Landsliðsmennirnir sáttir með fyrstu fjóra þættina af Eurogarðinum Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2020 11:30 Menn tóku þættina á nuddbekknum. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fékk að horfa á fyrstu fjóra þættina á Eurogarðinum á Hótel Nordica í vikunni en liðið mætir því enska í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hefð hefur skapast fyrir því að landsliðin fái að sjá áður óséð efni í landsliðsferðum og voru leikmenn landsliðsins sáttir við þættina ef marka má færslu Hannesar Þórs Halldórssonar á Twitter. „Algjör negla,“ segir Hannes Þór sem starfar sem leikstjóri samhliða því að standa milli stanganna hjá Val í Pepsi Max-deildinni. Fengum forsýningu á Eurogarðinum. Algjör negla 💥@Auddib @SteindiJR @annasvavaknuts @doridna @arnorpalmi vel gert! 👏👏 pic.twitter.com/ukSYVEXZAp— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) September 2, 2020 Eurogarðurinn fer í sýningu á Stöð 2 þann 27. september. Um er að ræða íslenska leikna sjónvarpsþætti með einvala liði leikara. Með helstu hlutverk fara Jón Gnarr, Anna Svava Knútsdóttir, Auðunn Blöndal, Steindi Jr. og Dóri DNA en mörg fleiri kunnugleg andlit munu birtast á skjánum í þessum glænýju þáttum. Kolbeinn Sigþórsson horfir hér einn þátt af Eurogarðinum. Þættirnir eru átta talsins og gerast í Húsdýragarðinum. Eurogarðurinn fjallar um drykkfelldan miðaldra braskara með vafasaman viðskiptaferil sem kaupir Húsdýragarðinn en karakterinn er leikinn af Jóni Gnarr. Hann hefur stórkostlegar hugmyndir um framtíð garðsins sem hann kallar Eurogarðinn, sem hann sér fyrir sér ná upp í sömu stærðargráðu og Disney-World. Kári Árnason virkar sáttur. Um leikstjórn sér Arnór Pálmi Arnarson sem leikstýrði meðal annars Hæ Gosi, Ligeglad og Áramótaskaupinu 2018. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver fyrir Stöð 2 en handritið skrifuðu Anna Svava Knútsdottir, Auðunn Blöndal, Steindi Jr., Dóri DNA og Arnór Pálmi. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum. Bíó og sjónvarp Eurogarðurinn Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fékk að horfa á fyrstu fjóra þættina á Eurogarðinum á Hótel Nordica í vikunni en liðið mætir því enska í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hefð hefur skapast fyrir því að landsliðin fái að sjá áður óséð efni í landsliðsferðum og voru leikmenn landsliðsins sáttir við þættina ef marka má færslu Hannesar Þórs Halldórssonar á Twitter. „Algjör negla,“ segir Hannes Þór sem starfar sem leikstjóri samhliða því að standa milli stanganna hjá Val í Pepsi Max-deildinni. Fengum forsýningu á Eurogarðinum. Algjör negla 💥@Auddib @SteindiJR @annasvavaknuts @doridna @arnorpalmi vel gert! 👏👏 pic.twitter.com/ukSYVEXZAp— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) September 2, 2020 Eurogarðurinn fer í sýningu á Stöð 2 þann 27. september. Um er að ræða íslenska leikna sjónvarpsþætti með einvala liði leikara. Með helstu hlutverk fara Jón Gnarr, Anna Svava Knútsdóttir, Auðunn Blöndal, Steindi Jr. og Dóri DNA en mörg fleiri kunnugleg andlit munu birtast á skjánum í þessum glænýju þáttum. Kolbeinn Sigþórsson horfir hér einn þátt af Eurogarðinum. Þættirnir eru átta talsins og gerast í Húsdýragarðinum. Eurogarðurinn fjallar um drykkfelldan miðaldra braskara með vafasaman viðskiptaferil sem kaupir Húsdýragarðinn en karakterinn er leikinn af Jóni Gnarr. Hann hefur stórkostlegar hugmyndir um framtíð garðsins sem hann kallar Eurogarðinn, sem hann sér fyrir sér ná upp í sömu stærðargráðu og Disney-World. Kári Árnason virkar sáttur. Um leikstjórn sér Arnór Pálmi Arnarson sem leikstýrði meðal annars Hæ Gosi, Ligeglad og Áramótaskaupinu 2018. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver fyrir Stöð 2 en handritið skrifuðu Anna Svava Knútsdottir, Auðunn Blöndal, Steindi Jr., Dóri DNA og Arnór Pálmi. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum.
Bíó og sjónvarp Eurogarðurinn Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira