Sturluð tilfinning að setja þetta Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 30. september 2020 22:00 Margrét Ósk tryggði Fjölni sigurinn með frábæri skoti undir lok leiks. Vísir/Facebook-síða Fjölnis Margrét Ósk Einarsdóttir var enn í smá spennufalli eftir að hún innsiglaði sigurinn hjá Fjölni gegn Breiðablik í kvöld, 71-74. Hún setti risastóran þrist með tæpar tuttugu sekúndur eftir til leiksloka sem gerði að verkum að Blikastelpur þurftu að taka erfiðan þrist til að reyna brúa bilið. „Þetta var galopið, ég sá að þær voru ekki að koma út í mig og ég hugsaði að ég yrði bara að setja þetta skot,“ sagði Magga hress og iðaði öll ennþá 10 mínútum eftir að leikurinn var búinn. „Sturluð tilfinning að setja þetta, ég er ennþá að jafna mig.“ Magga var mögulega aðeins of hátt stemmd eftir vítaskotið því að hún brenndi af öðru vítaskoti sínu af tveimur fljótlega eftir þristinn. Bæði vítaskotin niður hefði algerlega gert úti um vonir Blika um að vinna. „Ég var svolítið spennt eftir skotið þannig að ég fann þegar ég tók fyrra vítaskotið að það væri af. Svo náði ég að jafna þetta aðeins í seinna vítaskotinu,“ sagði hún um seinna vítið sem rataði rétta leið. Það vítaskot gerði að verkum að Breiðablik neyddist til að reyna við þriggja stiga skot á lokasekúndunum bara til að merja framlengingu. Svo varð ekki. Fjölnir byrjaði leikinn ekkert sérlega vel og höfðu forystuna í mjög skamma stund í leiknum. Mesta forystan sem liðið hafði varð einmitt lokastaðan, þriggja stiga munur! Magga sagði að margt hefði mátt fara betur í leiknum hjá liðinu sínu og að þær hafi náð að snúa blaðinu við eftir fyrri hálfleikinn. „Við þurftum að herða vörnina og bæta sóknarleikinn. Við fengum náttúrulega Ariönu úr sóttkví áðan, sko,“ sagði Magga um bandaríska leikmanninn í liðinu sínu, en hún kom einmitt úr sóttkví kl.15:30 í dag. Hún átti víst að hafa verið að læra kerfin á þjálfaraspjaldi Halldórs þjálfara rétt fyrir leikinn og á stuttri æfingu kl.17! „Sóknarleikurinn var svolítið stirður en við gátum náttúrulega alltaf spilað vörn,“ hélt Magga áfram og það sást á því hvað Blikar áttu í miklum erfiðleikum með að skora á lokaköflum leiksins. Nýliðarnir hafa þá unnið fyrstu tvo leikina sína og eru einar á toppi deildarinnar. Það kom Möggu ekkert sérstaklega á óvart, enda vissi hún alveg hvað liðið sitt var gott. „Við vitum okkar markmið og er alveg sama hvar okkur var spáð, við ætlum að komast langt.“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 71-74 | Nýliðarnir unnu í Kópavogi Nýliðar Fjölnis hafa nú unnið tvo fyrstu leiki sína í Dominos deild kvenna. Seiglusigur í Kópavoginum í kvöld. 30. september 2020 21:15 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Margrét Ósk Einarsdóttir var enn í smá spennufalli eftir að hún innsiglaði sigurinn hjá Fjölni gegn Breiðablik í kvöld, 71-74. Hún setti risastóran þrist með tæpar tuttugu sekúndur eftir til leiksloka sem gerði að verkum að Blikastelpur þurftu að taka erfiðan þrist til að reyna brúa bilið. „Þetta var galopið, ég sá að þær voru ekki að koma út í mig og ég hugsaði að ég yrði bara að setja þetta skot,“ sagði Magga hress og iðaði öll ennþá 10 mínútum eftir að leikurinn var búinn. „Sturluð tilfinning að setja þetta, ég er ennþá að jafna mig.“ Magga var mögulega aðeins of hátt stemmd eftir vítaskotið því að hún brenndi af öðru vítaskoti sínu af tveimur fljótlega eftir þristinn. Bæði vítaskotin niður hefði algerlega gert úti um vonir Blika um að vinna. „Ég var svolítið spennt eftir skotið þannig að ég fann þegar ég tók fyrra vítaskotið að það væri af. Svo náði ég að jafna þetta aðeins í seinna vítaskotinu,“ sagði hún um seinna vítið sem rataði rétta leið. Það vítaskot gerði að verkum að Breiðablik neyddist til að reyna við þriggja stiga skot á lokasekúndunum bara til að merja framlengingu. Svo varð ekki. Fjölnir byrjaði leikinn ekkert sérlega vel og höfðu forystuna í mjög skamma stund í leiknum. Mesta forystan sem liðið hafði varð einmitt lokastaðan, þriggja stiga munur! Magga sagði að margt hefði mátt fara betur í leiknum hjá liðinu sínu og að þær hafi náð að snúa blaðinu við eftir fyrri hálfleikinn. „Við þurftum að herða vörnina og bæta sóknarleikinn. Við fengum náttúrulega Ariönu úr sóttkví áðan, sko,“ sagði Magga um bandaríska leikmanninn í liðinu sínu, en hún kom einmitt úr sóttkví kl.15:30 í dag. Hún átti víst að hafa verið að læra kerfin á þjálfaraspjaldi Halldórs þjálfara rétt fyrir leikinn og á stuttri æfingu kl.17! „Sóknarleikurinn var svolítið stirður en við gátum náttúrulega alltaf spilað vörn,“ hélt Magga áfram og það sást á því hvað Blikar áttu í miklum erfiðleikum með að skora á lokaköflum leiksins. Nýliðarnir hafa þá unnið fyrstu tvo leikina sína og eru einar á toppi deildarinnar. Það kom Möggu ekkert sérstaklega á óvart, enda vissi hún alveg hvað liðið sitt var gott. „Við vitum okkar markmið og er alveg sama hvar okkur var spáð, við ætlum að komast langt.“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 71-74 | Nýliðarnir unnu í Kópavogi Nýliðar Fjölnis hafa nú unnið tvo fyrstu leiki sína í Dominos deild kvenna. Seiglusigur í Kópavoginum í kvöld. 30. september 2020 21:15 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 71-74 | Nýliðarnir unnu í Kópavogi Nýliðar Fjölnis hafa nú unnið tvo fyrstu leiki sína í Dominos deild kvenna. Seiglusigur í Kópavoginum í kvöld. 30. september 2020 21:15