Guð blessi heimilin - aftur? Ólafur Ísleifsson skrifar 11. október 2020 10:01 Yfirskrift þessa pistils er fengin úr yfirlýsingu stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna 6. október sl. sem krefst þess að heimilin verði varin fyrir afleiðingum kórónufaraldursins, ekki síður en fyrirtæki. Sjónarmið stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna Enginn, ekki ein einasta fjölskylda, á að eiga á hættu að missa heimili sitt af völdum covid-19, segja HH. Heimili landsins eru ekki afgangsstærð heldur meðal hornsteina samfélagsins. Hagsmunasamtök heimilanna leggja áherslu á að stjórnvöld dragi lærdóm af skelfilegum afleiðingum bankahrunsins og verji heimili landsins áður en skaðinn er skeður. Stjórn hagsmunasamtakanna segir að enda þótt margir hafi orðið atvinnulausir eftir hrunið hafi það ekki verið eini vandi þeirra þúsunda sem misstu heimili sín eftir hrun, heldur frekar stökkbreyttar afborganir húsnæðislána, m.a. vegna verðtrygginga. Þetta reyndist þúsundum fjölskyldna ofviða þrátt fyrir að fólk væri í vinnu og yki við sig vinnu í viðleitni til að standa undir lánum. Þegar liðin eru 12 ár frá því forsætisráðherra bað Guð blessa Ísland, er við hæfi að minna á skelfilegar afleiðingar aðgerðaleysis og vanhugsaðra aðgerða stjórnvalda, fyrir heimili landsins. Þau mistök sem gerð voru þá mega aldrei endurtaka sig, segir í yfirlýsingu stjórnar hagsmunasamtakanna. Reynslan af hruninu og eftirleik þess Ábendingar Hagsmunasamtaka heimilanna eiga við enda flestum í fersku minni skeytingarleysi norrænu velferðarstjórnarinnar undir forystu Jóhönnu og Steingríms um heimilin. Reyndar gengu þau lengra gegn hagsmunum heimila og fjölskyldna með því að heita starfsmönnum ríkisbanka veglegum kaupauka gengju þeir nægilega hart fram við innheimtu stökkbreyttra lána. Þau gáfu út veiðileyfi á heimili og fjölskyldur eins og það var orðað á sínum tíma. Skjaldborgin sem lofað var reis aldrei, þau skipti engu að verðtryggingin æddi yfir landið eldi eyðandi. Foreldrar máttu þúsundum saman leiða börn sín sér við hönd út af heimilinum. Opinberar tölur staðfesta að þetta átti við 10-15 þúsund heimili og snerti beint tugþúsundir Íslendinga. Þessi framganga ráðamanna á sínum tíma gleymist ekki. Eftir að kjósendur ráku þau frá völdum fengu margir síðbúna sárabót með leiðréttingunni undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í ríkisstjórninni sem á eftir fylgdi. Kröfur stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna Í yfirlýsingu sinni um aðgerðir vegna veirufársins krefst stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna þess að sett verði þak á verðbætur lána heimilanna í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Telja samtökin þá aðgerð mundu ein og sér hjálpa mörgum heimilum. Samhliða því verður að stöðva nauðungarsölur á heimilum a.m.k. út næsta ár, svo þau heimili sem verða fyrir hvað mestum tekjumissi fái tækifæri til að vinna sig úr tímabundnum erfiðleikum í því skjóli sem heimilið er. Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess jafnframt sem eini hlutlausi aðilinn á Íslandi með sérþekkingu á sviði neytendaverndar heimilanna á fjármálamarkaði að fá aðkomu að öllum ákvörðunum stjórnvalda um lausnir fyrir heimilin. Tillögur á Alþingi Greinarhöfundi hefur með fyrirspurnum til ráðherra á Alþingi tekist að afla upplýsinga um fjölda þeirra heimila sem tekin voru af fjölskyldum í eftirleik hrunsins eins og rakið var að ofan. Þá sést af svari við fyrirspurn um vægi húsnæðisliðarins í vísitölunni að hann hefur á umliðnum árum reynst hin eiginlega vísitala þrátt fyrir að vera ákveðinn á opinberri skrifstofu úti í bæ án tillits til hagrænna sjónarmiða. Lunginn af verðbótaálagi á lán undanfarinn ár verður rakinn til húsnæðisliðarins en ekki almennra verðbreytinga sem vísitölunni var ætlað að endurspegla. Ekki er rými hér til að rekja allan tillöguflutning minn á Alþingi um varnir í þágu heimilanna. Þó skal getið um frumvarp sem ætlað er að þrengja svo að vísitölunni að hún heyri sögunni til. Ræðir hér um aðgerðir sem saman mega kallast tangarsókn gegn vísitölunni og felast í afnámi húsnæðisliðar, afnámi áhrifa óbeinna skatta auk annarra aðgerða. Lyklafrumvarpið Þá skal loks getið um frumvarp greinarhöfundar um lyklafrumvarp sem lagt hefur verið að nýju fram á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er að stofni til sprottið að frumkvæði Hagsmunasamtaka heimilanna. Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lánastarfsemi með því að færa skuldurum að fasteignalánum í hendur þann möguleika að láta af hendi veðandlag lána sinna, þ.e. hlutaðeigandi fasteign, og ganga skuldlausir frá borði ef í harðbakkann slær. Frumvarpið er þannig mikilvægur liður í því að dreifa áhættu í fasteignalánum og færa innlenda lánastarfsemi úr því horfi að áhætta sé einhliða á hendi lántaka. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Yfirskrift þessa pistils er fengin úr yfirlýsingu stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna 6. október sl. sem krefst þess að heimilin verði varin fyrir afleiðingum kórónufaraldursins, ekki síður en fyrirtæki. Sjónarmið stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna Enginn, ekki ein einasta fjölskylda, á að eiga á hættu að missa heimili sitt af völdum covid-19, segja HH. Heimili landsins eru ekki afgangsstærð heldur meðal hornsteina samfélagsins. Hagsmunasamtök heimilanna leggja áherslu á að stjórnvöld dragi lærdóm af skelfilegum afleiðingum bankahrunsins og verji heimili landsins áður en skaðinn er skeður. Stjórn hagsmunasamtakanna segir að enda þótt margir hafi orðið atvinnulausir eftir hrunið hafi það ekki verið eini vandi þeirra þúsunda sem misstu heimili sín eftir hrun, heldur frekar stökkbreyttar afborganir húsnæðislána, m.a. vegna verðtrygginga. Þetta reyndist þúsundum fjölskyldna ofviða þrátt fyrir að fólk væri í vinnu og yki við sig vinnu í viðleitni til að standa undir lánum. Þegar liðin eru 12 ár frá því forsætisráðherra bað Guð blessa Ísland, er við hæfi að minna á skelfilegar afleiðingar aðgerðaleysis og vanhugsaðra aðgerða stjórnvalda, fyrir heimili landsins. Þau mistök sem gerð voru þá mega aldrei endurtaka sig, segir í yfirlýsingu stjórnar hagsmunasamtakanna. Reynslan af hruninu og eftirleik þess Ábendingar Hagsmunasamtaka heimilanna eiga við enda flestum í fersku minni skeytingarleysi norrænu velferðarstjórnarinnar undir forystu Jóhönnu og Steingríms um heimilin. Reyndar gengu þau lengra gegn hagsmunum heimila og fjölskyldna með því að heita starfsmönnum ríkisbanka veglegum kaupauka gengju þeir nægilega hart fram við innheimtu stökkbreyttra lána. Þau gáfu út veiðileyfi á heimili og fjölskyldur eins og það var orðað á sínum tíma. Skjaldborgin sem lofað var reis aldrei, þau skipti engu að verðtryggingin æddi yfir landið eldi eyðandi. Foreldrar máttu þúsundum saman leiða börn sín sér við hönd út af heimilinum. Opinberar tölur staðfesta að þetta átti við 10-15 þúsund heimili og snerti beint tugþúsundir Íslendinga. Þessi framganga ráðamanna á sínum tíma gleymist ekki. Eftir að kjósendur ráku þau frá völdum fengu margir síðbúna sárabót með leiðréttingunni undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í ríkisstjórninni sem á eftir fylgdi. Kröfur stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna Í yfirlýsingu sinni um aðgerðir vegna veirufársins krefst stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna þess að sett verði þak á verðbætur lána heimilanna í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Telja samtökin þá aðgerð mundu ein og sér hjálpa mörgum heimilum. Samhliða því verður að stöðva nauðungarsölur á heimilum a.m.k. út næsta ár, svo þau heimili sem verða fyrir hvað mestum tekjumissi fái tækifæri til að vinna sig úr tímabundnum erfiðleikum í því skjóli sem heimilið er. Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess jafnframt sem eini hlutlausi aðilinn á Íslandi með sérþekkingu á sviði neytendaverndar heimilanna á fjármálamarkaði að fá aðkomu að öllum ákvörðunum stjórnvalda um lausnir fyrir heimilin. Tillögur á Alþingi Greinarhöfundi hefur með fyrirspurnum til ráðherra á Alþingi tekist að afla upplýsinga um fjölda þeirra heimila sem tekin voru af fjölskyldum í eftirleik hrunsins eins og rakið var að ofan. Þá sést af svari við fyrirspurn um vægi húsnæðisliðarins í vísitölunni að hann hefur á umliðnum árum reynst hin eiginlega vísitala þrátt fyrir að vera ákveðinn á opinberri skrifstofu úti í bæ án tillits til hagrænna sjónarmiða. Lunginn af verðbótaálagi á lán undanfarinn ár verður rakinn til húsnæðisliðarins en ekki almennra verðbreytinga sem vísitölunni var ætlað að endurspegla. Ekki er rými hér til að rekja allan tillöguflutning minn á Alþingi um varnir í þágu heimilanna. Þó skal getið um frumvarp sem ætlað er að þrengja svo að vísitölunni að hún heyri sögunni til. Ræðir hér um aðgerðir sem saman mega kallast tangarsókn gegn vísitölunni og felast í afnámi húsnæðisliðar, afnámi áhrifa óbeinna skatta auk annarra aðgerða. Lyklafrumvarpið Þá skal loks getið um frumvarp greinarhöfundar um lyklafrumvarp sem lagt hefur verið að nýju fram á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er að stofni til sprottið að frumkvæði Hagsmunasamtaka heimilanna. Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lánastarfsemi með því að færa skuldurum að fasteignalánum í hendur þann möguleika að láta af hendi veðandlag lána sinna, þ.e. hlutaðeigandi fasteign, og ganga skuldlausir frá borði ef í harðbakkann slær. Frumvarpið er þannig mikilvægur liður í því að dreifa áhættu í fasteignalánum og færa innlenda lánastarfsemi úr því horfi að áhætta sé einhliða á hendi lántaka. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun