Ísland styrkir baráttuna gegn barnahjónaböndum í Malaví Heimsljós 12. október 2020 11:25 Gunnisal Nauðungarhjónaböndum barnungra stúlkna og þungunum unglingsstúlkna, sérstaklega stúlkna yngri en fimmtán ára, hefur fækkað á síðustu árum. Þessar framfarir hafa stöðvast á tímum kórónaveirunnar. Nú fjölgar á ný hjónaböndum þar sem ungar stúlkur eru þvingaðar til að giftast, oft miklu eldri mönnum, og fleiri barnungar stúlkur verða barnshafandi. Í gær, á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins, var meðal annars vakin athygli á þessar afturför sem orðið hefur víða í heiminum í réttindamálum stúlkna. Í Malaví, samstarfsríki Íslendinga í tvíhliða þróunarsamvinnu, hefur meðal annars með stuðningi Íslands verið unnið að því að sporna gegn barnahjónaböndum á síðustu árum og á dögunum veitti utanríkisráðuneytið UN Women í Malaví 27 milljóna króna styrk í þeirri baráttu. „Þvinguð hjónabönd barnungra stúlkna eru enn of algeng í Malaví en mikilvægar framfarir hafa átt sér stað á undanförnum árum, lagabreytingar sem banna hjónabönd undur átján ára aldri og samfélagsviðhorf eru að breytast. Því er þessi stuðningur við UN Women í Malaví mikilvægur til að sporna við bakslagi í þessum málaflokki vegna COVID,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður íslenska sendiráðsins í Lilongve. Á síðustu vikum, við upphaf skólaársins, hafa margar unglingsstúlkur ekki snúið til baka í skólann. Ráðuneyti jafnréttismála Malaví birti nýja könnun á dögunum sem sýnir uggvænlega fjölgun barnshafandi unglingsstúlkna og barnahjónabanda á tímum farsóttarinnar. Í Mangochi, helsta samstarfshéraði Íslands, eru til dæmis skráð tæplega sex þúsund barnahjónabönd það sem af er ári. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent
Nauðungarhjónaböndum barnungra stúlkna og þungunum unglingsstúlkna, sérstaklega stúlkna yngri en fimmtán ára, hefur fækkað á síðustu árum. Þessar framfarir hafa stöðvast á tímum kórónaveirunnar. Nú fjölgar á ný hjónaböndum þar sem ungar stúlkur eru þvingaðar til að giftast, oft miklu eldri mönnum, og fleiri barnungar stúlkur verða barnshafandi. Í gær, á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins, var meðal annars vakin athygli á þessar afturför sem orðið hefur víða í heiminum í réttindamálum stúlkna. Í Malaví, samstarfsríki Íslendinga í tvíhliða þróunarsamvinnu, hefur meðal annars með stuðningi Íslands verið unnið að því að sporna gegn barnahjónaböndum á síðustu árum og á dögunum veitti utanríkisráðuneytið UN Women í Malaví 27 milljóna króna styrk í þeirri baráttu. „Þvinguð hjónabönd barnungra stúlkna eru enn of algeng í Malaví en mikilvægar framfarir hafa átt sér stað á undanförnum árum, lagabreytingar sem banna hjónabönd undur átján ára aldri og samfélagsviðhorf eru að breytast. Því er þessi stuðningur við UN Women í Malaví mikilvægur til að sporna við bakslagi í þessum málaflokki vegna COVID,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður íslenska sendiráðsins í Lilongve. Á síðustu vikum, við upphaf skólaársins, hafa margar unglingsstúlkur ekki snúið til baka í skólann. Ráðuneyti jafnréttismála Malaví birti nýja könnun á dögunum sem sýnir uggvænlega fjölgun barnshafandi unglingsstúlkna og barnahjónabanda á tímum farsóttarinnar. Í Mangochi, helsta samstarfshéraði Íslands, eru til dæmis skráð tæplega sex þúsund barnahjónabönd það sem af er ári. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent