Hagræðingarkrafa á óvissutímum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 7. september 2020 15:00 Hlutverk Reykjavíkurborgar er að standa ávallt vörð um og gæta að velferð borgarbúa og ekki síst við þær aðstæður sem nú eru uppi. Engu að síður á nú að klípa af velferðinni þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem uppi eru vegna COVID-19. Velferðar, skóla og frístundasviði er ætlað að skera niður og hagræða um 0.5%. Í greinargerð með tillögu að rammaúthlutun segir borgarstjóri að ekki skuli, við þessar aðstæður, fara í niðurskurðtil þess að koma rekstri borgarinnar í jafnvægi. Borgarstjóri er sem sagt í mótsögn við sjálfan sig. Í velferðarráði þar sem ég sit sem aðalfulltrúi hef ég mótmælt þessu harðlega og kvatt velferðarráð og velferðarsvið að sætta sig ekki við hagræðingarkröfuna né nokkurn annan niðurskurð hvaða nöfnum sem hann kann að nefnast. Velferðarráð ber að standa vörð um velferð og vellíðan borgarbúa fyrst og síðast. Grunnþarfir borgaranna og vellíðan þeirra ekki hvað síst í þessum sérstökum aðstæðum se nú ríkja á að vera yfir alla pólitík hafin. Hagræðing núna er líkleg til að koma beint niður á þjónustunni. Ef eitthvað er þá ætti að bæta í til að tryggja að grunnþjónustan gangi hnökralaust. Sannarlega er heldur ekki tíminn til að hækka gjaldskrár aðrar en þær sem lúta að bættum launum þeirra lægst launuðu. Engu að síður stendur til að gera það þrátt fyrir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi mælst til, í ályktun sinni dags. 27. mars 2020, að haldið yrði aftur af öllum gjaldskrárhækkunum. Rekstur borgarinnar lengi verið undir væntingum Rekstur ýmissa málaflokka í Reykjavík hefur ekki gengið nógu vel. Það á helst við um þá málaflokka sem snúa að fagþjónustu við börn, eldri borgara, öryrkja og fátækt fólk. Ég vil minna „meirihlutann“ á loforðin sem standa í Meirihlutasáttmála þeirra. Þar segir m.a. eftirfarandi: Við ætlum að fara í markvissar aðgerðir til að draga úr kvíða barna á grunnskólaaldri, með heilsueflingu og með því að tryggja nauðsynlega sálfræðiþjónustu, til dæmis með endurskipulagningu þjónustunnar og í samstarfi við heilsugæslu (Úr Meirihlutasáttmála) Þetta hefur ekki gengið eftir. Biðlistar barna í flesta þjónustu hafa haldið áfram að lengjast síðustu misserin. Ekki er búið að formfesta samstarf við Þroska- og hegðunarstöð og heilsugæslu eins og borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til í borgarstjórn 21. apríl sl. Milli 600 og 700 börn bíða eftir fyrstu og frekari þjónustu fagaðila skóla, einna helst sálfræðiþjónustu. Tilvísanir til skólasálfræðinga munu aukast enn frekar nú á haustmisseri enda varð snörp fækkun í vor vegna röskunar á skólastarfi. Nýlega var afgreiddur sex mánaða árshlutareikningur Reykjavíkurborgar. Hann sýnir eins og búast mátti við að afkoma borgarinnar hefur stórversnað. Borgin var engan veginn nógu vel undirbúin til að mæta áfalli sem COVID-19 er, alla vega ekki þegar horft er til skuldastöðunnar. Auknar lántökur eru um 11 ma.kr. og hafa skuldir aukist um 33 ma.kr. á sl. 6 mánuðum. Í stað þess að greiða niður skuldir í góðæri jók borgin skuldir. Afkoma dótturfyrirtækja versnaði einnig. Í fjárhagsáætlun segir að mæta eigi tímabundnu tekjufalli með enn meiri lántöku. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvar varasjóður borgarinnar sé? Til hvers að eiga varasjóð ef ekki á að nota hann við svo fordæmalausar aðstæður sem nú ríkja? Fram kemur í greinargerð með fjárhagsáætlun að rýna á spár um fjárhagsaðstoð og gera áætlanir um að vinna komi í stað bóta. Flokkur fólksins minnir á að nú er atvinnuleysi í sögulegu hámarki vegna fjöldauppsagna fyrirtækja sem eru afleiðing COVID. Fólk er ekki á bótum af því það nennir ekki að vinna! Málið er að það er litla sem enga nýja vinnu að hafa. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hlutverk Reykjavíkurborgar er að standa ávallt vörð um og gæta að velferð borgarbúa og ekki síst við þær aðstæður sem nú eru uppi. Engu að síður á nú að klípa af velferðinni þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem uppi eru vegna COVID-19. Velferðar, skóla og frístundasviði er ætlað að skera niður og hagræða um 0.5%. Í greinargerð með tillögu að rammaúthlutun segir borgarstjóri að ekki skuli, við þessar aðstæður, fara í niðurskurðtil þess að koma rekstri borgarinnar í jafnvægi. Borgarstjóri er sem sagt í mótsögn við sjálfan sig. Í velferðarráði þar sem ég sit sem aðalfulltrúi hef ég mótmælt þessu harðlega og kvatt velferðarráð og velferðarsvið að sætta sig ekki við hagræðingarkröfuna né nokkurn annan niðurskurð hvaða nöfnum sem hann kann að nefnast. Velferðarráð ber að standa vörð um velferð og vellíðan borgarbúa fyrst og síðast. Grunnþarfir borgaranna og vellíðan þeirra ekki hvað síst í þessum sérstökum aðstæðum se nú ríkja á að vera yfir alla pólitík hafin. Hagræðing núna er líkleg til að koma beint niður á þjónustunni. Ef eitthvað er þá ætti að bæta í til að tryggja að grunnþjónustan gangi hnökralaust. Sannarlega er heldur ekki tíminn til að hækka gjaldskrár aðrar en þær sem lúta að bættum launum þeirra lægst launuðu. Engu að síður stendur til að gera það þrátt fyrir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi mælst til, í ályktun sinni dags. 27. mars 2020, að haldið yrði aftur af öllum gjaldskrárhækkunum. Rekstur borgarinnar lengi verið undir væntingum Rekstur ýmissa málaflokka í Reykjavík hefur ekki gengið nógu vel. Það á helst við um þá málaflokka sem snúa að fagþjónustu við börn, eldri borgara, öryrkja og fátækt fólk. Ég vil minna „meirihlutann“ á loforðin sem standa í Meirihlutasáttmála þeirra. Þar segir m.a. eftirfarandi: Við ætlum að fara í markvissar aðgerðir til að draga úr kvíða barna á grunnskólaaldri, með heilsueflingu og með því að tryggja nauðsynlega sálfræðiþjónustu, til dæmis með endurskipulagningu þjónustunnar og í samstarfi við heilsugæslu (Úr Meirihlutasáttmála) Þetta hefur ekki gengið eftir. Biðlistar barna í flesta þjónustu hafa haldið áfram að lengjast síðustu misserin. Ekki er búið að formfesta samstarf við Þroska- og hegðunarstöð og heilsugæslu eins og borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til í borgarstjórn 21. apríl sl. Milli 600 og 700 börn bíða eftir fyrstu og frekari þjónustu fagaðila skóla, einna helst sálfræðiþjónustu. Tilvísanir til skólasálfræðinga munu aukast enn frekar nú á haustmisseri enda varð snörp fækkun í vor vegna röskunar á skólastarfi. Nýlega var afgreiddur sex mánaða árshlutareikningur Reykjavíkurborgar. Hann sýnir eins og búast mátti við að afkoma borgarinnar hefur stórversnað. Borgin var engan veginn nógu vel undirbúin til að mæta áfalli sem COVID-19 er, alla vega ekki þegar horft er til skuldastöðunnar. Auknar lántökur eru um 11 ma.kr. og hafa skuldir aukist um 33 ma.kr. á sl. 6 mánuðum. Í stað þess að greiða niður skuldir í góðæri jók borgin skuldir. Afkoma dótturfyrirtækja versnaði einnig. Í fjárhagsáætlun segir að mæta eigi tímabundnu tekjufalli með enn meiri lántöku. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvar varasjóður borgarinnar sé? Til hvers að eiga varasjóð ef ekki á að nota hann við svo fordæmalausar aðstæður sem nú ríkja? Fram kemur í greinargerð með fjárhagsáætlun að rýna á spár um fjárhagsaðstoð og gera áætlanir um að vinna komi í stað bóta. Flokkur fólksins minnir á að nú er atvinnuleysi í sögulegu hámarki vegna fjöldauppsagna fyrirtækja sem eru afleiðing COVID. Fólk er ekki á bótum af því það nennir ekki að vinna! Málið er að það er litla sem enga nýja vinnu að hafa. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun