Gullegg þjóðar? Sara Oskarsson skrifar 28. september 2020 13:01 Á nýafstaðnu Iðnþingi Samtaka iðnaðarins sem var haldið undir yfirskriftinni: „Nýsköpun er leiðin fram á við” flutti iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hvatningarávarp. Í kynningu á dagskrá þingins segir: “..þar gegnir nýsköpun veigamiklu hlutverki, hvort heldur er í rótgrónum fyrirtækjum eða nýjum sprotafyrirtækjum.” Í erindi sínu kom Þórdís Kolbrún inn á það að nýsköpun væri rauði þráðurinn í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Ýmsir fulltrúar nýsköpunar á Íslandi voru fengnir til að halda erindi á þessu annars ágæta þingi. Nýlega lögðu íslenskir kvikmyndaframleiðendur það til við iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið að endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar myndi hækka tímabundið úr 25 prósentum í 35 prósent vegna COVID-19. Á umræddu iðnþingi brást ráðherra hins vegar við þessu ákalli með yfirlýsingu þess efnis að hún teldi ekki vera þörf á frekari endurgreiðslum til kvikmyndageirans vegna kvikmyndaframleiðslu hérlendis. Rökin sem hún gaf fyrir því voru þau að þetta væri nú þegar rótgróinn atvinnuvegur. Hún sagði: „Í fyrsta lagi vegna þess að kerfið er alþjóðlega samkeppnishæft nú þegar og í öðru lagi vegna þess að ég hef almennt efasemdir um mikinn ríkisstuðning við atvinnustarfsemi.” Annað hvort skilur ráðherra ekki um hvað nýsköpun snýst eða ráðherra skilur ekki eðli kvikmyndaframleiðslu. Þar að auki virðist ráðherra annað hvort ekki hafa kynnt sér ofangreinda kynningu á dagskrá þingsins sem hún ávarpaði, nú eða það að hún er ósammála því sem þar kemur fram. Kvikmyndagerð er í eðli sínu nýsköpun. Yfirburðir greinarinnar í þeim efnum eru einstakir. Að afskrifa þessa áskorun kvikmyndaframleiðenda með þessum rökum ljóstrar upp um skort á næmni gagnvart augljósum og stórspennandi framtíðartækifærum fyrir þjóðina. Reyndir aðilar úr bransanum hérlendis hafa fullyrt að þessi hækkun á endurgreiðslum myndi flýta fyrir ákvörðunum erlendra framleiðenda um að koma með verkefni til Íslands. Það er hörð samkeppni í kvikmyndageiranum á alþjóðlegavettvangi og oft má litlu muna þegar að verkefni eru ‘nöppuð’ hvert þau fara. Fínt dæmi er Netflix myndin Eurovision sem nýverið hefur farið hefur eins og eldur í sinu um heimsbyggðina (sem og tónlistin úr henni). Upphaflega stóð til að taka mestalla myndina upp á Íslandi en vegna veikingar krónunnar var ákveðið að taka flestar útisenurnar í Skotlandi. Hefði öll myndin verið tekin upp hér hefði það aukið framleiðsluupphæðina hérlendis um marga milljarða. Að kvikmyndaframleiðslu koma fjölmargir hópar og einstaklingar úr gríðarlega fjölbreyttum atvinnugreinum. Það þarf ekki annað en að horfa á “kredit-listann” í lok bíómyndar til að sjá hversu ótalmargt fólk og fyrirtæki koma almennt að einni nítíumínútna bíómynd. Nú hefur ferðaþjónustan, sem var áður en COVID skall á stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar tekið gríðarþungu höggi. Þegar að um erlend verkefni er að ræða í kvikmyndaframleiðslu kemur hingað til lands fólk sem nýtir sér hótelgistingu, bílaleigur, veitingastaði og ýmiskonar innlenda þjónustu og afþreyingu. Iðnaðurinn hefur því alla burði til þess að leika stórt hlutverk í að styðja við ferðaþjónustuna og brúað bilið þar til greinin fær uppreist æru að ‘COVID loknu’. Önnur lönd hika ekki við að fara þessa leið. Fjölmörg störf myndu skapast auk þess sem að þetta væri öflug leið til að markaðssetja landið á jákvæðan hátt, án þess að leggja þurfi í beinan kostnað. í kringum fjörutíu prósent ferðamanna segjast koma til Íslands vegna þess að þeir sáu landið í sjónvarpsþætti eða kvikmynd. Íslensk náttúra er einstök á heimsmælikvarða og það er fyrirséð að aðsókn í óspilltu náttúru Íslands kemur til með að aukast á næstunni vegna loftslagbreytinga. Jöklar sem og hrein og tær náttúra eru eftirsóknarvert myndefni í því samhengi. Markviss uppbygging og langtímahugsun í fótboltaíþróttinni hérlendis hefur margfalt skilað sér fyrir þjóðina síðustu misseri, eins og þegar Ísland sigraði enska karlalandsliðið í fótbolta í Evrópukeppninni í árið 2016. Síðastliðinn janúar varð þjóðin aftur vitni að stórsigri Íslendings á erlendri grundu þegar að Hildur Guðnadóttir tónskáld sópaði til sín öllum virtustu verðlaunum kvikmyndageirans fyrir kvikmyndatónlistina sem hún samdi fyrir stórmyndina Joker. Við þurfum viðlíka langtímahugsun í samhengi við kvikmyndageirann eins og við höfum séð í fótboltaheiminum síðustu misseri. Kvikmyndagerð er verðmætaskapandi útflutningsgrein og hér væri hæglega hægt að byggja upp ennþá dýnamískri kvimyndaiðnað ef að höfð væri staðfesta í málaflokknum og ef raunverulegur áhugi og skilningur á möguleikum þessa iðnaðar væri fyrir hendi hjá stjórnvöldum. Það væri sárara en tárum taki að missa af þessu einstaka tækifæri sem núna gefst þegar að margt er að breytast á ógnarhraða á heimsvísu. Vegna sérstöðu Íslands er landið eitt af fáum þar sem hægt er að framleiða efni í núverandi árferði og það væri því óðs manns æði að stökkva ekki á tækifærið til að marka Ísland í alþjóðlegu samhengi sem framúrskarandi land nýsköpunar- kvikmyndaframleiðslu. Hækkun endurgreiðsla er næsta rökrétta skrefið í þeim efnum, og boltinn er hjá ráðherra. Vonandi skilar hann sér í mark. Höfundur er varaþingmaður Pírata og listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Nýsköpun Sara Oskarsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Á nýafstaðnu Iðnþingi Samtaka iðnaðarins sem var haldið undir yfirskriftinni: „Nýsköpun er leiðin fram á við” flutti iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hvatningarávarp. Í kynningu á dagskrá þingins segir: “..þar gegnir nýsköpun veigamiklu hlutverki, hvort heldur er í rótgrónum fyrirtækjum eða nýjum sprotafyrirtækjum.” Í erindi sínu kom Þórdís Kolbrún inn á það að nýsköpun væri rauði þráðurinn í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Ýmsir fulltrúar nýsköpunar á Íslandi voru fengnir til að halda erindi á þessu annars ágæta þingi. Nýlega lögðu íslenskir kvikmyndaframleiðendur það til við iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið að endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar myndi hækka tímabundið úr 25 prósentum í 35 prósent vegna COVID-19. Á umræddu iðnþingi brást ráðherra hins vegar við þessu ákalli með yfirlýsingu þess efnis að hún teldi ekki vera þörf á frekari endurgreiðslum til kvikmyndageirans vegna kvikmyndaframleiðslu hérlendis. Rökin sem hún gaf fyrir því voru þau að þetta væri nú þegar rótgróinn atvinnuvegur. Hún sagði: „Í fyrsta lagi vegna þess að kerfið er alþjóðlega samkeppnishæft nú þegar og í öðru lagi vegna þess að ég hef almennt efasemdir um mikinn ríkisstuðning við atvinnustarfsemi.” Annað hvort skilur ráðherra ekki um hvað nýsköpun snýst eða ráðherra skilur ekki eðli kvikmyndaframleiðslu. Þar að auki virðist ráðherra annað hvort ekki hafa kynnt sér ofangreinda kynningu á dagskrá þingsins sem hún ávarpaði, nú eða það að hún er ósammála því sem þar kemur fram. Kvikmyndagerð er í eðli sínu nýsköpun. Yfirburðir greinarinnar í þeim efnum eru einstakir. Að afskrifa þessa áskorun kvikmyndaframleiðenda með þessum rökum ljóstrar upp um skort á næmni gagnvart augljósum og stórspennandi framtíðartækifærum fyrir þjóðina. Reyndir aðilar úr bransanum hérlendis hafa fullyrt að þessi hækkun á endurgreiðslum myndi flýta fyrir ákvörðunum erlendra framleiðenda um að koma með verkefni til Íslands. Það er hörð samkeppni í kvikmyndageiranum á alþjóðlegavettvangi og oft má litlu muna þegar að verkefni eru ‘nöppuð’ hvert þau fara. Fínt dæmi er Netflix myndin Eurovision sem nýverið hefur farið hefur eins og eldur í sinu um heimsbyggðina (sem og tónlistin úr henni). Upphaflega stóð til að taka mestalla myndina upp á Íslandi en vegna veikingar krónunnar var ákveðið að taka flestar útisenurnar í Skotlandi. Hefði öll myndin verið tekin upp hér hefði það aukið framleiðsluupphæðina hérlendis um marga milljarða. Að kvikmyndaframleiðslu koma fjölmargir hópar og einstaklingar úr gríðarlega fjölbreyttum atvinnugreinum. Það þarf ekki annað en að horfa á “kredit-listann” í lok bíómyndar til að sjá hversu ótalmargt fólk og fyrirtæki koma almennt að einni nítíumínútna bíómynd. Nú hefur ferðaþjónustan, sem var áður en COVID skall á stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar tekið gríðarþungu höggi. Þegar að um erlend verkefni er að ræða í kvikmyndaframleiðslu kemur hingað til lands fólk sem nýtir sér hótelgistingu, bílaleigur, veitingastaði og ýmiskonar innlenda þjónustu og afþreyingu. Iðnaðurinn hefur því alla burði til þess að leika stórt hlutverk í að styðja við ferðaþjónustuna og brúað bilið þar til greinin fær uppreist æru að ‘COVID loknu’. Önnur lönd hika ekki við að fara þessa leið. Fjölmörg störf myndu skapast auk þess sem að þetta væri öflug leið til að markaðssetja landið á jákvæðan hátt, án þess að leggja þurfi í beinan kostnað. í kringum fjörutíu prósent ferðamanna segjast koma til Íslands vegna þess að þeir sáu landið í sjónvarpsþætti eða kvikmynd. Íslensk náttúra er einstök á heimsmælikvarða og það er fyrirséð að aðsókn í óspilltu náttúru Íslands kemur til með að aukast á næstunni vegna loftslagbreytinga. Jöklar sem og hrein og tær náttúra eru eftirsóknarvert myndefni í því samhengi. Markviss uppbygging og langtímahugsun í fótboltaíþróttinni hérlendis hefur margfalt skilað sér fyrir þjóðina síðustu misseri, eins og þegar Ísland sigraði enska karlalandsliðið í fótbolta í Evrópukeppninni í árið 2016. Síðastliðinn janúar varð þjóðin aftur vitni að stórsigri Íslendings á erlendri grundu þegar að Hildur Guðnadóttir tónskáld sópaði til sín öllum virtustu verðlaunum kvikmyndageirans fyrir kvikmyndatónlistina sem hún samdi fyrir stórmyndina Joker. Við þurfum viðlíka langtímahugsun í samhengi við kvikmyndageirann eins og við höfum séð í fótboltaheiminum síðustu misseri. Kvikmyndagerð er verðmætaskapandi útflutningsgrein og hér væri hæglega hægt að byggja upp ennþá dýnamískri kvimyndaiðnað ef að höfð væri staðfesta í málaflokknum og ef raunverulegur áhugi og skilningur á möguleikum þessa iðnaðar væri fyrir hendi hjá stjórnvöldum. Það væri sárara en tárum taki að missa af þessu einstaka tækifæri sem núna gefst þegar að margt er að breytast á ógnarhraða á heimsvísu. Vegna sérstöðu Íslands er landið eitt af fáum þar sem hægt er að framleiða efni í núverandi árferði og það væri því óðs manns æði að stökkva ekki á tækifærið til að marka Ísland í alþjóðlegu samhengi sem framúrskarandi land nýsköpunar- kvikmyndaframleiðslu. Hækkun endurgreiðsla er næsta rökrétta skrefið í þeim efnum, og boltinn er hjá ráðherra. Vonandi skilar hann sér í mark. Höfundur er varaþingmaður Pírata og listmálari.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun