Kínverjar ætla sér að sækja mánasteina Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2020 12:35 Chang'e-5 er nefnt til heiðurs kinverskrar tunglgyðju. Geimfarinu verður skotið á loft með þessari Long March-5 eldflaug frá Wenchang-geimmiðstöðinni í Hainan-héraði í sunanverðu Kína á þriðjudag. AP/Zhang Gaoxiang/Xinhua Könnunargeimfar sem Kínverjar ætla að skjóta á loft í vikunni á að safna grjóti á tunglinu og koma með aftur til jarðar. Heppnist leiðangurinn verður það í fyrsta skipti sem bergsýni frá tunglinu koma til jarðar frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Chang‘e-5-geimfarinu verður skotið á loft á þriðjudag gangi allt að óskum. Það á að sækja um tvö kíló af bergsýnum á svæði í Stormhafinu á tunglinu sem ekkert geimfar hefur áður heimsótt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta er margfalt meira magn en í síðasta leiðangri af þessari tegund, Luna-24 leiðangurs Sovétmanna sem sótti 170 grömm árið 1976. Bandarísku Apollo-geimfararnir tóku með sér um 382 kíló af grjóti og jarðvegi í sex mönnuðum leiðöngrum til tunglsins frá 1969 til 1972. Bergsýnin nú eiga að gefa vísindamönnum betri hugmynd um hvernig tunglið myndaðist og þróaðist, hversu lengi það var jarðfræðilega virkt og hvenær segulsvið þess fjaraði út. Uppfært 1.12.20 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að ekkert geimfar hefði áður heimsótt Stormahafið á tunglinu. Það rétta er að Chang'e-5 á að lenda á Mons Rümker-svæðinu í Stormahafinu sem ekkert geimfar hefur heimsótt til þessa. Apollo 12-leiðangurinn lenti í Stormahafinu árið 1969. Tunglið Kína Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Könnunargeimfar sem Kínverjar ætla að skjóta á loft í vikunni á að safna grjóti á tunglinu og koma með aftur til jarðar. Heppnist leiðangurinn verður það í fyrsta skipti sem bergsýni frá tunglinu koma til jarðar frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Chang‘e-5-geimfarinu verður skotið á loft á þriðjudag gangi allt að óskum. Það á að sækja um tvö kíló af bergsýnum á svæði í Stormhafinu á tunglinu sem ekkert geimfar hefur áður heimsótt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta er margfalt meira magn en í síðasta leiðangri af þessari tegund, Luna-24 leiðangurs Sovétmanna sem sótti 170 grömm árið 1976. Bandarísku Apollo-geimfararnir tóku með sér um 382 kíló af grjóti og jarðvegi í sex mönnuðum leiðöngrum til tunglsins frá 1969 til 1972. Bergsýnin nú eiga að gefa vísindamönnum betri hugmynd um hvernig tunglið myndaðist og þróaðist, hversu lengi það var jarðfræðilega virkt og hvenær segulsvið þess fjaraði út. Uppfært 1.12.20 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að ekkert geimfar hefði áður heimsótt Stormahafið á tunglinu. Það rétta er að Chang'e-5 á að lenda á Mons Rümker-svæðinu í Stormahafinu sem ekkert geimfar hefur heimsótt til þessa. Apollo 12-leiðangurinn lenti í Stormahafinu árið 1969.
Tunglið Kína Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira