Hjálpar hundruðum íslenskra kvenna að æfa heima í stofu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. september 2020 09:00 Sara Snædís Aðsend mynd/Sara Snædís „Hreyfing hefur alltaf verið stór partur af mínu lífi,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir þjálfari og jógakennari. Hundruð Íslenskra kvenna byrjuðu í fjarþjálfun hjá Söru þegar líkamsræktarstöðvar lokuðu hér á landi vegna heimsfaraldurs. Í fyrstu voru það aðeins vinir og vandamenn en nú þjálfar Sara konur í yfir 30 löndum. „Ég byrjaði mjög ung að æfa ballet í Klassíska Listdansskólanum og æfði þar ballet alveg fram undir tvítugt í bland við nútímadans. Eftir menntaskóla flutti ég til London og stundaði þar B.A. nám í nútímadansi.“ Eftir að Sara flutti heim frá London hélt hún áfram að dansa í nokkur ár samhliða því að kenna jóga og hóptíma í Hreyfingu. „Samhliða dansnáminu í London fór ég að stunda jóga en mér fannst það gefa mér ákveðinn innra frið og hjálpaði líkamanum mínum að losa burt streitu og álag sökum krefjandi æfinga. Ég fann alveg frá upphafi að jóga væri eitthvað sem ég myndi stunda til framtíðar en á þessum tíma voru ekki margir á mínum aldri farnir að stunda jóga og var ekki nærri því eins vinsælt og það er í dag. Það sem heillaði mig mest var að þetta var ekki spurning um fullkomin form og framkomu eins og í dansinum heldur frekar kom hreyfingin innan frá í takt við andardráttinn.“ Allir ættu að finna tíma Þetta var aðeins byrjunin og jóga átti eftir að verða enn stærri hluti af lífi og starfi Söru. „Þegar ég fór til Goa í Indlandi 2013 í jóganám, dýpkaði ég enn betur skilninginn og tilganginn með jóga og gaf mér nýja sýn á mikilvægi þess að gefa sér stund fyrir að finna innri ró hvort það sé með hugleiðslu, öndun eða jógaæfingu. Jóga er fyrir alla. Jóga hjálpar okkur við að ná betri tengingu við okkur sjálf, kennir okkur að anda djúpt og tekur okkur inn í friðsælan heim, burt frá amstri dagsins.“ Sara segir að hreyfingin sé lykillinn að hennar andlega og líkamlega jafnvægi. „Það skiptir mig miklu máli að lifa heilbrigðum lífstíl og er hreyfing eitt af lykilatriðunum þar. Allir ættu að finna sér tíma til þess að hreyfa sig daglega, hvort sem það er í 10 mínútur eða klukkutíma. Mig langar að vera hvatning fyrir allar konur sem hafa í nógu að snúast og eiga erfitt með að finna ánægjuna og mikilvægi þess að hreyfa sig daglega. Að byggja upp hraustan, sterkan líkama og finna andlegt jafnvægi hjálpar okkur að takast á við lífið í allri sinni fjölbreyttustu mynd. Það sem jóga gerir fyrir mig er það að slakar á huganum, losar um streitu í líkamanum og hjálpar mér að anda djúpt. Að nota öndunina markvisst í jóga opnar nýja vídd í hreyfingu sem gefur manni kost á að hreyfa sig með meiri mýkt, slaka á spenntum vöðvum og láta egóið ekki taka völdin með gagnrýni, samanburði og óþolinmæði.“ Vildu víkka sjóndeildarhringinn Árið 2012 fór Sara á hóptímaþjálfaranámskeið og fór í kjölfarið að kenna hóptíma, þá allra helst Barre tíma, heita tíma, jóga og Body Balance. Einnig er hún með RYT 200 jógakennararéttindi frá Yoga Shala. Nokkrum árum seinna var hún orðinn vinsæll hóptímakennari í líkamsræktarstöðvum í Svíþjóð, þar sem hún býr og starfar enn í dag. „Mér og manninum mínu höfðum lengi látið okkur dreyma um að flytja aftur erlendis til að breyta til, víkka sjóndeildarhringinn og fara út fyrir það hefðbundna og sjá hvað það myndi gefa af sér. En lífið bauð ekki upp á það fyrr en árið 2017, þá komin með eina tveggja og hálfs árs gamla dóttur og aðra á leiðinni. Við ákváðum að láta það ekki stoppa okkur. Þegar maðurinn minn komst inn i KTH í Stokkhólmi í mastersnám í frumkvöðlafræði og nýsköpun fluttum við út.“ View this post on Instagram A post shared by SARA SNÆDIS (@sarasnaedis) on Aug 23, 2020 at 1:35am PDT Þjálfar starfsfólk Spotify Sara kennir vinsæla Barre tíma í stærsta „boutique“ stúdíó-inu í Stokkhólmi. „Sem yfirkennari þar hef ég verið að byggja upp og þróa Barre tímana, sem hafa vaxið ört síðast liðið árið sökum þess að þeir eru öðruvísi en það sem hefur verið boðið upp á áður. Unnið er takt við tónlist sem er spiluð hátt til að skapa góða stemningu, æfingarnar henta öllum og er salurinn sérstaklega sérsniðinn fyrir Barre sem gerir upplifunina einstaka. Æfingarnar eru blandaðar af Pilates, styrktaræfingum, þolæfingum og teygjuæfingum og er stór partur af tímanum gerður við stöng til að þjálfa neðri hluta líkamans betur og meira. Einnig kenni ég starfsfólki í höfuðstöðvum Spotify Pilates tíma, jóga í samstarfi við Lululemon og Vinyasa flæði í Altromondo sem er eitt stærsta jógastúdió-ið í Stokkhólmi.“ Svíarnir gerðu þetta öðruvísi Sara segir að markmiðið sé að hver tími eigi að vera upplifun út af fyrir sig. „Tónlistin er alltaf út pæld, „deep house“ tónlist í bland við nýjustu smelli. Ég vil að kúnnarnir mínir fái alltaf tíma upp á 100 og þau labba út endurnærð, kófsveitt og í „endorphine“ vímu. Almennt markmiðið mitt sem þjálfari er að hvetja fólk til þess að gera hreyfingu að vana og lífstíl. Lykilatriðið er að finna æfingu sem gefur ánægju og verður ómissandi með tímanum. Þess vegna legg ég upp á því að hafa tímana mína skemmtilega, fulla af orku og alltaf krefjandi fyrir alla, sama hversu langt þeir eru komnir.“ Þegar kórónuveiran sem veldur Covid-19 sjúkdómnum fór að gera vart við sig í Svíþjóð þurfti Sara að endurhugsa kennsluaðferðirnar. „Eins og mörgum er kunnugt þá tóku Svíar öðruvísi á faraldrinum en aðrar nágrannaþjóðir og þar af leiðandi voru hömlur og reglur ekki eins stórtækar og annarsstaðar. Stúdíó-ið sem ég kenni í lokaði aldrei og lífið gekk nánast sinn vanagang. Að sjálfsögðu eru fjöldatakmarkanir í tíma og tveggja metra reglunni fylgt eins og kostur er. Einnig höfum við alveg hætt að leiðrétta fólk í tíma með snertingu og höldum okkur í góðri fjarlægð, sem má segja hafi verið ein stærsta breytingin þegar kemur að kennsluháttum. Ég vinn mikið með „hands on“ leiðréttingar og þurfti ég því að breyta mikið hvernig ég útskýri og leiðrétti hreyfingar.“ Tók upp símamyndbönd í bústaðnum Fjölskyldan tók skyndiákvörðun um miðjan mars og pakkaði í tösku og ferðuðust með flugi til Íslands. „Þar vorum við í átta vikur áður en við ákváðum að fara aftur til baka. Þar sem leikskólar hafa haldist opnir í Svíþjóð hafa dætur okkar fengið að halda sinni rútínu, sem hefur komið sér mjög vel. Í byrjun fannst okkur erfitt að vera svona langt í burtu frá okkar helsta fólki á Íslandi þegar óvissan var svo mikil. En svo er þetta eins og allt annað, maður aðlagast breyttum aðstæðum og svona er þetta bara núna og maður lifir samkvæmt því. Við förum varlega, sýnum ábyrgð og pössum upp á hvort annað.“ View this post on Instagram Feels amazing being back teaching Barre @becoresthlm . Tue 11:00 / Wed 11:30 / Thu 11:00&17:00 A post shared by SARA SNÆDIS (@sarasnaedis) on May 28, 2020 at 7:31am PDT Það var í Íslandsheimsókninni sem Sara fékk hugmyndina að fjarþjálfuninni sinni, Withsara. „Þegar við fjölskyldan lendum á Íslandi förum við beint í sóttkví uppi í sveit. Það rann fljótt upp fyrir mér að hvorki ég né aðrar konur sem ég hef þjálfað gætu æft eins og áður. Ég ákvað því að taka upp þrjá tíma á símann minn, setja saman heimasíðu og birta tímana þar. Einhver óljós útgáfa af Withsara hafði þó kraumað í kollinum um nokkurt skeið. Withsara hentar öllum en hafa verið sérstaklega vinsæl hjá konum. Eftir að hafa rætt við mikinn fjölda kvenna í gegnum tíðina þá er tímaleysi yfirleitt ástæðan fyrir því að þær stunda ekki líkamsrækt að staðaldri. Við vinnum lengi og heimilishaldið tekur sinn tíma og ferð í ræktina eða hóptíma getur tekið tvær klukkustundir, og kannski vilja sumar okkar síður æfa í margmenni. Ég vildi hanna mína tíma þannig að konur gætu nýtt sér þá hvar og hvenær sem væri, í gegnum tölvu eða farsíma, og verið búnar með æfingu dagsins eftir 30 mínútur. Með því að hafa aðgengi af skipulögðum, fjölbreyttum og árangursríkum heimaæfingum og upplifa sig nánast eins og að vera í hóptíma inn í stofu hjá sér er lykilatriði og það sem hefur vakið lukku hjá meðlimum.“ Þakklátar fyrir skjót viðbrögð Kjarni heimasíðunnar er heimaæfingin og það eru 30 mínútna tímar á myndbandsformi, þar sem unnið er með eigin líkamsþyngd. „Ég birti þrjár nýjar æfingar í upphaf vikunnar og hægt er að gera þær hvar og hvenær sem er. Æfingarnar styrkja djúpvöðva líkamans, auka vöðvaþol og byggir upp fallega og tónaða vöðva. Ásamt The home workout býð ég upp á 30 mínútna jóga flæði, 15 mínútna teygju- og liðleikaæfingar, 10 til 15 mínútna „míní-seriur“ og svo er hægt að bóka 30 mínútna einkasamtal við mig þar sem við ræðum líkamsræktarmarkmið hvers og eins, mataræði og annað sem hvetur meðlimi áfram. Hægt er að nálgast allar æfingarnar frá upphafi inn á heimasíðunni sem eru komnar yfir 100 talsins.“ Sara segir að hún hafi verið orðlaus yfir viðbrögðunum sem hún fékk við síðunni. „Margar konur voru svo þakklátar fyrir að ég hafi brugðist svona hratt við, þar sem enginn gat lengur farið í ræktina sína til að æfa. Á internetinu er hafsjór af æfingum en það sem ég vildi bjóða upp á væri hágæða æfingar, allar á sama stað og hægt að gera á stuttum tíma. Ég umturnaði stofunni upp í sveit til þess að ég gæti tekið upp en þar sem ég var ekki alveg búin að hugsa og pæla í þessu í langan tíma ákvað ég að byrja að taka upp á símann minn þar það var það eina sem ég var með. Ég notaði bækur og stóla til að halda við símann og tók upp þrjá 30 mínútna tíma og setti inn á heimsíðuna. Þannig byrjaði Withsara.“ Meðlimir í yfir 30 löndum Þessi hugmynd var samt fljót að stækka og setti Sara strax metnað í að gera myndböndin enn betri. „Þegar ég þekkti ekki lengur konurnar sem skráðu sig í áskrift, eða þær voru frá öðrum löndum en Íslandi eða Svíþjóð, ákvað ég að auka gæðin við framleiðslu á myndböndunum og finna rými til þess að taka upp í. Ég var með ákveðna hugmynd hvernig bakgrunn ég vildi hafa. Ég vildi stóran og fallegan glugga, bjart rými og töff stemningu. Það tók nokkrar vikur að þræða Stokkhólm í leit af hinu fullkomna rými. Eftir mikla leit fann ég það sem ég var að leita af og gæti ekki verið ánægðari með útkomuna.“ Aðsend mynd/Sara Snædís Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og borgaði það sig augljóslega fyrir Söru að hafa alla kennsluna á ensku. Hún býður líka fólki að prófa frítt í sjö daga og segja upp áskriftinni hvenær sem er, sem hefur fengið góðar viðtökur. „Á aðeins fimm mánuðum hefur síðan farið úr því að hafa aðeins vini og vandamenn sem meðlimi í það að þjónusta konur í meira en 30 löndum. Það er svo æðislegt að vita af því að af þeim eru hundruð íslenskra kenna sem eru meðlimir. Þó svo að líkamsræktastöðvar hafi opnað aftur er greinilegt að konur kunna að meta það að hafa möguleikann á að æfa heiman frá sér.“ Áhugasamir geta fylgst með Söru á Instagram undir notendanafninu @sarasnaedis, á Facebook undir @Withsaraco og á heimasíðunni hennar, withsara.co. Sara segir að hún sé stöðugt að þróa kerfin á bak við síðuna til þess að auka enn betur notagildið og gera það enn betur fyrir meðlimi að taka æfingar og ná markmiðum. „Ég ætla halda áfram að þróa síðuna, búa til efni og kenna. Nýverið lauk ég námi í heilsuþjálfun frá Institute for Integrative Nutrition í New York og stefni á að bæta þeim vinkli við enn frekar inn á heimasíðuna. Margt fram undan og ég er mjög spennt fyrir komandi vetri.“ Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Helgarviðtal Tengdar fréttir „Ég ætlaði ekki að trúa því að ég hefði klárað þetta“ Þóra Rós Guðbjartsdóttir jógakennari ákvað að setja sér háleitt markmið eftir að hún eignaðist yngra barnið sitt á síðasta ári. Hún vildi ná aftur andlegum og líkamlegum styrk og tókst það svo sannarlega. Í sumar hljóp hún Laugavegshlaupið, 55 kílómetra og sannaði fyrir sjálfri sér að ekkert er ómögulegt. 6. september 2020 09:00 „Ofbeldið hafði óafturkræf áhrif á mig sem barn og unga konu“ Fjölgun hefur verið á tilkynningum um ofbeldi í faraldri kórónuveirunnar hér á landi, meðal annars vegna ofbeldis gegn börnum. Sigríður Björnsdóttir sálfræðingur varð fyrir kynferðisofbeldi í æsku og hefur helgað líf sitt að fræða aðra og hjálpa fólki að vinna úr áföllum. 30. ágúst 2020 09:00 Þakklátur fyrir að fá að segja sögurnar á bak við augnablikin Ragnar Axelsson ljósmyndari, betur þekktur sem RAX, segist vera smámunasamur og fer oft margar ferðir á sama staðinn til að ná réttu myndinni. Í nýjum þáttum segir hann frá sínum þekktustu ljósmyndunum og öllu því sem hann lagði á sig til þess að fanga þau augnablik. 23. ágúst 2020 10:45 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
„Hreyfing hefur alltaf verið stór partur af mínu lífi,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir þjálfari og jógakennari. Hundruð Íslenskra kvenna byrjuðu í fjarþjálfun hjá Söru þegar líkamsræktarstöðvar lokuðu hér á landi vegna heimsfaraldurs. Í fyrstu voru það aðeins vinir og vandamenn en nú þjálfar Sara konur í yfir 30 löndum. „Ég byrjaði mjög ung að æfa ballet í Klassíska Listdansskólanum og æfði þar ballet alveg fram undir tvítugt í bland við nútímadans. Eftir menntaskóla flutti ég til London og stundaði þar B.A. nám í nútímadansi.“ Eftir að Sara flutti heim frá London hélt hún áfram að dansa í nokkur ár samhliða því að kenna jóga og hóptíma í Hreyfingu. „Samhliða dansnáminu í London fór ég að stunda jóga en mér fannst það gefa mér ákveðinn innra frið og hjálpaði líkamanum mínum að losa burt streitu og álag sökum krefjandi æfinga. Ég fann alveg frá upphafi að jóga væri eitthvað sem ég myndi stunda til framtíðar en á þessum tíma voru ekki margir á mínum aldri farnir að stunda jóga og var ekki nærri því eins vinsælt og það er í dag. Það sem heillaði mig mest var að þetta var ekki spurning um fullkomin form og framkomu eins og í dansinum heldur frekar kom hreyfingin innan frá í takt við andardráttinn.“ Allir ættu að finna tíma Þetta var aðeins byrjunin og jóga átti eftir að verða enn stærri hluti af lífi og starfi Söru. „Þegar ég fór til Goa í Indlandi 2013 í jóganám, dýpkaði ég enn betur skilninginn og tilganginn með jóga og gaf mér nýja sýn á mikilvægi þess að gefa sér stund fyrir að finna innri ró hvort það sé með hugleiðslu, öndun eða jógaæfingu. Jóga er fyrir alla. Jóga hjálpar okkur við að ná betri tengingu við okkur sjálf, kennir okkur að anda djúpt og tekur okkur inn í friðsælan heim, burt frá amstri dagsins.“ Sara segir að hreyfingin sé lykillinn að hennar andlega og líkamlega jafnvægi. „Það skiptir mig miklu máli að lifa heilbrigðum lífstíl og er hreyfing eitt af lykilatriðunum þar. Allir ættu að finna sér tíma til þess að hreyfa sig daglega, hvort sem það er í 10 mínútur eða klukkutíma. Mig langar að vera hvatning fyrir allar konur sem hafa í nógu að snúast og eiga erfitt með að finna ánægjuna og mikilvægi þess að hreyfa sig daglega. Að byggja upp hraustan, sterkan líkama og finna andlegt jafnvægi hjálpar okkur að takast á við lífið í allri sinni fjölbreyttustu mynd. Það sem jóga gerir fyrir mig er það að slakar á huganum, losar um streitu í líkamanum og hjálpar mér að anda djúpt. Að nota öndunina markvisst í jóga opnar nýja vídd í hreyfingu sem gefur manni kost á að hreyfa sig með meiri mýkt, slaka á spenntum vöðvum og láta egóið ekki taka völdin með gagnrýni, samanburði og óþolinmæði.“ Vildu víkka sjóndeildarhringinn Árið 2012 fór Sara á hóptímaþjálfaranámskeið og fór í kjölfarið að kenna hóptíma, þá allra helst Barre tíma, heita tíma, jóga og Body Balance. Einnig er hún með RYT 200 jógakennararéttindi frá Yoga Shala. Nokkrum árum seinna var hún orðinn vinsæll hóptímakennari í líkamsræktarstöðvum í Svíþjóð, þar sem hún býr og starfar enn í dag. „Mér og manninum mínu höfðum lengi látið okkur dreyma um að flytja aftur erlendis til að breyta til, víkka sjóndeildarhringinn og fara út fyrir það hefðbundna og sjá hvað það myndi gefa af sér. En lífið bauð ekki upp á það fyrr en árið 2017, þá komin með eina tveggja og hálfs árs gamla dóttur og aðra á leiðinni. Við ákváðum að láta það ekki stoppa okkur. Þegar maðurinn minn komst inn i KTH í Stokkhólmi í mastersnám í frumkvöðlafræði og nýsköpun fluttum við út.“ View this post on Instagram A post shared by SARA SNÆDIS (@sarasnaedis) on Aug 23, 2020 at 1:35am PDT Þjálfar starfsfólk Spotify Sara kennir vinsæla Barre tíma í stærsta „boutique“ stúdíó-inu í Stokkhólmi. „Sem yfirkennari þar hef ég verið að byggja upp og þróa Barre tímana, sem hafa vaxið ört síðast liðið árið sökum þess að þeir eru öðruvísi en það sem hefur verið boðið upp á áður. Unnið er takt við tónlist sem er spiluð hátt til að skapa góða stemningu, æfingarnar henta öllum og er salurinn sérstaklega sérsniðinn fyrir Barre sem gerir upplifunina einstaka. Æfingarnar eru blandaðar af Pilates, styrktaræfingum, þolæfingum og teygjuæfingum og er stór partur af tímanum gerður við stöng til að þjálfa neðri hluta líkamans betur og meira. Einnig kenni ég starfsfólki í höfuðstöðvum Spotify Pilates tíma, jóga í samstarfi við Lululemon og Vinyasa flæði í Altromondo sem er eitt stærsta jógastúdió-ið í Stokkhólmi.“ Svíarnir gerðu þetta öðruvísi Sara segir að markmiðið sé að hver tími eigi að vera upplifun út af fyrir sig. „Tónlistin er alltaf út pæld, „deep house“ tónlist í bland við nýjustu smelli. Ég vil að kúnnarnir mínir fái alltaf tíma upp á 100 og þau labba út endurnærð, kófsveitt og í „endorphine“ vímu. Almennt markmiðið mitt sem þjálfari er að hvetja fólk til þess að gera hreyfingu að vana og lífstíl. Lykilatriðið er að finna æfingu sem gefur ánægju og verður ómissandi með tímanum. Þess vegna legg ég upp á því að hafa tímana mína skemmtilega, fulla af orku og alltaf krefjandi fyrir alla, sama hversu langt þeir eru komnir.“ Þegar kórónuveiran sem veldur Covid-19 sjúkdómnum fór að gera vart við sig í Svíþjóð þurfti Sara að endurhugsa kennsluaðferðirnar. „Eins og mörgum er kunnugt þá tóku Svíar öðruvísi á faraldrinum en aðrar nágrannaþjóðir og þar af leiðandi voru hömlur og reglur ekki eins stórtækar og annarsstaðar. Stúdíó-ið sem ég kenni í lokaði aldrei og lífið gekk nánast sinn vanagang. Að sjálfsögðu eru fjöldatakmarkanir í tíma og tveggja metra reglunni fylgt eins og kostur er. Einnig höfum við alveg hætt að leiðrétta fólk í tíma með snertingu og höldum okkur í góðri fjarlægð, sem má segja hafi verið ein stærsta breytingin þegar kemur að kennsluháttum. Ég vinn mikið með „hands on“ leiðréttingar og þurfti ég því að breyta mikið hvernig ég útskýri og leiðrétti hreyfingar.“ Tók upp símamyndbönd í bústaðnum Fjölskyldan tók skyndiákvörðun um miðjan mars og pakkaði í tösku og ferðuðust með flugi til Íslands. „Þar vorum við í átta vikur áður en við ákváðum að fara aftur til baka. Þar sem leikskólar hafa haldist opnir í Svíþjóð hafa dætur okkar fengið að halda sinni rútínu, sem hefur komið sér mjög vel. Í byrjun fannst okkur erfitt að vera svona langt í burtu frá okkar helsta fólki á Íslandi þegar óvissan var svo mikil. En svo er þetta eins og allt annað, maður aðlagast breyttum aðstæðum og svona er þetta bara núna og maður lifir samkvæmt því. Við förum varlega, sýnum ábyrgð og pössum upp á hvort annað.“ View this post on Instagram Feels amazing being back teaching Barre @becoresthlm . Tue 11:00 / Wed 11:30 / Thu 11:00&17:00 A post shared by SARA SNÆDIS (@sarasnaedis) on May 28, 2020 at 7:31am PDT Það var í Íslandsheimsókninni sem Sara fékk hugmyndina að fjarþjálfuninni sinni, Withsara. „Þegar við fjölskyldan lendum á Íslandi förum við beint í sóttkví uppi í sveit. Það rann fljótt upp fyrir mér að hvorki ég né aðrar konur sem ég hef þjálfað gætu æft eins og áður. Ég ákvað því að taka upp þrjá tíma á símann minn, setja saman heimasíðu og birta tímana þar. Einhver óljós útgáfa af Withsara hafði þó kraumað í kollinum um nokkurt skeið. Withsara hentar öllum en hafa verið sérstaklega vinsæl hjá konum. Eftir að hafa rætt við mikinn fjölda kvenna í gegnum tíðina þá er tímaleysi yfirleitt ástæðan fyrir því að þær stunda ekki líkamsrækt að staðaldri. Við vinnum lengi og heimilishaldið tekur sinn tíma og ferð í ræktina eða hóptíma getur tekið tvær klukkustundir, og kannski vilja sumar okkar síður æfa í margmenni. Ég vildi hanna mína tíma þannig að konur gætu nýtt sér þá hvar og hvenær sem væri, í gegnum tölvu eða farsíma, og verið búnar með æfingu dagsins eftir 30 mínútur. Með því að hafa aðgengi af skipulögðum, fjölbreyttum og árangursríkum heimaæfingum og upplifa sig nánast eins og að vera í hóptíma inn í stofu hjá sér er lykilatriði og það sem hefur vakið lukku hjá meðlimum.“ Þakklátar fyrir skjót viðbrögð Kjarni heimasíðunnar er heimaæfingin og það eru 30 mínútna tímar á myndbandsformi, þar sem unnið er með eigin líkamsþyngd. „Ég birti þrjár nýjar æfingar í upphaf vikunnar og hægt er að gera þær hvar og hvenær sem er. Æfingarnar styrkja djúpvöðva líkamans, auka vöðvaþol og byggir upp fallega og tónaða vöðva. Ásamt The home workout býð ég upp á 30 mínútna jóga flæði, 15 mínútna teygju- og liðleikaæfingar, 10 til 15 mínútna „míní-seriur“ og svo er hægt að bóka 30 mínútna einkasamtal við mig þar sem við ræðum líkamsræktarmarkmið hvers og eins, mataræði og annað sem hvetur meðlimi áfram. Hægt er að nálgast allar æfingarnar frá upphafi inn á heimasíðunni sem eru komnar yfir 100 talsins.“ Sara segir að hún hafi verið orðlaus yfir viðbrögðunum sem hún fékk við síðunni. „Margar konur voru svo þakklátar fyrir að ég hafi brugðist svona hratt við, þar sem enginn gat lengur farið í ræktina sína til að æfa. Á internetinu er hafsjór af æfingum en það sem ég vildi bjóða upp á væri hágæða æfingar, allar á sama stað og hægt að gera á stuttum tíma. Ég umturnaði stofunni upp í sveit til þess að ég gæti tekið upp en þar sem ég var ekki alveg búin að hugsa og pæla í þessu í langan tíma ákvað ég að byrja að taka upp á símann minn þar það var það eina sem ég var með. Ég notaði bækur og stóla til að halda við símann og tók upp þrjá 30 mínútna tíma og setti inn á heimsíðuna. Þannig byrjaði Withsara.“ Meðlimir í yfir 30 löndum Þessi hugmynd var samt fljót að stækka og setti Sara strax metnað í að gera myndböndin enn betri. „Þegar ég þekkti ekki lengur konurnar sem skráðu sig í áskrift, eða þær voru frá öðrum löndum en Íslandi eða Svíþjóð, ákvað ég að auka gæðin við framleiðslu á myndböndunum og finna rými til þess að taka upp í. Ég var með ákveðna hugmynd hvernig bakgrunn ég vildi hafa. Ég vildi stóran og fallegan glugga, bjart rými og töff stemningu. Það tók nokkrar vikur að þræða Stokkhólm í leit af hinu fullkomna rými. Eftir mikla leit fann ég það sem ég var að leita af og gæti ekki verið ánægðari með útkomuna.“ Aðsend mynd/Sara Snædís Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og borgaði það sig augljóslega fyrir Söru að hafa alla kennsluna á ensku. Hún býður líka fólki að prófa frítt í sjö daga og segja upp áskriftinni hvenær sem er, sem hefur fengið góðar viðtökur. „Á aðeins fimm mánuðum hefur síðan farið úr því að hafa aðeins vini og vandamenn sem meðlimi í það að þjónusta konur í meira en 30 löndum. Það er svo æðislegt að vita af því að af þeim eru hundruð íslenskra kenna sem eru meðlimir. Þó svo að líkamsræktastöðvar hafi opnað aftur er greinilegt að konur kunna að meta það að hafa möguleikann á að æfa heiman frá sér.“ Áhugasamir geta fylgst með Söru á Instagram undir notendanafninu @sarasnaedis, á Facebook undir @Withsaraco og á heimasíðunni hennar, withsara.co. Sara segir að hún sé stöðugt að þróa kerfin á bak við síðuna til þess að auka enn betur notagildið og gera það enn betur fyrir meðlimi að taka æfingar og ná markmiðum. „Ég ætla halda áfram að þróa síðuna, búa til efni og kenna. Nýverið lauk ég námi í heilsuþjálfun frá Institute for Integrative Nutrition í New York og stefni á að bæta þeim vinkli við enn frekar inn á heimasíðuna. Margt fram undan og ég er mjög spennt fyrir komandi vetri.“
Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Helgarviðtal Tengdar fréttir „Ég ætlaði ekki að trúa því að ég hefði klárað þetta“ Þóra Rós Guðbjartsdóttir jógakennari ákvað að setja sér háleitt markmið eftir að hún eignaðist yngra barnið sitt á síðasta ári. Hún vildi ná aftur andlegum og líkamlegum styrk og tókst það svo sannarlega. Í sumar hljóp hún Laugavegshlaupið, 55 kílómetra og sannaði fyrir sjálfri sér að ekkert er ómögulegt. 6. september 2020 09:00 „Ofbeldið hafði óafturkræf áhrif á mig sem barn og unga konu“ Fjölgun hefur verið á tilkynningum um ofbeldi í faraldri kórónuveirunnar hér á landi, meðal annars vegna ofbeldis gegn börnum. Sigríður Björnsdóttir sálfræðingur varð fyrir kynferðisofbeldi í æsku og hefur helgað líf sitt að fræða aðra og hjálpa fólki að vinna úr áföllum. 30. ágúst 2020 09:00 Þakklátur fyrir að fá að segja sögurnar á bak við augnablikin Ragnar Axelsson ljósmyndari, betur þekktur sem RAX, segist vera smámunasamur og fer oft margar ferðir á sama staðinn til að ná réttu myndinni. Í nýjum þáttum segir hann frá sínum þekktustu ljósmyndunum og öllu því sem hann lagði á sig til þess að fanga þau augnablik. 23. ágúst 2020 10:45 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
„Ég ætlaði ekki að trúa því að ég hefði klárað þetta“ Þóra Rós Guðbjartsdóttir jógakennari ákvað að setja sér háleitt markmið eftir að hún eignaðist yngra barnið sitt á síðasta ári. Hún vildi ná aftur andlegum og líkamlegum styrk og tókst það svo sannarlega. Í sumar hljóp hún Laugavegshlaupið, 55 kílómetra og sannaði fyrir sjálfri sér að ekkert er ómögulegt. 6. september 2020 09:00
„Ofbeldið hafði óafturkræf áhrif á mig sem barn og unga konu“ Fjölgun hefur verið á tilkynningum um ofbeldi í faraldri kórónuveirunnar hér á landi, meðal annars vegna ofbeldis gegn börnum. Sigríður Björnsdóttir sálfræðingur varð fyrir kynferðisofbeldi í æsku og hefur helgað líf sitt að fræða aðra og hjálpa fólki að vinna úr áföllum. 30. ágúst 2020 09:00
Þakklátur fyrir að fá að segja sögurnar á bak við augnablikin Ragnar Axelsson ljósmyndari, betur þekktur sem RAX, segist vera smámunasamur og fer oft margar ferðir á sama staðinn til að ná réttu myndinni. Í nýjum þáttum segir hann frá sínum þekktustu ljósmyndunum og öllu því sem hann lagði á sig til þess að fanga þau augnablik. 23. ágúst 2020 10:45
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið