Auðveldasta leiðin til þess að auka framboð á hagkvæmu húsnæði Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 15. september 2020 15:30 Eins og þekkt er hefur þurft að ráðast í ýmsar lausnir til þess að vinda ofan af húsnæðisvandanum og háu húsnæðisverði í borginni. Eðlileg ársfjölgun á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var undir meðaltali á árunum 2009 til 2016. Í framhaldinu eða allt frá á árinu 2017 hefur fólksfjölgun verið talsvert minni í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og eru því sterkar vísbendingar um að ekki hafi verið byggt nægjanlega mikið í Reykjavík. Afleiðingarnar eru að þvert á áætlanir borgaryfirvalda um þéttingu byggðar og nú sækir ungt fólk og fjölskyldufólk í meira mæli í nærliggjandi sveitarfélög. Vandinn er heimatilbúinn Við smíð á lausnum á húsnæðisvandanum hefur fallið til óheyrilegur kostnaður vegna vinnu ýmissa sérfræðinga og starfsfólks borgarinnar. En í grunninn snýst þetta jú bara um að hið sáraeinfalda lögmál um framboð og eftirspurn. Sé þörfinni eftir íbúðum mætt verða aðstæður ekki þannig að fasteignir og leiga þeirra geti verið verðlagðar upp í rjáfur. Svo skiptir máli hvar er valið að byggja. Þurfi að færa atvinnustarfsemi til þess að byggja nýjar íbúðir minnka líkurnar á því að fyrstu kaupendur geti fjárfest án einhvers konar niðurgreiðslu af hálfu hins opinbera. Sé hægt að nýta þegar tilbúna innviði aukast líkurnar. Í miklum fasteignaskorti skapast ennfremur freistnivandi fyrir skipulagsyfirvöld til þess að stýra því hvernig fólk býr í stað þess að eftirspurn ráði því hvar sé byggt. Í dag er hátt fermetraverð og þröngbýli gjarnan fylgifiskur nýrra íbúða sem sagðar eru hagkvæmar og fullyrt er að langflestir vilji búa miðsvæðis. Ef litið er nánar á viðskipti á fasteignamarkaðnum sést hins vegar að það er ekki algilt, í austasta hverfi borgarinnar, það er Norðlingaholti, er til að mynda barist um íbúðir sem eru settar á sölu og söluverð er vanalega langt yfir fasteignamati. Fasteignaviðskipti hafa einnig verið fjörug í nærliggjandi sveitarfélögum á Suðurlandi, í Ölfus og Árborg svo eitthvað sé nefnt. Gert ráð fyrir 4000 íbúðum í Vatnsmýri án vissu um nýtt flugvallarstæði Framangreindur vandi hefur rist svo djúpt að ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að veita fjármunum í að vinda ofan af honum með því að gefa möguleika á svonefndum hlutdeildarlánum. Þau gera kaupendum kleift að fjárfesta í íbúð með lægri útborgun en áður. Þetta mun breikka mögulegan kaupendahóp og því verður á næstu árum jafnvel enn mikilvægara en áður að mæta eftirspurninni. Samtök iðnaðarins hefur metið svo að til ársins 2040 þurfi að byggja 1200 íbúðir á ári. Áætlun Reykjavíkurborgar tekur mið af þessu þannig byggja eigi um 1000 íbúðir á ári en þær fyrirætlanir gera þó ráð fyrir að byggðar verði 4000 íbúðir á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýri. Fátt bendir til þess að svo geti orðið. Nýleg beiðni borgarstjóra um að færa flugvöllinn úr borginni mun ólíklega breyta neinu þar um enda er ekki búið að finna nýtt flugvallarstæði. Til þess að koma í veg fyrir að höfuðborgin missi af lestinni öðru sinni er mikilvægt að tryggja öruggt framboð hagkvæms húsnæðis á næstu árum. Stoppa þarf í gatið í fyrirætlunum meirihlutans og því leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að borgarstjórn samþykki í dag breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sem heimilar íbúðabyggð í Keldnalandinu annars vegar og Örfirisey hins vegar. Samhliða þessu verði farið í að skipuleggja atvinnulóðir á Keldum. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Eins og þekkt er hefur þurft að ráðast í ýmsar lausnir til þess að vinda ofan af húsnæðisvandanum og háu húsnæðisverði í borginni. Eðlileg ársfjölgun á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var undir meðaltali á árunum 2009 til 2016. Í framhaldinu eða allt frá á árinu 2017 hefur fólksfjölgun verið talsvert minni í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og eru því sterkar vísbendingar um að ekki hafi verið byggt nægjanlega mikið í Reykjavík. Afleiðingarnar eru að þvert á áætlanir borgaryfirvalda um þéttingu byggðar og nú sækir ungt fólk og fjölskyldufólk í meira mæli í nærliggjandi sveitarfélög. Vandinn er heimatilbúinn Við smíð á lausnum á húsnæðisvandanum hefur fallið til óheyrilegur kostnaður vegna vinnu ýmissa sérfræðinga og starfsfólks borgarinnar. En í grunninn snýst þetta jú bara um að hið sáraeinfalda lögmál um framboð og eftirspurn. Sé þörfinni eftir íbúðum mætt verða aðstæður ekki þannig að fasteignir og leiga þeirra geti verið verðlagðar upp í rjáfur. Svo skiptir máli hvar er valið að byggja. Þurfi að færa atvinnustarfsemi til þess að byggja nýjar íbúðir minnka líkurnar á því að fyrstu kaupendur geti fjárfest án einhvers konar niðurgreiðslu af hálfu hins opinbera. Sé hægt að nýta þegar tilbúna innviði aukast líkurnar. Í miklum fasteignaskorti skapast ennfremur freistnivandi fyrir skipulagsyfirvöld til þess að stýra því hvernig fólk býr í stað þess að eftirspurn ráði því hvar sé byggt. Í dag er hátt fermetraverð og þröngbýli gjarnan fylgifiskur nýrra íbúða sem sagðar eru hagkvæmar og fullyrt er að langflestir vilji búa miðsvæðis. Ef litið er nánar á viðskipti á fasteignamarkaðnum sést hins vegar að það er ekki algilt, í austasta hverfi borgarinnar, það er Norðlingaholti, er til að mynda barist um íbúðir sem eru settar á sölu og söluverð er vanalega langt yfir fasteignamati. Fasteignaviðskipti hafa einnig verið fjörug í nærliggjandi sveitarfélögum á Suðurlandi, í Ölfus og Árborg svo eitthvað sé nefnt. Gert ráð fyrir 4000 íbúðum í Vatnsmýri án vissu um nýtt flugvallarstæði Framangreindur vandi hefur rist svo djúpt að ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að veita fjármunum í að vinda ofan af honum með því að gefa möguleika á svonefndum hlutdeildarlánum. Þau gera kaupendum kleift að fjárfesta í íbúð með lægri útborgun en áður. Þetta mun breikka mögulegan kaupendahóp og því verður á næstu árum jafnvel enn mikilvægara en áður að mæta eftirspurninni. Samtök iðnaðarins hefur metið svo að til ársins 2040 þurfi að byggja 1200 íbúðir á ári. Áætlun Reykjavíkurborgar tekur mið af þessu þannig byggja eigi um 1000 íbúðir á ári en þær fyrirætlanir gera þó ráð fyrir að byggðar verði 4000 íbúðir á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýri. Fátt bendir til þess að svo geti orðið. Nýleg beiðni borgarstjóra um að færa flugvöllinn úr borginni mun ólíklega breyta neinu þar um enda er ekki búið að finna nýtt flugvallarstæði. Til þess að koma í veg fyrir að höfuðborgin missi af lestinni öðru sinni er mikilvægt að tryggja öruggt framboð hagkvæms húsnæðis á næstu árum. Stoppa þarf í gatið í fyrirætlunum meirihlutans og því leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að borgarstjórn samþykki í dag breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sem heimilar íbúðabyggð í Keldnalandinu annars vegar og Örfirisey hins vegar. Samhliða þessu verði farið í að skipuleggja atvinnulóðir á Keldum. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun