Snúðar með rjómaostakremi og oreo mulningi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. nóvember 2020 12:00 Eva Laufey setti rjómaostakrem og oreo kexmulning á snúðana en einnig er hægt að setja súkkulaðiglassúr. Eva Laufey Kjaran „Það er alltaf hægt að færa rök fyrir góðum kanilsnúðum, sérstaklega í þessu veðri,“ segir matgæðingurinn og þáttastjórnandinn Eva Laufey Kjaran. Aðferðina á bak við baksturinn á þessum snúðum er í story á Instagram síðu hennar og er hægt að horfa á það HÉR. Þessi uppskrift gefur 12 til 14 snúða en auðvelt er að tvöfalda hana. Deigið: 1 msk þurrger 175 ml mjólk 95 g sykur + 1 msk 95 g smjör (brætt ) 1 tsk kanill 2 egg 600 g hveiti 2 tsk vanilludropar Salt á hnífsoddi Aðferð: Hitið mjólkina, hún á að vera volg. Bætið þurrgeri og 1 matskeið af sykri eða hunangi saman við og hrærið. Setjið viskastykki yfir skálina og látið standa þar til byrjar að freyða í skálinni. Þegar gerblandan er klár þá bætið þið eggjum, sykri, vanilludropum og smjöri út í og hrærið með hnoðaranum í hrærivélinni. Því næst fer hveitið, kanill og saltið. Hnoðið deigið þar til það er slétt og fínt, ef ykkur finnst deigið of blautt þá setjið þið smá hveiti saman við. Hnoðið deigið í tvær til þrjár mínútur með höndunum og setjið síðan deigið aftur í skálina, viskastykki yfir og leyfið því að hefast í klukkustund. Fyllingin: 160 g púðursykur 140 g smjör, við stofuhita 2 msk kanill Aðferð: Þeytið smjörið þar til það er létt og ljós, bætið púðursykrinum saman við og kanil. Þeytið þar til fyllingin er orðin létt í sér. Þegar deigið hefur náð að tvöfalda stærð sína þá er gott að setja smá hveiti á borðflöt og fletja deigið út, því næst smyrjið þið fyllingunni á deigið og rúllið upp. Skerið deigið í jafn stóra bita og raðið í pappírsklætt eldfast mót. Leyfið snúðunum hefast enn einu sinni í 30 mínútur. Hitið ofninn í 180°C (blástur) og bakið í 18-20 mínútur. Á meðan snúðarnir eru í ofninum þá er gott að útbúa rjómaostakrem. Rjómaostakrem *þetta er stór skammtur, það er trúlega alveg nóg að skipta henni í tvennt og gera helminginn 140 g smjör, við stofuhita 150 g rjómaostur, við stofuhita 250 g flórsykur + meira ef kremið er of blautt 2 tsk vanilludropar Aðferð: Þeytið smjör og rjómaost saman þar til létt og ljós, mikilvægt að nota vörur sem eru við stofuhita. Bætið flórsykrinum og vanillu saman við og þeytið áfram, ef ykkur finnst kremið of blautt þá bætið þið meiri flórsykri saman við. Leyfið snúðunum að kólna örlítið þegar þeir koma út úr ofninum.. ég beið í ca 30 sekúndur en kannski er gott að bíða lengur, ég hef enga þolinmæði. Smyrjið kreminu á snúðana og berið strax fram. Ylvolga og dásamlega! Ég bætti við oreo mulningi yfir kremið í lokin. Þið getið séð nákvæmar leiðbeiningar á Instagramminu Eva Laufey Kjaran. Uppskriftir Eva Laufey Kökur og tertur Tengdar fréttir Apabrauð Evu Laufeyjar Matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran sýndi þessa sniðugu uppskrift af apabrauði eða Monkey Bread á Instagram. Það þarf að leyfa deiginu að hefast í klukkustund svo gott er að gefa sér góðan tíma í þennan bakstur. 31. október 2020 12:01 Ómótstæðileg Snickers hrákaka Helgaruppskriftin að þessu sinni er ómótstæðileg Snickers hrákaka frá matgæðingnum okkar Evu Laufey Kjaran. Þessa er frábært að eiga í kælinum og hún passar einstaklega vel með góðum kaffibolla. 17. október 2020 14:02 Ostakaka með kanileplum, kökumulningi og karamellu Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir setti saman þessa dásamlegu uppskrift. Flestir á höfuðborgarsvæðinu taka því rólega þessa helgi að fyrirmælum þríeykisins. Við mælum með því að þeir sem ætla að baka um helgina, skoði uppskriftirnar okkar hér á Vísi. 10. október 2020 11:00 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið
„Það er alltaf hægt að færa rök fyrir góðum kanilsnúðum, sérstaklega í þessu veðri,“ segir matgæðingurinn og þáttastjórnandinn Eva Laufey Kjaran. Aðferðina á bak við baksturinn á þessum snúðum er í story á Instagram síðu hennar og er hægt að horfa á það HÉR. Þessi uppskrift gefur 12 til 14 snúða en auðvelt er að tvöfalda hana. Deigið: 1 msk þurrger 175 ml mjólk 95 g sykur + 1 msk 95 g smjör (brætt ) 1 tsk kanill 2 egg 600 g hveiti 2 tsk vanilludropar Salt á hnífsoddi Aðferð: Hitið mjólkina, hún á að vera volg. Bætið þurrgeri og 1 matskeið af sykri eða hunangi saman við og hrærið. Setjið viskastykki yfir skálina og látið standa þar til byrjar að freyða í skálinni. Þegar gerblandan er klár þá bætið þið eggjum, sykri, vanilludropum og smjöri út í og hrærið með hnoðaranum í hrærivélinni. Því næst fer hveitið, kanill og saltið. Hnoðið deigið þar til það er slétt og fínt, ef ykkur finnst deigið of blautt þá setjið þið smá hveiti saman við. Hnoðið deigið í tvær til þrjár mínútur með höndunum og setjið síðan deigið aftur í skálina, viskastykki yfir og leyfið því að hefast í klukkustund. Fyllingin: 160 g púðursykur 140 g smjör, við stofuhita 2 msk kanill Aðferð: Þeytið smjörið þar til það er létt og ljós, bætið púðursykrinum saman við og kanil. Þeytið þar til fyllingin er orðin létt í sér. Þegar deigið hefur náð að tvöfalda stærð sína þá er gott að setja smá hveiti á borðflöt og fletja deigið út, því næst smyrjið þið fyllingunni á deigið og rúllið upp. Skerið deigið í jafn stóra bita og raðið í pappírsklætt eldfast mót. Leyfið snúðunum hefast enn einu sinni í 30 mínútur. Hitið ofninn í 180°C (blástur) og bakið í 18-20 mínútur. Á meðan snúðarnir eru í ofninum þá er gott að útbúa rjómaostakrem. Rjómaostakrem *þetta er stór skammtur, það er trúlega alveg nóg að skipta henni í tvennt og gera helminginn 140 g smjör, við stofuhita 150 g rjómaostur, við stofuhita 250 g flórsykur + meira ef kremið er of blautt 2 tsk vanilludropar Aðferð: Þeytið smjör og rjómaost saman þar til létt og ljós, mikilvægt að nota vörur sem eru við stofuhita. Bætið flórsykrinum og vanillu saman við og þeytið áfram, ef ykkur finnst kremið of blautt þá bætið þið meiri flórsykri saman við. Leyfið snúðunum að kólna örlítið þegar þeir koma út úr ofninum.. ég beið í ca 30 sekúndur en kannski er gott að bíða lengur, ég hef enga þolinmæði. Smyrjið kreminu á snúðana og berið strax fram. Ylvolga og dásamlega! Ég bætti við oreo mulningi yfir kremið í lokin. Þið getið séð nákvæmar leiðbeiningar á Instagramminu Eva Laufey Kjaran.
Uppskriftir Eva Laufey Kökur og tertur Tengdar fréttir Apabrauð Evu Laufeyjar Matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran sýndi þessa sniðugu uppskrift af apabrauði eða Monkey Bread á Instagram. Það þarf að leyfa deiginu að hefast í klukkustund svo gott er að gefa sér góðan tíma í þennan bakstur. 31. október 2020 12:01 Ómótstæðileg Snickers hrákaka Helgaruppskriftin að þessu sinni er ómótstæðileg Snickers hrákaka frá matgæðingnum okkar Evu Laufey Kjaran. Þessa er frábært að eiga í kælinum og hún passar einstaklega vel með góðum kaffibolla. 17. október 2020 14:02 Ostakaka með kanileplum, kökumulningi og karamellu Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir setti saman þessa dásamlegu uppskrift. Flestir á höfuðborgarsvæðinu taka því rólega þessa helgi að fyrirmælum þríeykisins. Við mælum með því að þeir sem ætla að baka um helgina, skoði uppskriftirnar okkar hér á Vísi. 10. október 2020 11:00 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið
Apabrauð Evu Laufeyjar Matgæðingurinn Eva Laufey Kjaran sýndi þessa sniðugu uppskrift af apabrauði eða Monkey Bread á Instagram. Það þarf að leyfa deiginu að hefast í klukkustund svo gott er að gefa sér góðan tíma í þennan bakstur. 31. október 2020 12:01
Ómótstæðileg Snickers hrákaka Helgaruppskriftin að þessu sinni er ómótstæðileg Snickers hrákaka frá matgæðingnum okkar Evu Laufey Kjaran. Þessa er frábært að eiga í kælinum og hún passar einstaklega vel með góðum kaffibolla. 17. október 2020 14:02
Ostakaka með kanileplum, kökumulningi og karamellu Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir setti saman þessa dásamlegu uppskrift. Flestir á höfuðborgarsvæðinu taka því rólega þessa helgi að fyrirmælum þríeykisins. Við mælum með því að þeir sem ætla að baka um helgina, skoði uppskriftirnar okkar hér á Vísi. 10. október 2020 11:00