Hvernig hafa kosningar Bandaríkjanna áhrif á heimsvísu og á Íslandi? Davíð Pálsson skrifar 9. nóvember 2020 07:31 Eins og flestir vita eru niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum komnar í ljós og Joe Biden verið kjörinn forseti og Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna. En hvaða áhrif mun þetta hafa á heiminn og hvaða áhrif hefur þetta hér á Íslandi? Eftir síðustu fjögur árin í forsetatíð Trump hafa fordómar, kvenfyrirlitning og rasismi aldrei verið jafn áberandi. Því má huga að því hvers vegna þetta hefur verið svona og hvers vegna þessar raddir hafa verið svona áberandi. Það hefur ekki komið neinum á óvart að Trump hefur notað ljót orð og hann hæðist mikið að fólki; það skiptir engu hvaða minnihlutahóp það tilheyrir. Hann notar þessa orðræðu til þess að vekja athygli að sér og því er ekki skrítið að Trump er mjög umdeildur maður og hafa margir sínar skoðarnir um hann. En nú þegar hans tími er líðinn hvað gerist þá? Munu neikvæðu raddirnar hverfa? Mun fordómar aftur minnka? Mun allt vera eins og áður? Þessar kosningar voru nefnilega ekki bara Joe Biden á móti Trump, Demókratar á móti Repúblíkönum. Heldur snérist þessi barátta líka um kurteisi, umhyggju, frið, sameiningu og ást gegn hatri, fordómum, spillingu og sundrung. Ekki nóg með það heldur var fyrsta konan, fyrsta svarta konan, fyrsta konan með asískar rætur, kjörin varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris. Það eru stór tíðindi og því ber að fagna. Það er ótrúlegt að hugsa að árið 2020 höfum við enn ekki náð lengra í kynjajafnréttinu. Þar sem þetta málefni er mikið til umræðu í dag og við höfum enn ekki náð lengra. Því ber að skoða hvað það er sem vantar upp á? Af hverju erum við svona langt á eftir í svo mörgu sem við teljum vera sjálfsagt? Það er hægt að sjá mikinn mun á Trump og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Báðir voru þeir forsetar á svipuðum tíma (og einn er það enn) en maður sér vel muninn á því hvernig fyrirmydir þeir eru. Hvernig leiðtogar þeir eru. Því getum við Íslendingar verið mjög stoltir af okkar forseta og glaðir yfir því að hann sé jafn flott fyrirmynd fyrir alla Íslendinga og raun ber vitni. Það er mikilvægt að sama hvernig fer næstu fjögur árin þá munum við líklega halda friðinn, sýna hvert öðru virðingu, ekki hæðast af hvert öðru út af útliti, persónu eða einhverju öðru. Því er mikilvægt að við lærum af þessu og látum þetta ekki endurtaka sig. Við erum öll eins og við erum: „mannkynnið“. Við getum ekki lifað án hvor annars og við þurfum alla til þess að þjóna samfélaginu, sem ein heild. Hver og einn hefur sinn tilgang. Það er óþarfi að sundra fólki og ýta undir hatur í garð hvor annars. Það getum við haft í huga í næstu Alþingiskosningum sem eru á næsta ári. Mun atkvæðið mitt hafa áhrif til hins betra eða verra? Mun ég kjósa frið, umhyggju, kurteisi og jafnrétti eða sundrung, spillingu, hatur og fordóma? Höfundur er Ungur jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar í Bandaríkjunum Alþingiskosningar 2021 Joe Biden Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Eins og flestir vita eru niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum komnar í ljós og Joe Biden verið kjörinn forseti og Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna. En hvaða áhrif mun þetta hafa á heiminn og hvaða áhrif hefur þetta hér á Íslandi? Eftir síðustu fjögur árin í forsetatíð Trump hafa fordómar, kvenfyrirlitning og rasismi aldrei verið jafn áberandi. Því má huga að því hvers vegna þetta hefur verið svona og hvers vegna þessar raddir hafa verið svona áberandi. Það hefur ekki komið neinum á óvart að Trump hefur notað ljót orð og hann hæðist mikið að fólki; það skiptir engu hvaða minnihlutahóp það tilheyrir. Hann notar þessa orðræðu til þess að vekja athygli að sér og því er ekki skrítið að Trump er mjög umdeildur maður og hafa margir sínar skoðarnir um hann. En nú þegar hans tími er líðinn hvað gerist þá? Munu neikvæðu raddirnar hverfa? Mun fordómar aftur minnka? Mun allt vera eins og áður? Þessar kosningar voru nefnilega ekki bara Joe Biden á móti Trump, Demókratar á móti Repúblíkönum. Heldur snérist þessi barátta líka um kurteisi, umhyggju, frið, sameiningu og ást gegn hatri, fordómum, spillingu og sundrung. Ekki nóg með það heldur var fyrsta konan, fyrsta svarta konan, fyrsta konan með asískar rætur, kjörin varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris. Það eru stór tíðindi og því ber að fagna. Það er ótrúlegt að hugsa að árið 2020 höfum við enn ekki náð lengra í kynjajafnréttinu. Þar sem þetta málefni er mikið til umræðu í dag og við höfum enn ekki náð lengra. Því ber að skoða hvað það er sem vantar upp á? Af hverju erum við svona langt á eftir í svo mörgu sem við teljum vera sjálfsagt? Það er hægt að sjá mikinn mun á Trump og Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Báðir voru þeir forsetar á svipuðum tíma (og einn er það enn) en maður sér vel muninn á því hvernig fyrirmydir þeir eru. Hvernig leiðtogar þeir eru. Því getum við Íslendingar verið mjög stoltir af okkar forseta og glaðir yfir því að hann sé jafn flott fyrirmynd fyrir alla Íslendinga og raun ber vitni. Það er mikilvægt að sama hvernig fer næstu fjögur árin þá munum við líklega halda friðinn, sýna hvert öðru virðingu, ekki hæðast af hvert öðru út af útliti, persónu eða einhverju öðru. Því er mikilvægt að við lærum af þessu og látum þetta ekki endurtaka sig. Við erum öll eins og við erum: „mannkynnið“. Við getum ekki lifað án hvor annars og við þurfum alla til þess að þjóna samfélaginu, sem ein heild. Hver og einn hefur sinn tilgang. Það er óþarfi að sundra fólki og ýta undir hatur í garð hvor annars. Það getum við haft í huga í næstu Alþingiskosningum sem eru á næsta ári. Mun atkvæðið mitt hafa áhrif til hins betra eða verra? Mun ég kjósa frið, umhyggju, kurteisi og jafnrétti eða sundrung, spillingu, hatur og fordóma? Höfundur er Ungur jafnaðarmaður.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun