Væri óheppilegt að opna aftur „aðaluppsprettu faraldursins“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2020 12:24 Líkamsræktarstöðvum var gert að loka í byrjun október. Kórónuveirusmit hafa verið rakin til margra slíkra stöðva, að sögn sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. Þá kveðst hann munu ræða betur við heilbrigðisráðuneytið um misræmi í reglugerð ráðuneytisins og tilmæla hans varðandi líkamsræktarstöðvar og íþróttaiðkun. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ný reglugerð um aðgerðir og takmarkanir vegna kórónuveirunnar tekur gildi á landinu á morgun, 19. október. Fram kemur í reglugerðinni sem birt var á vef heilbrigðisráðuneytisins í gær að heimilt sé með skilyrðum að stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu „ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil,“ segir á vef stjórnarráðsins. Sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sem hann skilaði til ráðherra í síðustu viku að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar verði lokaðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá verði æfingar og keppni í íþróttum „inni sem úti hjá börnum og fullorðnum sem krefst snertingar“ ekki heimilar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.Lögreglan Smit rakin til margra líkamsræktarstöðva Þórólfi var bent á á upplýsingafundinum í morgun að mörgum þætti misvísandi upplýsingar um íþróttastarf koma fram í reglugerð annars vegar og tilmælum hans hins vegar. Þannig bæri til dæmis á því að forsvarsmenn líkamsræktarstöðva, sem og iðkendur, skilji ekki muninn á reglugerðinni og tilmælum hans. Spurður að því hvort þetta gæti ekki flokkast sem upplýsingaóreiða, einkum í ljósi þess að aðgerðirnar tækju gildi á morgun, sagði Þórólfur að hægt væri að taka undir það. Hann benti þó á að tillögur hans væru eitt en reglugerð ráðuneytisins annað. „Ég hef sagt það áður að mér finnst ekkert óeðlilegt þótt reglugerð ráðuneytisins sé einhvern veginn öðruvísi og taki tillit til annarra þátta en kom nákvæmlega fram í tillögum mínum. En það verður þá að vera ljóst og skýrt,“ sagði Þórólfur. Hann teldi þó alls ekki ráðlegt að opna líkamsræktarstöðvar. „Það er alveg ljóst í mínum huga að við erum með aðaluppsprettu faraldursins sem er núna frá líkamsræktarstöðvum, ekki bara einni heldur fleirum. Og þetta er sú starfsemi sem ég held að væri ekki mjög heppilegt að fari aftur í gang núna með þá vitneskju. Það er það sem við þurfum að ræða betur við ráðuneytið,“ sagði Þórólfur. Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. Þá kveðst hann munu ræða betur við heilbrigðisráðuneytið um misræmi í reglugerð ráðuneytisins og tilmæla hans varðandi líkamsræktarstöðvar og íþróttaiðkun. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ný reglugerð um aðgerðir og takmarkanir vegna kórónuveirunnar tekur gildi á landinu á morgun, 19. október. Fram kemur í reglugerðinni sem birt var á vef heilbrigðisráðuneytisins í gær að heimilt sé með skilyrðum að stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu „ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil,“ segir á vef stjórnarráðsins. Sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sem hann skilaði til ráðherra í síðustu viku að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar verði lokaðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá verði æfingar og keppni í íþróttum „inni sem úti hjá börnum og fullorðnum sem krefst snertingar“ ekki heimilar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.Lögreglan Smit rakin til margra líkamsræktarstöðva Þórólfi var bent á á upplýsingafundinum í morgun að mörgum þætti misvísandi upplýsingar um íþróttastarf koma fram í reglugerð annars vegar og tilmælum hans hins vegar. Þannig bæri til dæmis á því að forsvarsmenn líkamsræktarstöðva, sem og iðkendur, skilji ekki muninn á reglugerðinni og tilmælum hans. Spurður að því hvort þetta gæti ekki flokkast sem upplýsingaóreiða, einkum í ljósi þess að aðgerðirnar tækju gildi á morgun, sagði Þórólfur að hægt væri að taka undir það. Hann benti þó á að tillögur hans væru eitt en reglugerð ráðuneytisins annað. „Ég hef sagt það áður að mér finnst ekkert óeðlilegt þótt reglugerð ráðuneytisins sé einhvern veginn öðruvísi og taki tillit til annarra þátta en kom nákvæmlega fram í tillögum mínum. En það verður þá að vera ljóst og skýrt,“ sagði Þórólfur. Hann teldi þó alls ekki ráðlegt að opna líkamsræktarstöðvar. „Það er alveg ljóst í mínum huga að við erum með aðaluppsprettu faraldursins sem er núna frá líkamsræktarstöðvum, ekki bara einni heldur fleirum. Og þetta er sú starfsemi sem ég held að væri ekki mjög heppilegt að fari aftur í gang núna með þá vitneskju. Það er það sem við þurfum að ræða betur við ráðuneytið,“ sagði Þórólfur.
Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira