RAX Augnablik: Flugu ofan í gíginn og treystu á Guð og flugvélamótorinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 07:00 Frá Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Á myndinni má sjá flugvél Ómars Ragnarssonar sem var að störfum þar á sama tíma og Ragnar Axelsson. RAX „Það voru að myndast sigkatlar og eldgos undir jökli, sem kæmi upp á næstu klukkutímunum. Ég varð að ná forsíðumynd áður en að gosið kæmi upp úr jöklinum.“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. „Ég var eiginlega í kapphlaupi við tímann því það var stutt í myrkur og við myndum þá ekki ná mynd af eldgosinu fyrr en daginn eftir,“ segir RAX um aðstæðurnar. Hann flaug yfir svæðinu og þar var einnig Ómar Ragnarsson á annarri vél. Þeir voru vanir því að vera að vinna í sömu verkefnunum og leituðu til hvors annars þrátt fyrir að vinna fyrir sitthvorn fjölmiðilinn, enda góðir vinir. Flugvélin notuð sem viðmið „Við höfðum notað hvorn annan svolítið í gegnum árin þó að við séum í samkeppni,“ segir RAX. Þeir notuðu oft hvorn annan í aðstæðum eins og eldgosum, til að sýna fólki betur hvað myndefnið væri stórkostlegt. „Þá höfðum við flugvélina sem viðmið. Maður missir einhvern veginn allt fjarlægðarskyn yfir jöklinum og gerir sér ekkert grein fyrir því hvað sprungurnar eru í raun og veru stórar, nema að hafa eitthvert viðmið, sem er flugvélin.“ Þennan dag voru að myndast þrír gígar á fjögurra til sex kílómetra langri sprungu. Þeir ákveða þá að fljúga niður í gíginn fyrir hvorn annan á meðan hinn myndaði. „Það eina sem getur gerst er að það drepist á mótornum og þá verður maður að hafa nógan hraða til þess að geta svifið upp úr gígnum og lent á brúninni því þarna undir er eldgos að koma upp.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum, er um fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. RAX Ljósmyndun Eldgos og jarðhræringar Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01 RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Það voru að myndast sigkatlar og eldgos undir jökli, sem kæmi upp á næstu klukkutímunum. Ég varð að ná forsíðumynd áður en að gosið kæmi upp úr jöklinum.“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. „Ég var eiginlega í kapphlaupi við tímann því það var stutt í myrkur og við myndum þá ekki ná mynd af eldgosinu fyrr en daginn eftir,“ segir RAX um aðstæðurnar. Hann flaug yfir svæðinu og þar var einnig Ómar Ragnarsson á annarri vél. Þeir voru vanir því að vera að vinna í sömu verkefnunum og leituðu til hvors annars þrátt fyrir að vinna fyrir sitthvorn fjölmiðilinn, enda góðir vinir. Flugvélin notuð sem viðmið „Við höfðum notað hvorn annan svolítið í gegnum árin þó að við séum í samkeppni,“ segir RAX. Þeir notuðu oft hvorn annan í aðstæðum eins og eldgosum, til að sýna fólki betur hvað myndefnið væri stórkostlegt. „Þá höfðum við flugvélina sem viðmið. Maður missir einhvern veginn allt fjarlægðarskyn yfir jöklinum og gerir sér ekkert grein fyrir því hvað sprungurnar eru í raun og veru stórar, nema að hafa eitthvert viðmið, sem er flugvélin.“ Þennan dag voru að myndast þrír gígar á fjögurra til sex kílómetra langri sprungu. Þeir ákveða þá að fljúga niður í gíginn fyrir hvorn annan á meðan hinn myndaði. „Það eina sem getur gerst er að það drepist á mótornum og þá verður maður að hafa nógan hraða til þess að geta svifið upp úr gígnum og lent á brúninni því þarna undir er eldgos að koma upp.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum, er um fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Yfir 100 metra djúpum jökulsprungum Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
RAX Ljósmyndun Eldgos og jarðhræringar Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01 RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01
RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00
RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi „Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 1. nóvember 2020 07:00