Áhyggjur af fjölgun dauðsfalla ungra barna á tíma heimsfaraldurs Heimsljós 9. september 2020 10:32 Ljósmynd frá Malaví gunnisal Ein af óbeinum afleiðingum heimsfaraldurs kórónuveirunnar er fjölgun dauðsfalla ungra barna yngri en fimm ára. Á síðasta ári var ungbarnadauði í heiminum sá minnsti um áratugaskeið en þá létust 5,2 milljónir barna, borið saman við 12,5 milljónir árið 1990. Á þessu ári bendir allt til þess að þrjátíu ára samfelld saga fækkunar dauðsfalla ungra barna hafi runnið sitt skeið á enda. Kannanir gerðar af Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) sýna að ungbarnadauði eykst á nýjan leik. Ástæður fyrir þessari óheillaþróun eru raktar til heimsfaraldursins. Heilbrigðisþjónusta hefur víða farið úr skorðum vegna kórónuveirunnar og mæður og börn líða fyrir skerta þjónustu. „Alþjóðasamfélagið hefur náð of góðum árangri í baráttunni gegn barnadauða að við getum sætt okkur við að leyfa heimsfaraldri COVID-19 að verða þröskuldur á þeim vegi,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastjóri UNICEF. „Þegar börnum er meinaður aðgangur að heilbrigðisþjónustu vegna þess að kerfið ræður ekki við eftirspurn og þegar konur hræðast að fæða á sjúkrahúsi af ótta við að smitast, verða konur og börn einnig að fórnarlömbum COVID-19. Brýnt er því að auka fjármagn til heilbrigðiskerfa því ella gætu milljónir barna barna yngri en fimm ára, sérstaklega nýburar, dáið." "Sú staðreynd að fleiri börn lifa fyrsta afmælisdaginn sinn en nokkru sinni í sögunni er sannkallað merki um þann árangur sem hægt er að ná þegar heimurinn setur heilsu og vellíðan í öndvegi," segir Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO. „Við megum ekki láta heimsfaraldur COVID-19 snúa við ótrúlegum framförum fyrir börnin okkar og komandi kynslóðir. Það er kominn tími til að nota það sem við vitum að virkar til að bjarga lífi barna og halda áfram að fjárfesta í sterkara heilbrigðiskerfi. “ Í vor sýndi spálíkan John Hopkins háskólans að reikna mætti með sex þúsund fleiri dauðsföllum ungra barna á þessu ári vegna COVID-19. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent
Ein af óbeinum afleiðingum heimsfaraldurs kórónuveirunnar er fjölgun dauðsfalla ungra barna yngri en fimm ára. Á síðasta ári var ungbarnadauði í heiminum sá minnsti um áratugaskeið en þá létust 5,2 milljónir barna, borið saman við 12,5 milljónir árið 1990. Á þessu ári bendir allt til þess að þrjátíu ára samfelld saga fækkunar dauðsfalla ungra barna hafi runnið sitt skeið á enda. Kannanir gerðar af Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) sýna að ungbarnadauði eykst á nýjan leik. Ástæður fyrir þessari óheillaþróun eru raktar til heimsfaraldursins. Heilbrigðisþjónusta hefur víða farið úr skorðum vegna kórónuveirunnar og mæður og börn líða fyrir skerta þjónustu. „Alþjóðasamfélagið hefur náð of góðum árangri í baráttunni gegn barnadauða að við getum sætt okkur við að leyfa heimsfaraldri COVID-19 að verða þröskuldur á þeim vegi,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastjóri UNICEF. „Þegar börnum er meinaður aðgangur að heilbrigðisþjónustu vegna þess að kerfið ræður ekki við eftirspurn og þegar konur hræðast að fæða á sjúkrahúsi af ótta við að smitast, verða konur og börn einnig að fórnarlömbum COVID-19. Brýnt er því að auka fjármagn til heilbrigðiskerfa því ella gætu milljónir barna barna yngri en fimm ára, sérstaklega nýburar, dáið." "Sú staðreynd að fleiri börn lifa fyrsta afmælisdaginn sinn en nokkru sinni í sögunni er sannkallað merki um þann árangur sem hægt er að ná þegar heimurinn setur heilsu og vellíðan í öndvegi," segir Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO. „Við megum ekki láta heimsfaraldur COVID-19 snúa við ótrúlegum framförum fyrir börnin okkar og komandi kynslóðir. Það er kominn tími til að nota það sem við vitum að virkar til að bjarga lífi barna og halda áfram að fjárfesta í sterkara heilbrigðiskerfi. “ Í vor sýndi spálíkan John Hopkins háskólans að reikna mætti með sex þúsund fleiri dauðsföllum ungra barna á þessu ári vegna COVID-19. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent