Níu vörur Google með yfir milljarð notenda Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 09:00 Vísir/Getty Vörur Google sem telja yfir milljarð notenda eru nú níu talsins samkvæmt lista sem Business Insider tók saman. Og þótt vörurnar séu ókeypis fyrir notendur eru tekjurnar sem fyrirtækið halar inn stjarnfræðilegar háar á hverju ári. Því fleiri sem nota vörurnar, því betra og því lengur sem vörurnar hafa verið með milljarð eða fleiri notendur gefur góða hugmynd um hversu mikilvæg tekjulindin varan er. Listinn er meðfylgjandi. 1. Google Photos Upphaflega voru myndirnar hluti af Google+ en því var breytt árið 2015 og fjölgaði notendum gífurlega í kjölfarið. Notendafjöldi fór síðan yfir milljarð í júlí 2019. Google fær ekki tekjur af myndasafni fólks en það er sagt mikilvægur hlekkur í upplýsingaöflun um notendur. 2. Google Drive Notendur fóru yfir milljarð í júlí/ágúst árið 2018. Geymslusvæðið er ókeypis en hugmyndir Google eru að á endanum fari fólk að greiða fyrir vistun gagna. 3. Gmail Með yfir milljarð notendur frá febrúar 2016 og langvinsælasta póstforritið í heimi. Google fær tekjur fyrir Gmail með auglýsingum og fram til ársins 2017 skannaði fyrirtækið tölvupósta notenda þannig að auglýsingarnar sem þar birtust ættu hvað best. Fyrirtækið lét síðan af þeirri yfirferð en leyfir þriðja aðila enn að skanna tölvupósta gegn því skilyrði að auglýsingar sem eru birtar frá þeim í Gmail tölvupóstum, séu þá í einhverju samhengi við innihald tölvupósta. 4. Play Store Náði yfir milljarð notendur í september 2015. Play Store er ein helsta tekjulind fyrirtækisins í gegnum Android enda fær Google 30% í sölulaun af öllum tekjum þeirra appa sem fólk hleður niður í gegnum Play Store. Til að setja þetta í samhengi má nefna að árið 2019 töldu niðurhöl í Google Play 84,3 milljarða. Í gegnum Play Store selur Google líka mikið af bókum og kvikmyndum. 5. Google Maps Náði yfir milljarð notendur árið 2015. Tekjurnar fást með ýmsum leiðum. Til dæmis rukkar Google söluaðila fyrir sem eru merktir á kortum og koma upp í leit á Google Maps. 6. Chrome Náði yfir milljarði notenda í maí 2015. Google fær ekki tekjur beint af vafranum en þar er Google leitarvélin í fyrirrúmi og vafrinn því mikilvægur þeirri tekjulind. 7. Android Náði yfir milljarð notendur í júní 2014. Fyrirtækið fær tekjur af Android með ýmsum leiðum, þar einna helst í gegnum Play Store eins og áður var nefnt og með því að vera með Google leitarvélina sem aðalleitarvél Android. 8. YouTube Náði yfir milljarð notendur í mars 2013. Í fyrra tilkynnti fyrirtækið að notendafjöldinn hefði tvöfaldast frá því 2013. Fyrirtækið fær tekjur af auglýsingum en einnig þóknun af áskriftum. 9. Google leitarvélin Leitarvélin var komin með yfir milljarð notendur í maí 2011 og er enn í dag stærsta peningavél fyrirtækisins. Nýsköpun Tækni Google Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Vörur Google sem telja yfir milljarð notenda eru nú níu talsins samkvæmt lista sem Business Insider tók saman. Og þótt vörurnar séu ókeypis fyrir notendur eru tekjurnar sem fyrirtækið halar inn stjarnfræðilegar háar á hverju ári. Því fleiri sem nota vörurnar, því betra og því lengur sem vörurnar hafa verið með milljarð eða fleiri notendur gefur góða hugmynd um hversu mikilvæg tekjulindin varan er. Listinn er meðfylgjandi. 1. Google Photos Upphaflega voru myndirnar hluti af Google+ en því var breytt árið 2015 og fjölgaði notendum gífurlega í kjölfarið. Notendafjöldi fór síðan yfir milljarð í júlí 2019. Google fær ekki tekjur af myndasafni fólks en það er sagt mikilvægur hlekkur í upplýsingaöflun um notendur. 2. Google Drive Notendur fóru yfir milljarð í júlí/ágúst árið 2018. Geymslusvæðið er ókeypis en hugmyndir Google eru að á endanum fari fólk að greiða fyrir vistun gagna. 3. Gmail Með yfir milljarð notendur frá febrúar 2016 og langvinsælasta póstforritið í heimi. Google fær tekjur fyrir Gmail með auglýsingum og fram til ársins 2017 skannaði fyrirtækið tölvupósta notenda þannig að auglýsingarnar sem þar birtust ættu hvað best. Fyrirtækið lét síðan af þeirri yfirferð en leyfir þriðja aðila enn að skanna tölvupósta gegn því skilyrði að auglýsingar sem eru birtar frá þeim í Gmail tölvupóstum, séu þá í einhverju samhengi við innihald tölvupósta. 4. Play Store Náði yfir milljarð notendur í september 2015. Play Store er ein helsta tekjulind fyrirtækisins í gegnum Android enda fær Google 30% í sölulaun af öllum tekjum þeirra appa sem fólk hleður niður í gegnum Play Store. Til að setja þetta í samhengi má nefna að árið 2019 töldu niðurhöl í Google Play 84,3 milljarða. Í gegnum Play Store selur Google líka mikið af bókum og kvikmyndum. 5. Google Maps Náði yfir milljarð notendur árið 2015. Tekjurnar fást með ýmsum leiðum. Til dæmis rukkar Google söluaðila fyrir sem eru merktir á kortum og koma upp í leit á Google Maps. 6. Chrome Náði yfir milljarði notenda í maí 2015. Google fær ekki tekjur beint af vafranum en þar er Google leitarvélin í fyrirrúmi og vafrinn því mikilvægur þeirri tekjulind. 7. Android Náði yfir milljarð notendur í júní 2014. Fyrirtækið fær tekjur af Android með ýmsum leiðum, þar einna helst í gegnum Play Store eins og áður var nefnt og með því að vera með Google leitarvélina sem aðalleitarvél Android. 8. YouTube Náði yfir milljarð notendur í mars 2013. Í fyrra tilkynnti fyrirtækið að notendafjöldinn hefði tvöfaldast frá því 2013. Fyrirtækið fær tekjur af auglýsingum en einnig þóknun af áskriftum. 9. Google leitarvélin Leitarvélin var komin með yfir milljarð notendur í maí 2011 og er enn í dag stærsta peningavél fyrirtækisins.
Nýsköpun Tækni Google Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira