Tvöfaldur draumur rættist þegar Tiger klæddi hann í græna jakkann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 12:00 Tiger Woods klæðir Dustin Johnson hér í græna jakann fræga eftir sigurinn á Mastersmótinu í gær. AP/Charlie Riedel Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson vann í gær Masters risamótið í golfi á Augusta vellinum í Georgíufylki í Bandaríkjunum og varð um leið sá fyrsti til að klára mótið á tuttugu höggum undir pari. Dustin Johnson er í efsta sætið heimslistans og það er óhætt að segja að hann hafi sýnt það og sannað með frábærri spilamennsku allt mótið. Hann vann Mastersmótið á endanum með fimm högga mun. Johnson sló skormet þeirra Tiger Woods og Jordan Spieth með því að leik á tuttugu höggum undir pari. Woods spilaði á átján höggum undir pari árið 1997 og Spieth jafnaði það árið 2015. It all sinks in. #themasters pic.twitter.com/KOz8ZrjKlP— The Masters (@TheMasters) November 15, 2020 „Þetta var erfitt og ég var stressaður allan daginn,“ sagði Dustin Johnson eftir að sigurinn var í höfn. „Mastersmótið er að mínu mati stærsta risamótið og það sem mig langaði mest til að vinna. Ég er mjög stoltur af því hvernig ég spilaði og kláraði þetta mót,“ sagði Johnson. Hann var í öðru sæti á mótinu í fyrra. „Mér líður ennþá eins og þetta sé bara draumur. Þegar ég var krakki þá dreymdi mig um að vinna Mastersmótið og að Tiger Woods myndi klæða mig í græna jakkann. En ég er hér og þetta er frábær tilfinning. Ég gæti ekki verið spenntari,“ sagði Johnson. Hann upplifði því þennan tvöfaldan draum. Tiger Woods vann Mastersmótið í fyrra og var því sá sem klæddi Dustin Johnson í græna jakkann eftir sigurinn í gær. Dustin Johnson lék líka það eftir Tiger Woods að vera fyrsti efsti maður heimslistans í átján ár til að vinna Mastersmótið eða síðan að Tiger Woods gerði það árið 2002. Dustin Johnson spent his life waiting for this moment. It was everything he d dreamed of. #themasters pic.twitter.com/xxPeMDINQl— The Masters (@TheMasters) November 16, 2020 Watch every shot of Dustin Johnson's final round.#themasters pic.twitter.com/rnKb8rNiTG— The Masters (@TheMasters) November 16, 2020 Golf Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson vann í gær Masters risamótið í golfi á Augusta vellinum í Georgíufylki í Bandaríkjunum og varð um leið sá fyrsti til að klára mótið á tuttugu höggum undir pari. Dustin Johnson er í efsta sætið heimslistans og það er óhætt að segja að hann hafi sýnt það og sannað með frábærri spilamennsku allt mótið. Hann vann Mastersmótið á endanum með fimm högga mun. Johnson sló skormet þeirra Tiger Woods og Jordan Spieth með því að leik á tuttugu höggum undir pari. Woods spilaði á átján höggum undir pari árið 1997 og Spieth jafnaði það árið 2015. It all sinks in. #themasters pic.twitter.com/KOz8ZrjKlP— The Masters (@TheMasters) November 15, 2020 „Þetta var erfitt og ég var stressaður allan daginn,“ sagði Dustin Johnson eftir að sigurinn var í höfn. „Mastersmótið er að mínu mati stærsta risamótið og það sem mig langaði mest til að vinna. Ég er mjög stoltur af því hvernig ég spilaði og kláraði þetta mót,“ sagði Johnson. Hann var í öðru sæti á mótinu í fyrra. „Mér líður ennþá eins og þetta sé bara draumur. Þegar ég var krakki þá dreymdi mig um að vinna Mastersmótið og að Tiger Woods myndi klæða mig í græna jakkann. En ég er hér og þetta er frábær tilfinning. Ég gæti ekki verið spenntari,“ sagði Johnson. Hann upplifði því þennan tvöfaldan draum. Tiger Woods vann Mastersmótið í fyrra og var því sá sem klæddi Dustin Johnson í græna jakkann eftir sigurinn í gær. Dustin Johnson lék líka það eftir Tiger Woods að vera fyrsti efsti maður heimslistans í átján ár til að vinna Mastersmótið eða síðan að Tiger Woods gerði það árið 2002. Dustin Johnson spent his life waiting for this moment. It was everything he d dreamed of. #themasters pic.twitter.com/xxPeMDINQl— The Masters (@TheMasters) November 16, 2020 Watch every shot of Dustin Johnson's final round.#themasters pic.twitter.com/rnKb8rNiTG— The Masters (@TheMasters) November 16, 2020
Golf Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira