Skagamaður fann fyrir tilviljun gamla gítarinn sinn á haugunum Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2020 12:25 Bergur var í ferð á endurvinnslustöðina Gámu á Akranesi þegar hann fann sinn gamla vin. Bergur Líndal Guðnason Skagamaðurinn Bergur Líndal Guðnason varð meira en lítið hissa þegar hann fann fyrir tilviljun gamla gítarinn sinn – sem hann hélt að væri löngu týndur og tröllum gefinn – á endurvinnslustöðinni Gámu á Akranesi í gær. „Þetta var frekar magnað,“ segir Bergur í samtali við Vísi. „Ég mundi ekkert hvað hafði orðið um hann. Hann hefur endað á haugunum einhvern tímann. Ég komst að því að manneskjan sem henti honum á haugana nú hafði sjálf fundið gítarinn á haugunum fyrir einhverjum árum. Ég veit ekki hvernig það gerðist, en gítarinn hefur því farið einhverja hringi á haugunum áður en ég sá hann í gær.“ Aðspurður um hvernig hann hafi gert sér grein fyrir að um hans gamla gítar hafi verið að ræða segist Bergur hafa séð gamalt brot í búk gítarsins þar sem hafi verið litað ofan í með rauðum lit.Bergur Líndal Guðnason Bergur segir að hann hafi eignast gítarinn þegar hann var sjö, átta ára – einhverjum árum fyrir aldamót. „Þá var hann hins vegar þegar gamall, líklega frá 1970-og eittvað. Ég spilaði allavega alltaf á hann, en svo eignaðist ég aðra og hætti að spila á þennan sirka þrettán ára. Gítarinn endaði svo bara einhvers staðar – kannski í einhverri geymslu sem svo hefur verið hreinsað út úr og gítarinn þá endað á haugunum.“ Hafði hugsað sér að fá sér aftur klassískan Bergur segist hafa verið í vinnunni að fara ruslaferð með vinnufélaga mínum þegar hann sá glitta í gítarhaus upp úr einum gámnum. „Ég hafði verið að tala við félaga mína að ég vildi byrja spila á klassískan gítar aftur. Svo kem ég þarna, tek hann upp og segi: „Þetta er gamli gítarinn minn!““ Gítarsafn Bergs.Bergur Rauði liturinn á búknum Aðspurður um hvernig hann hafi gert sér grein fyrir að um hans gamla gítar hafi verið að ræða segist Bergur hafa séð gamalt brot í búk gítarsins þar sem hafi verið litað ofan í með rauðum lit. Sömuleiðis hafi gamla gítarólin hans Bergs verið á sínum stað. Hann segist nú vera búinn að setja nýja strengi í gítarinn. En hvernig skyldi hann hljóma? „Ummm, svona lala,“ segir Bergur og skellir upp úr. Akranes Grín og gaman Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Skagamaðurinn Bergur Líndal Guðnason varð meira en lítið hissa þegar hann fann fyrir tilviljun gamla gítarinn sinn – sem hann hélt að væri löngu týndur og tröllum gefinn – á endurvinnslustöðinni Gámu á Akranesi í gær. „Þetta var frekar magnað,“ segir Bergur í samtali við Vísi. „Ég mundi ekkert hvað hafði orðið um hann. Hann hefur endað á haugunum einhvern tímann. Ég komst að því að manneskjan sem henti honum á haugana nú hafði sjálf fundið gítarinn á haugunum fyrir einhverjum árum. Ég veit ekki hvernig það gerðist, en gítarinn hefur því farið einhverja hringi á haugunum áður en ég sá hann í gær.“ Aðspurður um hvernig hann hafi gert sér grein fyrir að um hans gamla gítar hafi verið að ræða segist Bergur hafa séð gamalt brot í búk gítarsins þar sem hafi verið litað ofan í með rauðum lit.Bergur Líndal Guðnason Bergur segir að hann hafi eignast gítarinn þegar hann var sjö, átta ára – einhverjum árum fyrir aldamót. „Þá var hann hins vegar þegar gamall, líklega frá 1970-og eittvað. Ég spilaði allavega alltaf á hann, en svo eignaðist ég aðra og hætti að spila á þennan sirka þrettán ára. Gítarinn endaði svo bara einhvers staðar – kannski í einhverri geymslu sem svo hefur verið hreinsað út úr og gítarinn þá endað á haugunum.“ Hafði hugsað sér að fá sér aftur klassískan Bergur segist hafa verið í vinnunni að fara ruslaferð með vinnufélaga mínum þegar hann sá glitta í gítarhaus upp úr einum gámnum. „Ég hafði verið að tala við félaga mína að ég vildi byrja spila á klassískan gítar aftur. Svo kem ég þarna, tek hann upp og segi: „Þetta er gamli gítarinn minn!““ Gítarsafn Bergs.Bergur Rauði liturinn á búknum Aðspurður um hvernig hann hafi gert sér grein fyrir að um hans gamla gítar hafi verið að ræða segist Bergur hafa séð gamalt brot í búk gítarsins þar sem hafi verið litað ofan í með rauðum lit. Sömuleiðis hafi gamla gítarólin hans Bergs verið á sínum stað. Hann segist nú vera búinn að setja nýja strengi í gítarinn. En hvernig skyldi hann hljóma? „Ummm, svona lala,“ segir Bergur og skellir upp úr.
Akranes Grín og gaman Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið