Sigldi heimasmíðuðum bát uppi í Þórsmörk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 14:57 Það tók um níu mánuði að smíða bátinn. Vísir/Vilhelm Læknirinn Bergur Stefánsson fór á dögunum í jómfrúarferð á jetbát sem hann og Phil Johns nýsjálenskur vinur hans smíðuðu. Hann segir að þetta hafi verið draum þeirra í nokkur ár og þeir hafi slegið til eftir að hafa kynnt sér málið í gegn um YouTube. „Phil er frá Nýja-Sjálandi og við bjuggum þarna úti fjölskyldan í átta ár, það er mikið af jet-bátum þar. Síðan fluttum við heim, það leið og beið og við sáum eitthvað rugl á YouTube og þá fórum við að leita að teikningum og smíða,“ segir Bergur í samtali við fréttastofu. Þeir Phil sigldu upp Markárfljót frá Þjóðvegi 1 og í framhaldi upp Krossá að Langadal þar sem Ferðafélag Íslands er með skála. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem bát er siglt alla leið í Þórsmörk en þangað getur verið erfitt að komast bílleiðina vegna straumþungra áa. Mörg dæmi eru um að fólk hafi fest bíla sína og jafnvel glatað í ánum. Hann segir það hafa verið draum hjá þeim félögum að smíða eigin bát. Undirbúningurinn hafi tekið um hálft ár og smíðin sjálf um níu mánuði. „Það var ekki búið að tala um neitt annað í tvö þrjú ár,“ segir Bergur. Eins og krakki að læra að skíða Báturinn er sérhannaður í ársiglingar og sérsmíðaður til þess. Báturinn er svokallaður jet-bátur, sem býr yfir þeim eiginleika að engin skrúfa er í mótornum sem stendur niður úr botninum heldur sýgur hann vatni í sig og spýtir því svo aftur út. „Þetta er ótrúlega gaman og enginn búinn að slasa sig þannig að þá eru allir kátir,“ segir Bergur. Hann segist enn vera að læra inn á bátinn, enda byrjandi í þessum málum, og líkir því við að vera barn sem er að læra að skíða. Þeir Bergur og Phil sigldu upp Markarfljótið á heimasmíðaða bátnum.Vísir/Vilhelm „Við erum bara eins og krakkar að læra á skíði í augnablikinu, maður byrjar í barnabrekkunni. Byrjar að læra að klæða sig í skíðaskóna, setja á sig skíðin og finna réttan öryggisbúnað, fer svo í barnabrekkuna og fikrar sig svo hægt og rólega áfram,“ segir Bergur. „Þetta er bara leiktæki alveg eins og vélsleði, böggíbíll eða mótorhjól. Við þurfum bara að skoða í rólegheitunum hvaða ár sé hægt að fara og hvar ekki. Svo snýst þetta bara um að finna hvað er hægt að gera og á hvaða tíma og sýna öðrum tillitssemi.“ Fyrsti jet-báturinn smíðaður af Íslendingum Félagarnir keyptu teikningarnar að bátnum á netinu en í ljós kom að þær væru vitlausar svo þeir þurftu að breyta þeim sjálfir. „Efnið sem notað er í bátinn er sérstakt ál sem þolir sjóinn þannig að við þurftum að flytja það til landsins. Síðan þurfti maður að læra að sjóða ál því hvorugur okkar hafði nokkurn tíma unnið eitthvað af viti með rafsuðu. Þannig að það fóru einhverjir klukkutímar á YouTube í það,“ segir Bergur. Félagarnir hafa látið sig dreyma um bátssmíðina í nokkur ár.Vísir/Vilhelm „Þetta er svolítið erfitt þegar þú hefur engan til að tala við.“ Hann segir þetta fyrsta bátinn sinnar tegundar sem er smíðaður af Íslendingum, að hans bestu vitund. Slíkir bátar hafa þó verið í notkun hér á landi áður en þeir eru algengir í Nýja-Sjálandi og hafa verið að ryðja sér til rúms víða um heim. „Svona bátar eru til víða, þeir eru notaðir eitthvað í Alaska, Kanada og annars staðar í Bandaríkjunum. Það hefur breyst á síðastliðnum tíu árum. En þetta er bara leiktæki, eins og þetta er núna,“ segir Bergur. Rangárþing eystra Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Læknirinn Bergur Stefánsson fór á dögunum í jómfrúarferð á jetbát sem hann og Phil Johns nýsjálenskur vinur hans smíðuðu. Hann segir að þetta hafi verið draum þeirra í nokkur ár og þeir hafi slegið til eftir að hafa kynnt sér málið í gegn um YouTube. „Phil er frá Nýja-Sjálandi og við bjuggum þarna úti fjölskyldan í átta ár, það er mikið af jet-bátum þar. Síðan fluttum við heim, það leið og beið og við sáum eitthvað rugl á YouTube og þá fórum við að leita að teikningum og smíða,“ segir Bergur í samtali við fréttastofu. Þeir Phil sigldu upp Markárfljót frá Þjóðvegi 1 og í framhaldi upp Krossá að Langadal þar sem Ferðafélag Íslands er með skála. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem bát er siglt alla leið í Þórsmörk en þangað getur verið erfitt að komast bílleiðina vegna straumþungra áa. Mörg dæmi eru um að fólk hafi fest bíla sína og jafnvel glatað í ánum. Hann segir það hafa verið draum hjá þeim félögum að smíða eigin bát. Undirbúningurinn hafi tekið um hálft ár og smíðin sjálf um níu mánuði. „Það var ekki búið að tala um neitt annað í tvö þrjú ár,“ segir Bergur. Eins og krakki að læra að skíða Báturinn er sérhannaður í ársiglingar og sérsmíðaður til þess. Báturinn er svokallaður jet-bátur, sem býr yfir þeim eiginleika að engin skrúfa er í mótornum sem stendur niður úr botninum heldur sýgur hann vatni í sig og spýtir því svo aftur út. „Þetta er ótrúlega gaman og enginn búinn að slasa sig þannig að þá eru allir kátir,“ segir Bergur. Hann segist enn vera að læra inn á bátinn, enda byrjandi í þessum málum, og líkir því við að vera barn sem er að læra að skíða. Þeir Bergur og Phil sigldu upp Markarfljótið á heimasmíðaða bátnum.Vísir/Vilhelm „Við erum bara eins og krakkar að læra á skíði í augnablikinu, maður byrjar í barnabrekkunni. Byrjar að læra að klæða sig í skíðaskóna, setja á sig skíðin og finna réttan öryggisbúnað, fer svo í barnabrekkuna og fikrar sig svo hægt og rólega áfram,“ segir Bergur. „Þetta er bara leiktæki alveg eins og vélsleði, böggíbíll eða mótorhjól. Við þurfum bara að skoða í rólegheitunum hvaða ár sé hægt að fara og hvar ekki. Svo snýst þetta bara um að finna hvað er hægt að gera og á hvaða tíma og sýna öðrum tillitssemi.“ Fyrsti jet-báturinn smíðaður af Íslendingum Félagarnir keyptu teikningarnar að bátnum á netinu en í ljós kom að þær væru vitlausar svo þeir þurftu að breyta þeim sjálfir. „Efnið sem notað er í bátinn er sérstakt ál sem þolir sjóinn þannig að við þurftum að flytja það til landsins. Síðan þurfti maður að læra að sjóða ál því hvorugur okkar hafði nokkurn tíma unnið eitthvað af viti með rafsuðu. Þannig að það fóru einhverjir klukkutímar á YouTube í það,“ segir Bergur. Félagarnir hafa látið sig dreyma um bátssmíðina í nokkur ár.Vísir/Vilhelm „Þetta er svolítið erfitt þegar þú hefur engan til að tala við.“ Hann segir þetta fyrsta bátinn sinnar tegundar sem er smíðaður af Íslendingum, að hans bestu vitund. Slíkir bátar hafa þó verið í notkun hér á landi áður en þeir eru algengir í Nýja-Sjálandi og hafa verið að ryðja sér til rúms víða um heim. „Svona bátar eru til víða, þeir eru notaðir eitthvað í Alaska, Kanada og annars staðar í Bandaríkjunum. Það hefur breyst á síðastliðnum tíu árum. En þetta er bara leiktæki, eins og þetta er núna,“ segir Bergur.
Rangárþing eystra Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira