Snillingur og furðufugl sem þoldi ekki fúskara Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2020 10:31 Laddi, Karl Ágúst og Siggi Sigurjóns minntust Gísla Rúnars með fallegum orðum í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli Rúnar var einn af okkar hæfileikaríkustu listamönnum. Leikari, leikstjóri, handritahöfundur, rithöfundur, þýðandi og svo margt fleira. Þótt Gísli Rúnar Jónsson sé fallinn frá 67 ára að aldri skilur hann eftir sig ómælt magn af ritverkum og ógleymanlega karaktera. Fjallað var um Gísla Rúnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli var kaffibrúsakall, Anton flugstjóri, maðurinn á bakvið það sem mörgum þykja hafa verið bestu áramótaskaupin og Heilsubælið í Gervahverfi þar sem hann leikstýrði og lék minnsta hlutverkið en tókst samt að fara langt með að stela senunni. En hvernig endaði leikstjórinn í þessu hlutverki? Það er saga að segja frá því. Ódauðlega hlutverkið í Heilsubælinu í Gervahverfi. „Það var þannig að hann ætlaði ekkert að koma fram í þessu,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, í þættinum í gær. „Ég og Edda vorum hörð á því að hann yrði að koma fram í þessum þáttum. Við sögðumst bara ætla hætta í þáttunum ef hann myndi ekki vera með, því við vissum það að hann yrði að vera með því hann væri góður leikari, góður að búa til karaktera. Enda bjó hann til ódauðlegan karakter þarna.“ „Gísli var flókinn persóna en fyrst og síðast var hann húmoristi,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, leikar og vinur Gísla. „Þetta var stórmerkilegur maður og frábær listamaður og fjölhæfur með afbrigðum,“ segir Sigurður Sigurjónsson leikari. Vinir Gísla lýsa honum sem algjörum snillingi. „Það er varla hægt að lýsa honum í nokkrum orðum. Þetta var svo stór maður, hann var risi í sínu fagi. Það er bara eitt orð yfir hann, hann var snillingur,“ segir Laddi. „Hann var líka furðufugl og gat verið afskaplega erfiður í vinnu vegna þess að hann var fullkomnunarsinni og gerði miklar kröfur til manns og sjálfs síns um leið. En fyrst og fremst var þetta svo frábær og skemmtilegur félagi og það var eiginlega grátið úr hlátri alla daga,“ segir Sigurður. „Það var aldrei klukkan sem stjórnaði honum, hann hætti ekki fyrr en hann var orðinn ánægður. Hann vildi að allt væri fullkomið. Þetta var eitt af því sem gerði hann af þeim snillingi sem hann var. Hann sætti sig ekki við fúsk, hann þoldi ekki fúsk,“ segir Karl Ágúst. Hér að neðan má sjá innslagið um Gísla Rúnar og hvernig vinir hans tala um þennan merkilega mann. Ísland í dag Uppistand Bíó og sjónvarp Leikhús Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Gísli Rúnar var einn af okkar hæfileikaríkustu listamönnum. Leikari, leikstjóri, handritahöfundur, rithöfundur, þýðandi og svo margt fleira. Þótt Gísli Rúnar Jónsson sé fallinn frá 67 ára að aldri skilur hann eftir sig ómælt magn af ritverkum og ógleymanlega karaktera. Fjallað var um Gísla Rúnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli var kaffibrúsakall, Anton flugstjóri, maðurinn á bakvið það sem mörgum þykja hafa verið bestu áramótaskaupin og Heilsubælið í Gervahverfi þar sem hann leikstýrði og lék minnsta hlutverkið en tókst samt að fara langt með að stela senunni. En hvernig endaði leikstjórinn í þessu hlutverki? Það er saga að segja frá því. Ódauðlega hlutverkið í Heilsubælinu í Gervahverfi. „Það var þannig að hann ætlaði ekkert að koma fram í þessu,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, í þættinum í gær. „Ég og Edda vorum hörð á því að hann yrði að koma fram í þessum þáttum. Við sögðumst bara ætla hætta í þáttunum ef hann myndi ekki vera með, því við vissum það að hann yrði að vera með því hann væri góður leikari, góður að búa til karaktera. Enda bjó hann til ódauðlegan karakter þarna.“ „Gísli var flókinn persóna en fyrst og síðast var hann húmoristi,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, leikar og vinur Gísla. „Þetta var stórmerkilegur maður og frábær listamaður og fjölhæfur með afbrigðum,“ segir Sigurður Sigurjónsson leikari. Vinir Gísla lýsa honum sem algjörum snillingi. „Það er varla hægt að lýsa honum í nokkrum orðum. Þetta var svo stór maður, hann var risi í sínu fagi. Það er bara eitt orð yfir hann, hann var snillingur,“ segir Laddi. „Hann var líka furðufugl og gat verið afskaplega erfiður í vinnu vegna þess að hann var fullkomnunarsinni og gerði miklar kröfur til manns og sjálfs síns um leið. En fyrst og fremst var þetta svo frábær og skemmtilegur félagi og það var eiginlega grátið úr hlátri alla daga,“ segir Sigurður. „Það var aldrei klukkan sem stjórnaði honum, hann hætti ekki fyrr en hann var orðinn ánægður. Hann vildi að allt væri fullkomið. Þetta var eitt af því sem gerði hann af þeim snillingi sem hann var. Hann sætti sig ekki við fúsk, hann þoldi ekki fúsk,“ segir Karl Ágúst. Hér að neðan má sjá innslagið um Gísla Rúnar og hvernig vinir hans tala um þennan merkilega mann.
Ísland í dag Uppistand Bíó og sjónvarp Leikhús Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira