Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2020 09:38 Teikning af fyrirhugðum Qaqortoq-flugvelli á Suður-Grænlandi. Gert er ráð fyrir 1.500 metra langri flugbraut sem hægt verði að lengja í 1.800 metra. Teikning/Kalaallit Airports. Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan sem gefin er upp í fréttatilkynningu er sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. Íslenski verktakinn Ístak var meðal bjóðenda, sem valdir höfðu verið fyrirfram í forvali. Gert er ráð fyrir glæsilegri flugstöðvarbyggingu, 4.300 fermetrar að stærð, sem einkum þjóni innanlandsflugi á Grænlandi en einnig takmörkuðu millilandaflugi.Teikning/Kalaallit Airports. Tilboð voru opnuð í maí og stóð til að framkvæmdir hæfust í sumar en Qaqortoq-flugvöllur með 1.500 metra langri braut átti að vera tilbúinn í árslok 2023. Átti hann að verða þriðja stóra flugvallarverkefni Grænlendinga. Áður voru hafnar framkvæmdir við 2.200 metra flugbrautir við bæina Nuuk og Ilulissat og ganga þær samkvæmt áætlun. Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en áformað er að í Qaqortoq verði 1.500 metra braut.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Fréttir af Qaqortoq-útboðinu bárust þó ekki fyrr en langt var liðið á ágústmánuð. Flugvallafyrirtækið greindi jafnframt frá því að reynt hefði verið að brúa bilið með viðræðum við tvo lægstbjóðendur um lækkun kostnaðar og við Landsstjórnina um hækkun fjárveitingar en þær hefðu ekki borið tilætlaðan árangur. Stærð flugstöðvarinnar er miðuð við að hún geti samtímis þjónað 100 brottfararfarþegum og 100 komufarþegum.Teikning/Kalaallit Airports. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, staðfestir að Ístak hafi verið annar þessara lægstbjóðenda, sem rætt var við, en hinn hafi verið kanadískur verktaki. Karl segist hafa fengið misvísandi fréttir um framhaldið, annarsvegar að stefnt sé að nýju útboði á næsta ári en hins vegar að ætlunin sé að ræða frekar við verktakana tvo. Niðurstaðan hefur valdið miklum vonbrigðum á Suður-Grænlandi en Qaqortoq-flugvelli er ætlað að leysa af Narsarsuaq sem aðalflugvöllur landshlutans. Áhrifamenn á Suður-Grænlandi, bæði stjórnmálamenn og forystumenn atvinnulífs, gagnrýna þá ákvörðun að slíta viðræðum við verktakana og saka ráðamenn í Nuuk um ranga forgangsröðun. Qaqortoq sé eini bær Grænlands sem virkilega vanti flugvöll, þar hafi menn beðið í 20 ár eftir flugvelli. Flugvellinum er ætlað að þjóna stærsta bæ Suður Grænlands, Qaqortoq, og nágrannabyggðum. Í Qaqortoq, sem áður hét Julianehåb, búa um þrjúþúsund manns.Teikning/Kalaallit Airports Nú þykir ljóst að verkið frestast að minnsta kosti um eitt ár og flugvöllurinn verði í fyrsta lagi tilbúinn árið 2024. Stöð 2 fjallaði um Qaqortoq-flugvöll í byrjun árs og sýndi þá grafískt myndband af útliti hans í frétt sem sjá má hér: Grænland Fréttir af flugi Norðurslóðir Danmörk Tengdar fréttir Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan sem gefin er upp í fréttatilkynningu er sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. Íslenski verktakinn Ístak var meðal bjóðenda, sem valdir höfðu verið fyrirfram í forvali. Gert er ráð fyrir glæsilegri flugstöðvarbyggingu, 4.300 fermetrar að stærð, sem einkum þjóni innanlandsflugi á Grænlandi en einnig takmörkuðu millilandaflugi.Teikning/Kalaallit Airports. Tilboð voru opnuð í maí og stóð til að framkvæmdir hæfust í sumar en Qaqortoq-flugvöllur með 1.500 metra langri braut átti að vera tilbúinn í árslok 2023. Átti hann að verða þriðja stóra flugvallarverkefni Grænlendinga. Áður voru hafnar framkvæmdir við 2.200 metra flugbrautir við bæina Nuuk og Ilulissat og ganga þær samkvæmt áætlun. Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en áformað er að í Qaqortoq verði 1.500 metra braut.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Fréttir af Qaqortoq-útboðinu bárust þó ekki fyrr en langt var liðið á ágústmánuð. Flugvallafyrirtækið greindi jafnframt frá því að reynt hefði verið að brúa bilið með viðræðum við tvo lægstbjóðendur um lækkun kostnaðar og við Landsstjórnina um hækkun fjárveitingar en þær hefðu ekki borið tilætlaðan árangur. Stærð flugstöðvarinnar er miðuð við að hún geti samtímis þjónað 100 brottfararfarþegum og 100 komufarþegum.Teikning/Kalaallit Airports. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, staðfestir að Ístak hafi verið annar þessara lægstbjóðenda, sem rætt var við, en hinn hafi verið kanadískur verktaki. Karl segist hafa fengið misvísandi fréttir um framhaldið, annarsvegar að stefnt sé að nýju útboði á næsta ári en hins vegar að ætlunin sé að ræða frekar við verktakana tvo. Niðurstaðan hefur valdið miklum vonbrigðum á Suður-Grænlandi en Qaqortoq-flugvelli er ætlað að leysa af Narsarsuaq sem aðalflugvöllur landshlutans. Áhrifamenn á Suður-Grænlandi, bæði stjórnmálamenn og forystumenn atvinnulífs, gagnrýna þá ákvörðun að slíta viðræðum við verktakana og saka ráðamenn í Nuuk um ranga forgangsröðun. Qaqortoq sé eini bær Grænlands sem virkilega vanti flugvöll, þar hafi menn beðið í 20 ár eftir flugvelli. Flugvellinum er ætlað að þjóna stærsta bæ Suður Grænlands, Qaqortoq, og nágrannabyggðum. Í Qaqortoq, sem áður hét Julianehåb, búa um þrjúþúsund manns.Teikning/Kalaallit Airports Nú þykir ljóst að verkið frestast að minnsta kosti um eitt ár og flugvöllurinn verði í fyrsta lagi tilbúinn árið 2024. Stöð 2 fjallaði um Qaqortoq-flugvöll í byrjun árs og sýndi þá grafískt myndband af útliti hans í frétt sem sjá má hér:
Grænland Fréttir af flugi Norðurslóðir Danmörk Tengdar fréttir Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00
Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15