hafa verið fljótir að breytast í ítölskum íþróttaheimi síðustu daga og nú hefur íþróttamálaráðherra landsins kallað eftir því að hlé verði gert á keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta, vegna kórónuveirunnar. 8. mars 2020 12:00
Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01