Áralangt einelti hafði gríðarleg áhrif: „Var kallaður ógeð og mér var sagt að drepa mig trekk í trekk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. nóvember 2020 10:30 Valgarður vill að foreldrar gerenda eineltis verði gerðir skaðabótaskyldir þolendum. Mynd/stöð 2 „Það þarf einhver að taka ábyrgð á einelti og þeim skaða sem einelti veldur,“ segir Valgarður Reynisson kennari doktorsnemi og þolandi eineltis en hann hefur bent á um leið að sekta jafnvel foreldra geranda svo það sé meiri hvati fyrir fólk að koma í veg fyrir eineltið. Sindri Sindrason hitti Valgarð í Háskólanum á Akureyri og ræddi við hann um málið og fékk að heyra hans sögu. Eineltið byrjaði á miðstigi í grunnskóla og stigmagnaðist upp frá því. „Ég varð oft fyrir líkamlegu ofbeldi. Einu sinni á leikvellinum kastaði nemandi steini í eyrað á mér og brjóskið fór í sundur og það þurfti að sauma eyrað saman. Annar skólabróðir minn horfði í augun á mér á meðan hann skellti hurð á höfuðið á mér. Ég var eitthvað að gá til veðurs og hann viljandi skellti hurð á höfuðið á mér. Ég hef verið laminn, það var mikið verið að berja í axlirnar á manni á þessum tíma, sparkað í mig, hrækt á mig og ýmislegt þannig,“ segir Valgarður og bætir við að það hafi ekki verið það erfiðast við einelti. „Heldur er það tíðnin, hvað þetta gerist yfir langan tíma og andlega hliðin þegar maður er kannski tíu ára, ellefu ára, tólf ára og býr við stöðugu streitu og stöðugt áreiti þá er það svo gríðarlega lýjandi þegar fram í sækir. Þetta varð til þess að hegðun Valgarðs fór versnandi og einkunnir niðurávið eins og gerist svo oft þegar börn verða fyrir einelti. „Andlega áreitið er langverst. Ég var kallaður ógeð og mér var sagt að drepa mig trekk í trekk. Við erum ekki að tala um fimm sinnum eða tuttugu sinnum. Við erum að tala um mörg hundruð skipti yfir margra ára tímabil. Það er það sem nagar burtu sjálfstraustið og sjálfsöryggið yfir lengri tíma.“ Valgarður segir að ákveðnir hópar verði frekar fyrir einelti en aðrir. „Það geta verið fósturbörn, börn einstæðra foreldra sem glíma við einhverskonar vandamál eins og tilfinningavanda, geðrænan vanda og það geta verið mjög fjölbreyttar ástæður sem liggja þar að baki,“ segir Valgarður en sjálfur hafi hann verið í þessum hópi krakka. „Ég var mikið veikur sem barn og þurfti nokkrum sinnum að leggjast inn á sjúkrahús og þurfti að taka slatta af lyfjum og svona. Líkamlegur þroski var kannski ekki alveg á pari við jafningja mína svona framan af. Að vera langveikt barn getur haft áhrif á félagslega stöðu síðar meir.“ Valgarður er í dag þriggja barna faðir. Hann segir kennara, skóla og íþróttafélögin þurfi að vera vakandi fyrir þessum málum. Valgarður segist hafa átt einn ágætis vin sem hafi verið bjartur punktur í tilverunni en að þessi tími hafi verið gríðarlega erfiður og hann sitji í honum. „Ég held að í langflestum tilfellum er eineltið eðlileg og sakleysisleg hegðun hjá nemendum sem eru að prófa sig áfram í samskiptum á þessum aldri. Við sjáum alveg kúrfuna og toppinn í eineltismálum. Þetta er í miðstigi og nær topp í á unglingastigi og síðan fjarar þetta út.“ Valgarður segir að í grunnskóla séu allir settir saman, afar ólíkir hópar en í menntaskóla geti krakkar valið sína braut og verið með fólki sem líkist því meira. „Fólk er farið að velja sér framhaldsskóla út frá allskonar forsendum. Þetta er ekki eitthvað sem er auðvelt að tala um og mjög erfitt að tala um þetta. Ég hef í störfum mínum sem kennari ekki beitt mér mikið í eineltismálum og þvert á móti forðast það vegna þess að ég hef kannski ákveðna sýn og gæti verið hlutdrægur og svo líður mér kannski ekki mjög þægilega með það. Ég hef kannski frekar einbeitt mér að því að halda aga í minni kennslu og mínum kennslustofum. Ef það er almennt agaleysi í skólanum eða innan kennslustofunnar þá eykur það hættuna á einelti.“ Ristir djúpt Valgarður segir að eineltið hafi gert það að verkum að hann er mögulega óöruggari í dag en fólk er almennt. „Ég held að það sé enginn spurning, það gerir mann óöruggari sem fullorðna manneskju. Ég finn það alveg enn þá að ég á erfitt með samskipti við yfirgangseggi. Það er alveg fullorðið fólk sem beitir einelti, það er fullorðið fólk sem tekur síður tillit til annara og á erfiðara að setja sig í spor annara og ég finn alveg að mér líður ekki vel í kringum svoleiðis fólk.“ Þetta ristir nefnilega dýpra og er alvarlegra en fólk heldur. Valgarður segist reyna að hugsa ekki um þennan tíma, það taki bara á. Hans lausn var að hverfa eitthvert annað, í eigin hugsanir, kvikmyndir, tölvuleiki og síðar áfengi. Það losaði hann við þá streitu og kvíða sem hann hafði. Og áfengið varð vandamál. „Eflaus var það vandamál. Ég hef ekki samskipti við fólkið sem var með mér í skóla á þessum tíma. Þetta er of sárt og ég hef ekki áhuga á því að hafa samskipti við þetta fólk. Ég var reiður en núna er bara of langt um liðið.“ Valgarður segist ekki hafa áhyggjur af börnunum sínum og eigi að eyða orkunni í eitthvað annað á meðan vandamálið er ekki til staðar. Hann segist hafa unnið vel í sér, þroskast en segir þó þetta alltaf lifa með sér. „Ég skil alveg hvers vegna einelti verður og ég skil alveg að þetta sé ekki illska eða eitthvað þannig. En það breytir því ekki að maður situr svolítið einn með þetta,“ segir Valgarður og bætir við að gerendum líði oftast sjálfum illa. Það sé eitthvað að sem þolandinn geri sér ekki grein fyrir á þeim tímapunkti. Þá segir hann að gerendum gangi oft verr í lífinu en öðrum ef ekki er tekið á ofbeldinu og það sama eigi við um þolandann. „Ég reyndi margoft að láta vita af eineltinu í mínum grunnskóla og þegar ég var á miðstigi var tekið á þessu þannig að kennarar og skólaliðar höfðu kannski auga með manni í frímínútum. Það var fínt í tvær vikur á meðan fólk mundi eftir því en svo þarf kannski einhver annar nemandi sérathygli,“ segir Valgarður og þá hafi hann gleymst. Hann hefur hitt einn af gerendum sínum og einu sinni verið beðinn afsökunar. Þá var hann tuttugu og eins og en er í dag 33 ára. Langaði að kýla hann „Hann réttir út höndina og segir að honum þyki þetta leitt. Ég svona vildi frekar leysa þetta öðruvísi en að taka við afsökunarbeiðni, það var enn þá mjög mikil reiði í mér þá. Mig langaði að kýla hann.“ Hann lét þó ekki verða af því, tók í höndina á honum og fyrirgaf og það segir hann hafa skipt mjög miklu máli sérstaklega eftir á. „Það skiptir mig mjög miklu máli að hann hafi beðið mig afsökunar. Ekki síst sem viðurkenning á að þetta hafi verið óeðlilegt, að þetta hafi verið einelti og ofbeldi.“ Valgarður hefur hent fram hugmynd, sem hann segir þó ekki sína, að gera foreldra gerenda skaðabótaskylda gagnvart þolandanum. Þá sé kominn hvati að gera betur hjá foreldrum og skóla. Hann hefur ekki útfærsluna á hreinu en segir þetta vissulega eitthvað til að hugsa um. „Þetta eru leiðir sem myndu færa ábyrgðina frá þolendunum yfir á gerendur og stofnanir. Foreldrar þurfa að rembast endalaust að berjast við kerfið til að fá úrlausn sinna mála fyrir börnin sín og ábyrgðin finnst mér öll vera á þolendum. Þolendur þurfa að stíga fram sem er ósanngjörn krafa á tíu, ellefu ára börn,“ segir Valgarður og bætir við að forvarnir séu ódýrasti kosturinn fyrir samfélagið. Börn og uppeldi Ísland í dag Akureyri Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Kvöddu með stæl Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
„Það þarf einhver að taka ábyrgð á einelti og þeim skaða sem einelti veldur,“ segir Valgarður Reynisson kennari doktorsnemi og þolandi eineltis en hann hefur bent á um leið að sekta jafnvel foreldra geranda svo það sé meiri hvati fyrir fólk að koma í veg fyrir eineltið. Sindri Sindrason hitti Valgarð í Háskólanum á Akureyri og ræddi við hann um málið og fékk að heyra hans sögu. Eineltið byrjaði á miðstigi í grunnskóla og stigmagnaðist upp frá því. „Ég varð oft fyrir líkamlegu ofbeldi. Einu sinni á leikvellinum kastaði nemandi steini í eyrað á mér og brjóskið fór í sundur og það þurfti að sauma eyrað saman. Annar skólabróðir minn horfði í augun á mér á meðan hann skellti hurð á höfuðið á mér. Ég var eitthvað að gá til veðurs og hann viljandi skellti hurð á höfuðið á mér. Ég hef verið laminn, það var mikið verið að berja í axlirnar á manni á þessum tíma, sparkað í mig, hrækt á mig og ýmislegt þannig,“ segir Valgarður og bætir við að það hafi ekki verið það erfiðast við einelti. „Heldur er það tíðnin, hvað þetta gerist yfir langan tíma og andlega hliðin þegar maður er kannski tíu ára, ellefu ára, tólf ára og býr við stöðugu streitu og stöðugt áreiti þá er það svo gríðarlega lýjandi þegar fram í sækir. Þetta varð til þess að hegðun Valgarðs fór versnandi og einkunnir niðurávið eins og gerist svo oft þegar börn verða fyrir einelti. „Andlega áreitið er langverst. Ég var kallaður ógeð og mér var sagt að drepa mig trekk í trekk. Við erum ekki að tala um fimm sinnum eða tuttugu sinnum. Við erum að tala um mörg hundruð skipti yfir margra ára tímabil. Það er það sem nagar burtu sjálfstraustið og sjálfsöryggið yfir lengri tíma.“ Valgarður segir að ákveðnir hópar verði frekar fyrir einelti en aðrir. „Það geta verið fósturbörn, börn einstæðra foreldra sem glíma við einhverskonar vandamál eins og tilfinningavanda, geðrænan vanda og það geta verið mjög fjölbreyttar ástæður sem liggja þar að baki,“ segir Valgarður en sjálfur hafi hann verið í þessum hópi krakka. „Ég var mikið veikur sem barn og þurfti nokkrum sinnum að leggjast inn á sjúkrahús og þurfti að taka slatta af lyfjum og svona. Líkamlegur þroski var kannski ekki alveg á pari við jafningja mína svona framan af. Að vera langveikt barn getur haft áhrif á félagslega stöðu síðar meir.“ Valgarður er í dag þriggja barna faðir. Hann segir kennara, skóla og íþróttafélögin þurfi að vera vakandi fyrir þessum málum. Valgarður segist hafa átt einn ágætis vin sem hafi verið bjartur punktur í tilverunni en að þessi tími hafi verið gríðarlega erfiður og hann sitji í honum. „Ég held að í langflestum tilfellum er eineltið eðlileg og sakleysisleg hegðun hjá nemendum sem eru að prófa sig áfram í samskiptum á þessum aldri. Við sjáum alveg kúrfuna og toppinn í eineltismálum. Þetta er í miðstigi og nær topp í á unglingastigi og síðan fjarar þetta út.“ Valgarður segir að í grunnskóla séu allir settir saman, afar ólíkir hópar en í menntaskóla geti krakkar valið sína braut og verið með fólki sem líkist því meira. „Fólk er farið að velja sér framhaldsskóla út frá allskonar forsendum. Þetta er ekki eitthvað sem er auðvelt að tala um og mjög erfitt að tala um þetta. Ég hef í störfum mínum sem kennari ekki beitt mér mikið í eineltismálum og þvert á móti forðast það vegna þess að ég hef kannski ákveðna sýn og gæti verið hlutdrægur og svo líður mér kannski ekki mjög þægilega með það. Ég hef kannski frekar einbeitt mér að því að halda aga í minni kennslu og mínum kennslustofum. Ef það er almennt agaleysi í skólanum eða innan kennslustofunnar þá eykur það hættuna á einelti.“ Ristir djúpt Valgarður segir að eineltið hafi gert það að verkum að hann er mögulega óöruggari í dag en fólk er almennt. „Ég held að það sé enginn spurning, það gerir mann óöruggari sem fullorðna manneskju. Ég finn það alveg enn þá að ég á erfitt með samskipti við yfirgangseggi. Það er alveg fullorðið fólk sem beitir einelti, það er fullorðið fólk sem tekur síður tillit til annara og á erfiðara að setja sig í spor annara og ég finn alveg að mér líður ekki vel í kringum svoleiðis fólk.“ Þetta ristir nefnilega dýpra og er alvarlegra en fólk heldur. Valgarður segist reyna að hugsa ekki um þennan tíma, það taki bara á. Hans lausn var að hverfa eitthvert annað, í eigin hugsanir, kvikmyndir, tölvuleiki og síðar áfengi. Það losaði hann við þá streitu og kvíða sem hann hafði. Og áfengið varð vandamál. „Eflaus var það vandamál. Ég hef ekki samskipti við fólkið sem var með mér í skóla á þessum tíma. Þetta er of sárt og ég hef ekki áhuga á því að hafa samskipti við þetta fólk. Ég var reiður en núna er bara of langt um liðið.“ Valgarður segist ekki hafa áhyggjur af börnunum sínum og eigi að eyða orkunni í eitthvað annað á meðan vandamálið er ekki til staðar. Hann segist hafa unnið vel í sér, þroskast en segir þó þetta alltaf lifa með sér. „Ég skil alveg hvers vegna einelti verður og ég skil alveg að þetta sé ekki illska eða eitthvað þannig. En það breytir því ekki að maður situr svolítið einn með þetta,“ segir Valgarður og bætir við að gerendum líði oftast sjálfum illa. Það sé eitthvað að sem þolandinn geri sér ekki grein fyrir á þeim tímapunkti. Þá segir hann að gerendum gangi oft verr í lífinu en öðrum ef ekki er tekið á ofbeldinu og það sama eigi við um þolandann. „Ég reyndi margoft að láta vita af eineltinu í mínum grunnskóla og þegar ég var á miðstigi var tekið á þessu þannig að kennarar og skólaliðar höfðu kannski auga með manni í frímínútum. Það var fínt í tvær vikur á meðan fólk mundi eftir því en svo þarf kannski einhver annar nemandi sérathygli,“ segir Valgarður og þá hafi hann gleymst. Hann hefur hitt einn af gerendum sínum og einu sinni verið beðinn afsökunar. Þá var hann tuttugu og eins og en er í dag 33 ára. Langaði að kýla hann „Hann réttir út höndina og segir að honum þyki þetta leitt. Ég svona vildi frekar leysa þetta öðruvísi en að taka við afsökunarbeiðni, það var enn þá mjög mikil reiði í mér þá. Mig langaði að kýla hann.“ Hann lét þó ekki verða af því, tók í höndina á honum og fyrirgaf og það segir hann hafa skipt mjög miklu máli sérstaklega eftir á. „Það skiptir mig mjög miklu máli að hann hafi beðið mig afsökunar. Ekki síst sem viðurkenning á að þetta hafi verið óeðlilegt, að þetta hafi verið einelti og ofbeldi.“ Valgarður hefur hent fram hugmynd, sem hann segir þó ekki sína, að gera foreldra gerenda skaðabótaskylda gagnvart þolandanum. Þá sé kominn hvati að gera betur hjá foreldrum og skóla. Hann hefur ekki útfærsluna á hreinu en segir þetta vissulega eitthvað til að hugsa um. „Þetta eru leiðir sem myndu færa ábyrgðina frá þolendunum yfir á gerendur og stofnanir. Foreldrar þurfa að rembast endalaust að berjast við kerfið til að fá úrlausn sinna mála fyrir börnin sín og ábyrgðin finnst mér öll vera á þolendum. Þolendur þurfa að stíga fram sem er ósanngjörn krafa á tíu, ellefu ára börn,“ segir Valgarður og bætir við að forvarnir séu ódýrasti kosturinn fyrir samfélagið.
Börn og uppeldi Ísland í dag Akureyri Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Kvöddu með stæl Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira