Jóhann Berg: Leikformið ekki upp á marga fiska Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2020 21:37 Jóhann Berg með boltann á sínum baneitraða vinstri fæti. Alfreð Finnbogason fylgist vel með framvindunni. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. „Markmið okkar er að komast á EM og þetta var fyrsta skrefið í þeirri vegferð,“ sagði kantmaðurinn knái. Rúmenar væru með gott lið og leikurinn hefði vissulega verið erfiður. En íslenska liðið hefði spilað frábærlega. Dómarinn vissi ekkert hvað hann var að gera „Þeir voru ekki að skapa mikið,“ sagði Jói en Rúmenar áttu aðeins eitt skot sem hitti á markið. Það var mark þeirra úr umdeildri vítaspyrnu í síðari hálfleik. „Dómarinn vissi ekki alveg hvað hann var að gera. Það var frekar ódýrt, en hann dæmdi og þá var þetta auðvitað svolítið stress í lokin.“ Rúmenarnir hefðu hins vegar lítið skapað. Tólfan í stuði „Mér fannst við vera með þetta.“ Sextíu stuðningsmenn Tólfunnar trölluðu frá upphafi til enda og létu vel í sér heyra. Vegna kórónuveirufaraldursins voru ekki seldir miðar í almennri sölu á leikinn. „Sextíu er betra en ekki neitt. Þeir eru auðvitað frábærir. Takk fyrir stuðninginn. Frábært að hafa nokkra og það heyrðist vel í þeim.“ Það sást að Jóhann Berg er ekki kominn í fullt leikform eftir fjarveru undanfarnar vikur vegna meiðsla. Hann viðurkenndi það að fyrra bragði. Úrslitaleikur í Búdapest „Standið er allt í lagi en hefur auðvitað verið betra. Ég komst vel í gegnum þetta en var orðinn þreyttur í lokin,“ sagði kantmaðurinn sem fékk skiptingu seint í leiknum. Framundan er úrslitaleikur gegn Ungverjalandi í Búdapest 12. nóvember um laust sæti á EM. Sigur tryggir landsliðinu sæti á þriðja stórmótinu í röð. Einstakur árangur hjá 350 þúsund manna þjóð. Ungverjar lögðu Búlgaríu sannfærandi 3-1 á útivelli í kvöld í hinum undanúrslitaleiknum í umspilinu. „Mér líst vel á það. Þetta er auðvitað útileikur og verður erfitt að vinna þá. En ef við spilum eins og við gerðum núna þá komumst við á EM.“ Klippa: Viðtal við Jóhann Berg eftir sigurinn á Rúmeníu EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Strákarnir okkar stigu stórt skref í átt að sæti á EM í knattspyrnu næsta sumar með 2-1 sigri á Rúmenum í Laugardalnum í kvöld. 8. október 2020 20:39 Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15 Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson sagði spilamennsku landsliðsins gegn Rúmenum hafa verið frábæra. Liðið hefði átt að nýta tækifæri sín betur og skora fleiri mörk. „Markmið okkar er að komast á EM og þetta var fyrsta skrefið í þeirri vegferð,“ sagði kantmaðurinn knái. Rúmenar væru með gott lið og leikurinn hefði vissulega verið erfiður. En íslenska liðið hefði spilað frábærlega. Dómarinn vissi ekkert hvað hann var að gera „Þeir voru ekki að skapa mikið,“ sagði Jói en Rúmenar áttu aðeins eitt skot sem hitti á markið. Það var mark þeirra úr umdeildri vítaspyrnu í síðari hálfleik. „Dómarinn vissi ekki alveg hvað hann var að gera. Það var frekar ódýrt, en hann dæmdi og þá var þetta auðvitað svolítið stress í lokin.“ Rúmenarnir hefðu hins vegar lítið skapað. Tólfan í stuði „Mér fannst við vera með þetta.“ Sextíu stuðningsmenn Tólfunnar trölluðu frá upphafi til enda og létu vel í sér heyra. Vegna kórónuveirufaraldursins voru ekki seldir miðar í almennri sölu á leikinn. „Sextíu er betra en ekki neitt. Þeir eru auðvitað frábærir. Takk fyrir stuðninginn. Frábært að hafa nokkra og það heyrðist vel í þeim.“ Það sást að Jóhann Berg er ekki kominn í fullt leikform eftir fjarveru undanfarnar vikur vegna meiðsla. Hann viðurkenndi það að fyrra bragði. Úrslitaleikur í Búdapest „Standið er allt í lagi en hefur auðvitað verið betra. Ég komst vel í gegnum þetta en var orðinn þreyttur í lokin,“ sagði kantmaðurinn sem fékk skiptingu seint í leiknum. Framundan er úrslitaleikur gegn Ungverjalandi í Búdapest 12. nóvember um laust sæti á EM. Sigur tryggir landsliðinu sæti á þriðja stórmótinu í röð. Einstakur árangur hjá 350 þúsund manna þjóð. Ungverjar lögðu Búlgaríu sannfærandi 3-1 á útivelli í kvöld í hinum undanúrslitaleiknum í umspilinu. „Mér líst vel á það. Þetta er auðvitað útileikur og verður erfitt að vinna þá. En ef við spilum eins og við gerðum núna þá komumst við á EM.“ Klippa: Viðtal við Jóhann Berg eftir sigurinn á Rúmeníu
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Strákarnir okkar stigu stórt skref í átt að sæti á EM í knattspyrnu næsta sumar með 2-1 sigri á Rúmenum í Laugardalnum í kvöld. 8. október 2020 20:39 Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15 Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Strákarnir okkar stigu stórt skref í átt að sæti á EM í knattspyrnu næsta sumar með 2-1 sigri á Rúmenum í Laugardalnum í kvöld. 8. október 2020 20:39
Hamrén: Þeir hljómuðu eins og þeir væru að minnsta kosti 6.000 Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sigurinn og frammistöðuna gegn Rúmeníu í kvöld. 8. október 2020 21:15
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35