Sendir aðstandendum hinna látnu samúðarkveðjur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 17:09 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendir aðstandendum þeirra sem látið hafa lífið af völdum covid-19 samúðarkveðjur. Tveir til viðbótar létust af völdum sjúkdómsins á Landspítalanum í nótt og hafa nú alls fimmtán látist hér á landi vegna covid-19. „Nú við upphaf nýrrar viku berast okkur þær sorgarfregnir að í nótt létust tveir hér á landi af völdum Covid-19. Þá hafi fimm dáið í þessari þriðju bylgju faraldursins og samtals 15 frá því að farsóttarinnar varð vart hér. Ég sendi ástvinum samúðarkveðjur,“ skrifar forsetinn í langri færslu sem hann birti á Facebook í dag. Hann hvetur jafnframt landsmenn til að kynna sér tilmæli og leiðbeiningar eftir að nýjar reglur tóku gildi fyrir helgi. „Ég finn einhug í samfélaginu um það að við viljum ekki lenda í þeirri skelfilegu raun að þurfa að velja hverjir komist á sjúkrahús og hverjir ekki. Því miður kom hópsmit upp í vikunni á Landakoti, deild Landspítala í Reykjavík. Vonir hljóta að standa til þess að allra leiða verði leitað til að koma í veg fyrir slíkt áfall á ný,“ skrifar Guðni ennfremur. Þá minnist hann þess einnig að síðastliðinn mánudag hafi þess verið minnst að aldarfjórðungur var frá snjóflóðinu á Flateyri sem tók 20 mannslíf og setur baráttuna við náttúruöflin í samhengi við baráttuna við heimsfaraldurinn. „Náttúruöflin eru máttug en mannkyn getur samt látið til sín taka. Snjóflóðavarnir hafa víða risið og baráttunni við farsóttina mun ljúka betur en raun var fyrr á öldum,“ segir í færslu Guðna sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Hópsýking á Landakoti Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sendir aðstandendum þeirra sem látið hafa lífið af völdum covid-19 samúðarkveðjur. Tveir til viðbótar létust af völdum sjúkdómsins á Landspítalanum í nótt og hafa nú alls fimmtán látist hér á landi vegna covid-19. „Nú við upphaf nýrrar viku berast okkur þær sorgarfregnir að í nótt létust tveir hér á landi af völdum Covid-19. Þá hafi fimm dáið í þessari þriðju bylgju faraldursins og samtals 15 frá því að farsóttarinnar varð vart hér. Ég sendi ástvinum samúðarkveðjur,“ skrifar forsetinn í langri færslu sem hann birti á Facebook í dag. Hann hvetur jafnframt landsmenn til að kynna sér tilmæli og leiðbeiningar eftir að nýjar reglur tóku gildi fyrir helgi. „Ég finn einhug í samfélaginu um það að við viljum ekki lenda í þeirri skelfilegu raun að þurfa að velja hverjir komist á sjúkrahús og hverjir ekki. Því miður kom hópsmit upp í vikunni á Landakoti, deild Landspítala í Reykjavík. Vonir hljóta að standa til þess að allra leiða verði leitað til að koma í veg fyrir slíkt áfall á ný,“ skrifar Guðni ennfremur. Þá minnist hann þess einnig að síðastliðinn mánudag hafi þess verið minnst að aldarfjórðungur var frá snjóflóðinu á Flateyri sem tók 20 mannslíf og setur baráttuna við náttúruöflin í samhengi við baráttuna við heimsfaraldurinn. „Náttúruöflin eru máttug en mannkyn getur samt látið til sín taka. Snjóflóðavarnir hafa víða risið og baráttunni við farsóttina mun ljúka betur en raun var fyrr á öldum,“ segir í færslu Guðna sem sjá má í heild sinni hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Hópsýking á Landakoti Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira