Þegar Tröllin tröllríða... Sigríður Karlsdóttir skrifar 8. september 2020 09:30 Við þekkjum flest söguna um Trölla. Sem sat einn óralangt í burtu, át rusl og öskraði argur á bæjarbúa sem allir voru bara að reyna hafa góðan dag. Stundum þegar ég gæti ekki að sálartetrinu fer ég að lesa kommentakerfi fréttamiðlanna. Ég gleymi alltaf hvað það er skaðlegt og skil aldrei í mér að hafa eytt tíma í að lesa orð tröllanna. Kannski skuggahliðin læðist þarna út hjá mér. Kommentakerfa-tröllin eru flest öll ogguponsu reið. Örg. Pirruð. Já og smá gröm kannski. Ef það er ekki málfar ýslensku þjóðarinnar, þá er það blessaða frjálsræðið, eða allt þetta hinsegin fólk sem þarf að vera að taka svona mikið pláss í þjóðfélaginu. Eða þetta lið þarna á Alþingi. Tala nú ekki um allar druslurnar sem láta ekki fótboltamennina vera. Málið er, að í hverju reiðu Trölli, býr bara lítill hræddur Trölli og um leið og maður fattar það, þá getur maður… svona umborið Tröllin aðeins betur. Þegar félagsmenn Tröllasamfélagsins byrja að blása úr trompeti sálarinnar, þá er ég pínu glöð að þeir geti bara pikkað fast á lyklaborðið og þannig losað um gremjuna. Drukkið einn, tvo… tólf öllara með. Já eða te. Ég er glöð af því þá mögulega losna aðrir fjölskyldumeðlimir við að fá gremjuna inn á sig. Allavega dempast hún kannski mögulega þarna á þessu Interneti. Gremjan finnur sér nebbla alltaf leið. Ef maður er duglegur að safna gremju, þá finnur hún sér dálítið harkalega leið út. Næst þegar ég les harðort komment Trölla þá ætla ég að senda honum frjálslynt ljós fegurðar og fagnaðar. Kæfa hann í kærleik, í huganum. Af því ég er nefnilega yfir það hafin að setja orð mín á kommentakerfin. Er með svo dannaða ímynd. Hef haft mikið fyrir því að búa hana til. Að minnsta kosti egóið mitt. Svo getum við kannski knúsast öll saman bara þarna í lokin eins og í alvöru ævintýri. Því rót vandans hjá Trölla er að honum vantar bara smá faðmlag og vitneskju um að hann sé nóg eins og hann er. Hvað eru mörg R í því? Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum flest söguna um Trölla. Sem sat einn óralangt í burtu, át rusl og öskraði argur á bæjarbúa sem allir voru bara að reyna hafa góðan dag. Stundum þegar ég gæti ekki að sálartetrinu fer ég að lesa kommentakerfi fréttamiðlanna. Ég gleymi alltaf hvað það er skaðlegt og skil aldrei í mér að hafa eytt tíma í að lesa orð tröllanna. Kannski skuggahliðin læðist þarna út hjá mér. Kommentakerfa-tröllin eru flest öll ogguponsu reið. Örg. Pirruð. Já og smá gröm kannski. Ef það er ekki málfar ýslensku þjóðarinnar, þá er það blessaða frjálsræðið, eða allt þetta hinsegin fólk sem þarf að vera að taka svona mikið pláss í þjóðfélaginu. Eða þetta lið þarna á Alþingi. Tala nú ekki um allar druslurnar sem láta ekki fótboltamennina vera. Málið er, að í hverju reiðu Trölli, býr bara lítill hræddur Trölli og um leið og maður fattar það, þá getur maður… svona umborið Tröllin aðeins betur. Þegar félagsmenn Tröllasamfélagsins byrja að blása úr trompeti sálarinnar, þá er ég pínu glöð að þeir geti bara pikkað fast á lyklaborðið og þannig losað um gremjuna. Drukkið einn, tvo… tólf öllara með. Já eða te. Ég er glöð af því þá mögulega losna aðrir fjölskyldumeðlimir við að fá gremjuna inn á sig. Allavega dempast hún kannski mögulega þarna á þessu Interneti. Gremjan finnur sér nebbla alltaf leið. Ef maður er duglegur að safna gremju, þá finnur hún sér dálítið harkalega leið út. Næst þegar ég les harðort komment Trölla þá ætla ég að senda honum frjálslynt ljós fegurðar og fagnaðar. Kæfa hann í kærleik, í huganum. Af því ég er nefnilega yfir það hafin að setja orð mín á kommentakerfin. Er með svo dannaða ímynd. Hef haft mikið fyrir því að búa hana til. Að minnsta kosti egóið mitt. Svo getum við kannski knúsast öll saman bara þarna í lokin eins og í alvöru ævintýri. Því rót vandans hjá Trölla er að honum vantar bara smá faðmlag og vitneskju um að hann sé nóg eins og hann er. Hvað eru mörg R í því? Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun