Vill skoða hvort hægt sé að fjölga veiðidögum í desember Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 14:22 Formaður Skotveiðifélags Íslands Skotvís segir að rjúpnaveiðar snúist um miklu meira en að skjóta fugla. Vísir/Vilhelm Mun rólegra er yfir rjúpnaveiði í ár í samanburði við hin síðustu. Sóttvarnatakmarkanir hafa sett mark sitt á veiðarnar auk þess sem rjúpan er í lægð. Formaður skotveiðifélagsins Skotvís vill skoða hvort hægt verði að framlengja veiðitímabilið til að bæta höfuðborgarbúum upp þær helgar í nóvember sem ekki mátti fara til veiða. Rjúpnastofninn er í náttúrulegri lægð en óveðrið mikla síðasta vetur setti strik í reikninginn auk þess sem kuldakastið fyrir norðan í júlí bætti gráu ofan á svart. Áki Ármann Jónsson, formaður skotveiðifélagsins Skotvís, segir að ástandið sé skást suðvestan til. „Það má eiginlega segja að veiðitímabilið hafi farið af stað eins og við var búist. Það er lítið af rjúpu á Norðvesturlandi og Norðausturlandi og sæmilegt á Austurlandi. Staðan er síðan fín á Suðvesturlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum.“ En eru jafn margar rjúpnaveiðiskyttur á ferli og í venjulegu árferði? „Það er mun rólegra yfir þessu, það er auðsjáanlegt. Það er „lókal“ fólkið sem er að fara til veiða og ekki mikill straumur út úr Reykjavík. Menn eru að fara eftir tilmælum frá Víði um að takmarka ferðalög.“ Áki hefur brýnt fyrir félagsmönnum skotveiðifélagsins mikilvægi þess að fara eftir tilmælum almannavarna. „Hjá okkar félagsmönnum, sem telja sirka helming skotveiðimanna, þá hafa menn verið mjög ákveðnir í því að fara eftir fyrirmælum. Menn ferðuðust innanhúss um síðustu helgi og ég geri nú ekki ráð fyrir að margir skotveiðimenn hafi farið þá til veiða, það var beinlínis ætlast til þess að menn heldu sig innandyra.“ Áki vill skoða hvort hægt verði að bæta inn fleiri veiðidögum í desember sem sárabót fyrir skotveiðimenn. Rjúpnaveiðar snúist um svo miklu meira en bara að skjóta að fugla. „Þetta lyftir upp sálinni. Það veitir ekki af því á þessum tímum. Þetta snýst ekki bara um að fara út að skjóta einhverja fugla, heldur um upplifunina af veiðunum sjálfum, ganga um náttúru Íslands í fallegu veðri. Þótt maður veiði ekki neitt þá er maður búinn að lyfta sálinni upp töluvert margar hæðir við það,“ sagði Áki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Tengdar fréttir Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Fyrsti veiðidagurinn á þessu rjúpnaveiðitímabili var í gær og það var ljóst að skyttur voru að fjölmenna á fjöll. 2. nóvember 2020 08:52 Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25 Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Mun rólegra er yfir rjúpnaveiði í ár í samanburði við hin síðustu. Sóttvarnatakmarkanir hafa sett mark sitt á veiðarnar auk þess sem rjúpan er í lægð. Formaður skotveiðifélagsins Skotvís vill skoða hvort hægt verði að framlengja veiðitímabilið til að bæta höfuðborgarbúum upp þær helgar í nóvember sem ekki mátti fara til veiða. Rjúpnastofninn er í náttúrulegri lægð en óveðrið mikla síðasta vetur setti strik í reikninginn auk þess sem kuldakastið fyrir norðan í júlí bætti gráu ofan á svart. Áki Ármann Jónsson, formaður skotveiðifélagsins Skotvís, segir að ástandið sé skást suðvestan til. „Það má eiginlega segja að veiðitímabilið hafi farið af stað eins og við var búist. Það er lítið af rjúpu á Norðvesturlandi og Norðausturlandi og sæmilegt á Austurlandi. Staðan er síðan fín á Suðvesturlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum.“ En eru jafn margar rjúpnaveiðiskyttur á ferli og í venjulegu árferði? „Það er mun rólegra yfir þessu, það er auðsjáanlegt. Það er „lókal“ fólkið sem er að fara til veiða og ekki mikill straumur út úr Reykjavík. Menn eru að fara eftir tilmælum frá Víði um að takmarka ferðalög.“ Áki hefur brýnt fyrir félagsmönnum skotveiðifélagsins mikilvægi þess að fara eftir tilmælum almannavarna. „Hjá okkar félagsmönnum, sem telja sirka helming skotveiðimanna, þá hafa menn verið mjög ákveðnir í því að fara eftir fyrirmælum. Menn ferðuðust innanhúss um síðustu helgi og ég geri nú ekki ráð fyrir að margir skotveiðimenn hafi farið þá til veiða, það var beinlínis ætlast til þess að menn heldu sig innandyra.“ Áki vill skoða hvort hægt verði að bæta inn fleiri veiðidögum í desember sem sárabót fyrir skotveiðimenn. Rjúpnaveiðar snúist um svo miklu meira en bara að skjóta að fugla. „Þetta lyftir upp sálinni. Það veitir ekki af því á þessum tímum. Þetta snýst ekki bara um að fara út að skjóta einhverja fugla, heldur um upplifunina af veiðunum sjálfum, ganga um náttúru Íslands í fallegu veðri. Þótt maður veiði ekki neitt þá er maður búinn að lyfta sálinni upp töluvert margar hæðir við það,“ sagði Áki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Tengdar fréttir Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Fyrsti veiðidagurinn á þessu rjúpnaveiðitímabili var í gær og það var ljóst að skyttur voru að fjölmenna á fjöll. 2. nóvember 2020 08:52 Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25 Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Fyrsti veiðidagurinn á þessu rjúpnaveiðitímabili var í gær og það var ljóst að skyttur voru að fjölmenna á fjöll. 2. nóvember 2020 08:52
Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25
Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39