Veruleikinn kallar á breyttar leikreglur Katrín Oddsdóttir skrifar 4. mars 2020 14:00 Skemmst er frá því að fréttaþátturinn Kveikur sýndi okkur hversu átakanleg fátækt viðgegnst á Íslandi og hversu alvarlegar afleiðingar hún hefur fyrir þann hóp fólks sem býr við fátækt. Sorglegast er að horfa upp á þessa félagslegu aðstæður erfast á börn sem fæðast inn í þennan veruleika og geta með engu móti varist því að lenda í sömu gildru sjálf. Eftir að hafa horft á þáttinn fór ég að velta fyrir mér heildarsamhengi hlutanna og hvers vegna okkur á fámenna en auðuga Íslandi gangi svo hægt að breyta þessum málum til betri vegar. Hér er ein hugmynd sem ég legg inn í samfélagsumræðuna og vona að verði til gagns. Hugmynd að nýrri lagareglu: Einstaklingur sem hefur orðið uppvís um að flytja peninga sem hann, eða fyrirtæki sem hann stýrir, á í skattaskjól ætti að missa rétt til að gegna opinberu embætti í x mörg ár eftir að slík háttsemi hefur verið sönnuð. Rökstuðningur: Fólk sem velur að flytja fjármuni sína út úr íslenska skattkerfinu, en nýta sér samt sem áður grunnþjónustu hér á landi, hefur ekki náð þeim félagslega þroska sem þarf til þess að geta starfað í þágu samfélagsins alls. Því er hætta á að slíkt fólk geti einfaldlega ekki unnið í þágu þeirra jaðarsettu hópa sem verst hafa það. Með því að taka samt sem áður opinberar stöður, sem annars væru mannaðar af fólki sem vill í alvöru efna kosningaloforð á borð við það "að útrýma fáttækt", er fólkið sem skortir þessa samfélagslegu hugsun að hægja á þróun í átt að félagslegu réttlæti. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að láta fátæk börn þjást á meðan efnuðum einstaklingum finnst sjálfsagt að fela ríkidæmi sitt svo að þeir borgi ekki meira til samfélagsins en þeim sjálfum finnst sanngjarnt, og taka svo auk þess að sér opinber störf sem skattgreiðendur kosta til að starfa fyrst og fremst í þágu annarra efnaðra einstaklinga í þessu landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Skemmst er frá því að fréttaþátturinn Kveikur sýndi okkur hversu átakanleg fátækt viðgegnst á Íslandi og hversu alvarlegar afleiðingar hún hefur fyrir þann hóp fólks sem býr við fátækt. Sorglegast er að horfa upp á þessa félagslegu aðstæður erfast á börn sem fæðast inn í þennan veruleika og geta með engu móti varist því að lenda í sömu gildru sjálf. Eftir að hafa horft á þáttinn fór ég að velta fyrir mér heildarsamhengi hlutanna og hvers vegna okkur á fámenna en auðuga Íslandi gangi svo hægt að breyta þessum málum til betri vegar. Hér er ein hugmynd sem ég legg inn í samfélagsumræðuna og vona að verði til gagns. Hugmynd að nýrri lagareglu: Einstaklingur sem hefur orðið uppvís um að flytja peninga sem hann, eða fyrirtæki sem hann stýrir, á í skattaskjól ætti að missa rétt til að gegna opinberu embætti í x mörg ár eftir að slík háttsemi hefur verið sönnuð. Rökstuðningur: Fólk sem velur að flytja fjármuni sína út úr íslenska skattkerfinu, en nýta sér samt sem áður grunnþjónustu hér á landi, hefur ekki náð þeim félagslega þroska sem þarf til þess að geta starfað í þágu samfélagsins alls. Því er hætta á að slíkt fólk geti einfaldlega ekki unnið í þágu þeirra jaðarsettu hópa sem verst hafa það. Með því að taka samt sem áður opinberar stöður, sem annars væru mannaðar af fólki sem vill í alvöru efna kosningaloforð á borð við það "að útrýma fáttækt", er fólkið sem skortir þessa samfélagslegu hugsun að hægja á þróun í átt að félagslegu réttlæti. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að láta fátæk börn þjást á meðan efnuðum einstaklingum finnst sjálfsagt að fela ríkidæmi sitt svo að þeir borgi ekki meira til samfélagsins en þeim sjálfum finnst sanngjarnt, og taka svo auk þess að sér opinber störf sem skattgreiðendur kosta til að starfa fyrst og fremst í þágu annarra efnaðra einstaklinga í þessu landi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar