Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. október 2020 13:32 Auk þess að vera forseti Golfsambands Íslands er Haukur Örn Birgisson forseti Evrópska golfsambandsins. vísir/daníel Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, segist skilja gremju kylfinga sem eru afar ósáttir við að golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið lokað. Vegna sóttvarnaráðstafana var golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu lokað á föstudaginn og verða þeir lokaðir til 19. október. GSÍ bað jafnframt kylfinga ekki að leita út fyrir höfuðborgarsvæðið til að spila golf. Ekki fóru þó allir eftir því. Tæplega 30 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi um helgina og þá baðst Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, afsökunar á því að hafa farið í golf í Hveragerði. Haukur ræddi við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason í Bítinu á Bylgjunni í morgun um óánægju kylfinga. „Maður kemst ekkert hjá því að verða var við hana og ég skil hana mjög vel. Ég er sjálfur mjög óánægður með að ekki sé hægt að fara í golf. Þetta er svipuð umræða og var tekin í vor þegar golftímabilið var að hefjast. Þá voru svipaðar takmarkanir yfirvalda gagnvart íþróttastarfsemi en á þeim tíma fengum við sérstaka undanþágu til að leika golf,“ sagði Haukur og bætti við að vel væri hægt að leika golf og gæta um leið að sóttvörnum. Ekki furða að fólk klóri sér í höfðinu Haukur segir að frumkvæðið að því að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu sé komin frá sóttvarnayfirvöldum. Þau lögðu til við heilbrigðisráðherra að hlé yrði gert á öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu til 19. október. Heilbrigðisráðherra gekk ekki jafn langt og lagði ekki bann við íþróttaiðkun utandyra þótt mælst hafi verið til þess að hlé yrði gert á henni. „Það er ekki furða að fólk klóri í höfðinu yfir því hvað sé rétt,“ sagði Haukur. „Við fórum mjög gaumgæfilega yfir þetta og í ljósi þessa misræmis milli stjórnvalda og sóttvarnayfirvalda óskuðum við sérstakra skýringa hver reglan væri. Og það lágu alveg skýr tilmæli fyrir um að íþróttastarf skyldi liggja niðri og við myndum loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu til 19. október. Og eftir þá yfirlegu ákváðum við að verða við þeim tilmælum.“ Haukur segir erfitt að fara ekki að tilmælum sóttvarnayfirvalda. „Þegar tilmæli beinast að okkur frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er kannski eðlilegt að fara að þeim. En það má alveg halda uppi rökræðunum hvort nauðsynlegt hafi verið að ganga svona langt og hvort hægt færi að finna aðra útfærslu.“ Hlusta má á viðtalið við Hauk hér fyrir neðan. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lokun golfvalla tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og alammavarnadeildar ríkislögreglustjóra Golfsamband Íslands gaf frá sér tilkynningu í dag er varðar lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir meðal annars að sambandið hafi ekki ákveðið að loka völlum borgarinnar. 11. október 2020 14:01 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. 11. október 2020 12:34 Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53 Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36 Fundað um hvort leika ætti golf Framkvæmdastjórn Golfsambands Íslands fundar nú fyrir hádegi með Víði Reynisson yfirlögregluþjóni og Guðrúnu Aspelund, yfirlækni á sóttvarnasviði, um stöðu golfíþróttarinnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2020 09:53 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, segist skilja gremju kylfinga sem eru afar ósáttir við að golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið lokað. Vegna sóttvarnaráðstafana var golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu lokað á föstudaginn og verða þeir lokaðir til 19. október. GSÍ bað jafnframt kylfinga ekki að leita út fyrir höfuðborgarsvæðið til að spila golf. Ekki fóru þó allir eftir því. Tæplega 30 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi um helgina og þá baðst Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, afsökunar á því að hafa farið í golf í Hveragerði. Haukur ræddi við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason í Bítinu á Bylgjunni í morgun um óánægju kylfinga. „Maður kemst ekkert hjá því að verða var við hana og ég skil hana mjög vel. Ég er sjálfur mjög óánægður með að ekki sé hægt að fara í golf. Þetta er svipuð umræða og var tekin í vor þegar golftímabilið var að hefjast. Þá voru svipaðar takmarkanir yfirvalda gagnvart íþróttastarfsemi en á þeim tíma fengum við sérstaka undanþágu til að leika golf,“ sagði Haukur og bætti við að vel væri hægt að leika golf og gæta um leið að sóttvörnum. Ekki furða að fólk klóri sér í höfðinu Haukur segir að frumkvæðið að því að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu sé komin frá sóttvarnayfirvöldum. Þau lögðu til við heilbrigðisráðherra að hlé yrði gert á öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu til 19. október. Heilbrigðisráðherra gekk ekki jafn langt og lagði ekki bann við íþróttaiðkun utandyra þótt mælst hafi verið til þess að hlé yrði gert á henni. „Það er ekki furða að fólk klóri í höfðinu yfir því hvað sé rétt,“ sagði Haukur. „Við fórum mjög gaumgæfilega yfir þetta og í ljósi þessa misræmis milli stjórnvalda og sóttvarnayfirvalda óskuðum við sérstakra skýringa hver reglan væri. Og það lágu alveg skýr tilmæli fyrir um að íþróttastarf skyldi liggja niðri og við myndum loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu til 19. október. Og eftir þá yfirlegu ákváðum við að verða við þeim tilmælum.“ Haukur segir erfitt að fara ekki að tilmælum sóttvarnayfirvalda. „Þegar tilmæli beinast að okkur frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er kannski eðlilegt að fara að þeim. En það má alveg halda uppi rökræðunum hvort nauðsynlegt hafi verið að ganga svona langt og hvort hægt færi að finna aðra útfærslu.“ Hlusta má á viðtalið við Hauk hér fyrir neðan.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lokun golfvalla tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og alammavarnadeildar ríkislögreglustjóra Golfsamband Íslands gaf frá sér tilkynningu í dag er varðar lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir meðal annars að sambandið hafi ekki ákveðið að loka völlum borgarinnar. 11. október 2020 14:01 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. 11. október 2020 12:34 Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53 Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36 Fundað um hvort leika ætti golf Framkvæmdastjórn Golfsambands Íslands fundar nú fyrir hádegi með Víði Reynisson yfirlögregluþjóni og Guðrúnu Aspelund, yfirlækni á sóttvarnasviði, um stöðu golfíþróttarinnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2020 09:53 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lokun golfvalla tilkomin vegna tilmæla sóttvarnalæknis og alammavarnadeildar ríkislögreglustjóra Golfsamband Íslands gaf frá sér tilkynningu í dag er varðar lokun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir meðal annars að sambandið hafi ekki ákveðið að loka völlum borgarinnar. 11. október 2020 14:01
26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. 11. október 2020 12:34
Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53
Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36
Fundað um hvort leika ætti golf Framkvæmdastjórn Golfsambands Íslands fundar nú fyrir hádegi með Víði Reynisson yfirlögregluþjóni og Guðrúnu Aspelund, yfirlækni á sóttvarnasviði, um stöðu golfíþróttarinnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2020 09:53