Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Atli Freyr Arason skrifar 27. september 2020 18:25 Umdeildur. VÍSIR/VILHELM Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, var að vonum ánægður með stigin þrjú sem liðið fékk gegn KR í viðtali eftir leik. „Það er gleði, við náum einhvern veginn að knýja þetta fram,“ sagði Ólafur Ingi strax í leikslok. Því næst var Ólafur beðinn um að lýsa atvikinu umdeilda á níundu mínútu uppbótatíma sem á sennilega eftir að verða ansi umtalað næstu daga. Ólafur hrundi þá í jörðina eftir samskipti við Beiti Ólafsson, markvörð KR. Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, hugðist ekki dæma á atvikið en aðstoðarmaður hans, Bryngeir Valdimarsson, virtist ná að sannfæra Ívar um að Beitir hafi gerst brotlegur. Vítaspyrna dæmd auk þess sem Beiti var vikið af velli. „Við eigum aukaspyrnu og ég set smá pressu á Beiti og reyni að trufla hann aðeins í kastinu út, ég ætlaði að reyna að stöðva þessa skyndisókn án þess að brjóta á honum eða fá gult eða eitthvað slíkt og þá olnbogar hann mig bara í nefið. Sem betur fer voru bara menn sem sáu þetta og þetta var bara víti og rautt,“ sagði Ólafur Ingi ekki í nokkrum vafa um það hvort að dómarateymið hefði átt að dæma vítaspyrnu eða ekki. „Hann allavega setur olbogann í andlitið á mér og það hlýtur að vera víti,“ bætti Óli við. Þessi sigur færir Fylki upp í þriðja sætið sem gefur pláss í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn hafa þó ekki mikinn áhuga að tala um Evrópudrauma eins og er. „Við erum ekkert komnir þangað í huganum. Við erum bara að taka hvern leik fyrir sig og það heldur bara áfram. Það er búið að vera planið allan tímann að ná að sýna okkar rétta andlit í sem flestum leikjum en auðvitað koma leikir inn á milli sem maður nær ekki alveg að gíra alla upp en þeir eru búnir að vera margir, góðu leikirnir í sumar. Við þurfum bara áfram að halda þétt á spöðunum og taka þetta með sömu nálgun og við höfum verið að gera,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason að lokum. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Fylkir KR Tengdar fréttir Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, var að vonum ánægður með stigin þrjú sem liðið fékk gegn KR í viðtali eftir leik. „Það er gleði, við náum einhvern veginn að knýja þetta fram,“ sagði Ólafur Ingi strax í leikslok. Því næst var Ólafur beðinn um að lýsa atvikinu umdeilda á níundu mínútu uppbótatíma sem á sennilega eftir að verða ansi umtalað næstu daga. Ólafur hrundi þá í jörðina eftir samskipti við Beiti Ólafsson, markvörð KR. Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, hugðist ekki dæma á atvikið en aðstoðarmaður hans, Bryngeir Valdimarsson, virtist ná að sannfæra Ívar um að Beitir hafi gerst brotlegur. Vítaspyrna dæmd auk þess sem Beiti var vikið af velli. „Við eigum aukaspyrnu og ég set smá pressu á Beiti og reyni að trufla hann aðeins í kastinu út, ég ætlaði að reyna að stöðva þessa skyndisókn án þess að brjóta á honum eða fá gult eða eitthvað slíkt og þá olnbogar hann mig bara í nefið. Sem betur fer voru bara menn sem sáu þetta og þetta var bara víti og rautt,“ sagði Ólafur Ingi ekki í nokkrum vafa um það hvort að dómarateymið hefði átt að dæma vítaspyrnu eða ekki. „Hann allavega setur olbogann í andlitið á mér og það hlýtur að vera víti,“ bætti Óli við. Þessi sigur færir Fylki upp í þriðja sætið sem gefur pláss í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn hafa þó ekki mikinn áhuga að tala um Evrópudrauma eins og er. „Við erum ekkert komnir þangað í huganum. Við erum bara að taka hvern leik fyrir sig og það heldur bara áfram. Það er búið að vera planið allan tímann að ná að sýna okkar rétta andlit í sem flestum leikjum en auðvitað koma leikir inn á milli sem maður nær ekki alveg að gíra alla upp en þeir eru búnir að vera margir, góðu leikirnir í sumar. Við þurfum bara áfram að halda þétt á spöðunum og taka þetta með sömu nálgun og við höfum verið að gera,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason að lokum.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Fylkir KR Tengdar fréttir Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03
Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14