Skoðun

Hve­nær ætlar þú að elska líkama þinn?

Anna Claessen skrifar

Í kjólinn fyrir jólin …. Lýsir best hugskekkju okkar um hvernig við höldum að líkami okkar eigi að vera. Eitthvað ákveðið form fyrir ákveðinn tíma.

Sjáum fyrir okkur fallegan líkama á baðströnd í fullkominni Instagram mynd. Sérðu þinn líkama?

Hvað hatarðu við líkama þinn?

Hvað elskarðu við líkama þinn?

Hvor listinn er lengri?

Hvað þyrfti fyrir þig til að elska líkama þinn eins og hann er?

Hvað þyrftir þú að trúa til að elska líkama þinn eins og hann er?

Dæmir þú ástvini þína eins hart og þig sjálfan?

Hvað ertu að fá út úr því að hata sjálfa/n þig?

Hvernig myndi þér líða ef þú fílaðir sjálfa/n þig eins og þú ert?

Hvað er að stoppa þig?

Kannski bara þú

Ekki nota hatrið í ferlinum að grenna þig eða styrkja. Það er svo vont og meiri líkur á að þú dettur í gamla farið að hata sjálfa/n þig.

Hvað þyrfti til að elska ferlið? - Finna einhverja skemmtilega hreyfingu (prufa þig áfram þar til þú finnur það)

- Draga félaga eða ástvin með þér í ferlið - Finna góðan og hollan mat eða hollari útgáfu af matnum sem maður dýrkar og dáir

- Ekki refsa þér heldur fagna þér fyrir hvert lítið skref sem þú tekur í áttina að betra lífi - Skemmta þér í ferlinu, hlæja, fagna, kynnast fólki og vörum og hafa gaman að.

Hvenær ætlar þú að elska líkama þinn?

Hvað með núna?




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×