Valdníðsla Gunnar Dan Wiium skrifar 8. september 2020 21:00 Það er oft talað um að eitthvað sé í öllu sínu veldi. Svokallað feðraveldi, kjarnorkuveldi, heimsveldi, auðveldi. Það er talað um kúgarann sem vald hefur yfir þeim sem valdlaus og vanmáttugur er. Það er oft gefið í skyn að álit annarra eða algeng samfélagsviðhorf og skoðanir séu í raun ákveðið vald í formi afls. Í þeim skilning að ytri ályktun geti í raun dæmt einhvern eða eitthvað svona eða hinsegin og þar með öðlast vald fyrir vikið einungis með því að gefa því nafn. Svo spurningin er hver dæmir hvern eða hvað dæmir hvað? Þú skilgreinir þig sem fórnarlamb en sérð ekki að fyrir vikið ertu orðin gerandi. Þú ert orðin gerandi í eigin lífi gegn sjálfum þér. Dómurinn sem þú sjálfur felldir er orðin að veldi í þínu eigin lífi. Dómurinn er orðin kúgari yfir þér, valdlausri veru. Svo hvað er til bragðs er upplýsing á sér stað? Hvernig stígur þú úr oki valdníðslu? Gerir þú það með að fordæma og berjast með valdníðslu í aðra átt? Kallar þú yfir þig valdníðsluna með að ákalla hana? Eða kemst þú í upplýsingu þess efnis að þú sjálfur sért eftirspurnin sem og framboðið á kostnað afstöðuleysis sem annars stendur þér alltaf til boða. Þú þarft að skoða þann möguleika að manneskjan er ávallt háð einhverskonar tengingu við vald eða uppsprettu. Einhverskonar æðri raunveru sem ýmist tekur eða gefur. Það þarft þú að skoða, hvað er ýmist tekið eða gefið? Þú munt komast að því að það er vilji, frjáls vilji. Ytri valdníðsla hirðir af þér frjálsan vilja og skilur þig eftir í stöðu fórnarlambs og geranda. Ytri vald í hvaða formi sem er skapar óuppgerða fortíð sem svo stuðlar að vonlausri núvitund á öllum mismunandi sviðum lífsins. Ytri valdníðsla sem þú ávallt sjálfur eða sjálf skapar og lútar höfði gagnvart knýr þig ýmist til varnar eða sóknar. Stöðugt knúin til viðbragða í örvæntingarfullum ótta við að lágmarka skaðann sem hugmyndir segja þér að séu yfirvofandi. Innra vald hins vegar, oft bent á innan trúarbragða sem okkar innra rauneðli, guðseðli, himnaríki, Búddaeðli, Samadhi, gefur þér vilja sem göfgar allt í kringum þig. Vilji sem stuðlar að sjálfbærni hverrar einingar fyrir sig. Vilji eða tengin sem í raun útrýmir hugtakinu einingar og skilur eftir nýtt hugtak, eining. Undir handleiðslu þessa valds muntu stíga upp úr möru lyginnar og sjá að það er aðeins eitt með öllu og þú munt skynja afstöðuleysi. Þú munt skilja að það er í raun engin nauð sem knýr þig til aðgerða. Skilja að ógnin er engin og ekkert er hægt að taka frá þér sem ekki hvort eð er hverful birtingarmynd innan efnisheima. Kjarninn er ósnertanlegur með höndum veikra manna. Svo, með einum andardrætti lít ég inn á við og tengi við það eina sem er mjúkt og þrautseigt. Þar fæ ég upplifað sorg og hamingju sem eitt. Þar skynja ég fyrirgefninguna, lausnina. Lausn undan þjáningu, viðnáminu sem skapast í árekstrum mínum innan efnisheims. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er oft talað um að eitthvað sé í öllu sínu veldi. Svokallað feðraveldi, kjarnorkuveldi, heimsveldi, auðveldi. Það er talað um kúgarann sem vald hefur yfir þeim sem valdlaus og vanmáttugur er. Það er oft gefið í skyn að álit annarra eða algeng samfélagsviðhorf og skoðanir séu í raun ákveðið vald í formi afls. Í þeim skilning að ytri ályktun geti í raun dæmt einhvern eða eitthvað svona eða hinsegin og þar með öðlast vald fyrir vikið einungis með því að gefa því nafn. Svo spurningin er hver dæmir hvern eða hvað dæmir hvað? Þú skilgreinir þig sem fórnarlamb en sérð ekki að fyrir vikið ertu orðin gerandi. Þú ert orðin gerandi í eigin lífi gegn sjálfum þér. Dómurinn sem þú sjálfur felldir er orðin að veldi í þínu eigin lífi. Dómurinn er orðin kúgari yfir þér, valdlausri veru. Svo hvað er til bragðs er upplýsing á sér stað? Hvernig stígur þú úr oki valdníðslu? Gerir þú það með að fordæma og berjast með valdníðslu í aðra átt? Kallar þú yfir þig valdníðsluna með að ákalla hana? Eða kemst þú í upplýsingu þess efnis að þú sjálfur sért eftirspurnin sem og framboðið á kostnað afstöðuleysis sem annars stendur þér alltaf til boða. Þú þarft að skoða þann möguleika að manneskjan er ávallt háð einhverskonar tengingu við vald eða uppsprettu. Einhverskonar æðri raunveru sem ýmist tekur eða gefur. Það þarft þú að skoða, hvað er ýmist tekið eða gefið? Þú munt komast að því að það er vilji, frjáls vilji. Ytri valdníðsla hirðir af þér frjálsan vilja og skilur þig eftir í stöðu fórnarlambs og geranda. Ytri vald í hvaða formi sem er skapar óuppgerða fortíð sem svo stuðlar að vonlausri núvitund á öllum mismunandi sviðum lífsins. Ytri valdníðsla sem þú ávallt sjálfur eða sjálf skapar og lútar höfði gagnvart knýr þig ýmist til varnar eða sóknar. Stöðugt knúin til viðbragða í örvæntingarfullum ótta við að lágmarka skaðann sem hugmyndir segja þér að séu yfirvofandi. Innra vald hins vegar, oft bent á innan trúarbragða sem okkar innra rauneðli, guðseðli, himnaríki, Búddaeðli, Samadhi, gefur þér vilja sem göfgar allt í kringum þig. Vilji sem stuðlar að sjálfbærni hverrar einingar fyrir sig. Vilji eða tengin sem í raun útrýmir hugtakinu einingar og skilur eftir nýtt hugtak, eining. Undir handleiðslu þessa valds muntu stíga upp úr möru lyginnar og sjá að það er aðeins eitt með öllu og þú munt skynja afstöðuleysi. Þú munt skilja að það er í raun engin nauð sem knýr þig til aðgerða. Skilja að ógnin er engin og ekkert er hægt að taka frá þér sem ekki hvort eð er hverful birtingarmynd innan efnisheima. Kjarninn er ósnertanlegur með höndum veikra manna. Svo, með einum andardrætti lít ég inn á við og tengi við það eina sem er mjúkt og þrautseigt. Þar fæ ég upplifað sorg og hamingju sem eitt. Þar skynja ég fyrirgefninguna, lausnina. Lausn undan þjáningu, viðnáminu sem skapast í árekstrum mínum innan efnisheims.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun