Húsnæði fyrst – farsæl stefna til framtíðar! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 26. nóvember 2020 13:31 Allt fram til ársins 2014 var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra í Reykjavík. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa karla í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. Hafði þetta fyrirkomulag verið nánast óbreytt um áratuga skeið. Fyrsta heildstæða stefnan í málefnum heimilislausra hjá Reykjavíkurborg var gerð árið 2008 og gilti til 2012. Næsta stefna tók gildi 2014 og gilti til ársins 2018. Velferðarráð bókaði á vormánuðum 2016 að skaðaminnkandi nálgun skyldi höfð að leiðarljósi í úrræðum velferðarsviðs fyrir heimilislausa. Á sama fundi var ákveðið að setja af stað fyrsta tilraunaverkefnið hér á landi um „Húsnæði fyrst“ í þjónustu við heimilislausa með miklar þjónustuþarfir. Fulltrúar Vinstri grænna hafa staðið með innleiðingu skaðaminnkunar og „Húsnæði fyrst“ allt frá upphafi enda á enginn að vera heimilislaus í Reykjavík. Ný stefna Reykjavíkurborgar í málefnum heimilslausra með miklar þjónustuþarfir var samþykkt árið 2019. Helstu breytingar sem fólust í þeirri stefnu voru að innleiða formlega hugmyndafræði um skaðaminnkun og „Húsnæði fyrs“ í stefnu borgarinnar en auk þess var sérstök áhersla lögð á að skoða og taka tillit til aðstæðna heimilslausra kvenna sérstaklega, en rannsóknir sýna að vandi þeirra er oft meira falinn úti í samfélaginu. Skaðaminnkandi nálgun byggir í grunninn á nálgun mannúðar og skynsemi og því að viðurkenna réttindi fólks sem notar vímuefni og veita þeim aðstoð til að draga úr þeim skaða sem af neyslunni hlýst, bæði fyrir neytendur og samfélagið í heild. Ekki er gerð krafa um að hætta neyslu til að eiga rétt á aðstoð og stuðningi. Hugmyndafræði um „Húsnæði fyrst“ gengur út frá því að húsnæði sé grunnþörf og teljist til mannréttinda. Það að einstaklingar hafi öruggt húsaskjól er forsenda þess að hægt sé að vinna með aðra þætti sem einstaklingar með fjölþættan vanda glíma við. Einstaklingar sem hafa átt sögu um erfiðleika við að halda heimili þurfa til þess markvissan stuðning. Húsnæðinu þarf því ávallt að fylgja þjónusta. Áhersla er lögð á auðvelt aðgengi og byggir hugmyndafræðin á gildum skaðaminnkunar. „Húsnæðið fyrst“ er gagnreynd aðferð sem hefur sannað gildi sitt víða um heim. Rannsóknir sýna að „Húsnæði fyrst“ dregur úr bráðakomum á sjúkrahús og innlögnum. Minnkar notkun á neyðarathvörfum, dregur úr tíðni vimuefnameðferða. Fækkar fangelsisdómum og dregur úr vistun í fangaklefum vegna skorts á húsnæði. Hugmyndafræðin eykur lífsgæði þjónustuþega, aðtandenda þeirra og er farsæl fyrir samfélagið allt. Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir mikilli uppbyggingu fyrir heimilislausa með miklar þjónustuþarfir á síðustu árum. Margt hefur verið gert, fest hafa verið kaup á 20 smáhúsum, nýtt heimili fyrir tvígreindar konur hefur verið opnað, nýtt gistiskýli fyrir yngri heimilislausa karla hefur verið opnað og íbúðum í sjálfstæðri búsetu með stuðningi hefur fjölgað jafnt og þétt. Auk þess er verið að ræða við ríkið um rekstur neyslurýmis og sérhæfðra hjúkrunarrýma fyrir eldri heimilislausa einstaklinga. Stefna borgarinnar er skýr og gengur út að þjónusta einstaklinginn þar sem hann er staddur á hans forsendum og viðurkenna rétt allra til heimilis óháð aðstæðum. Til þess að ná því markmiði starfar meðal annars öflugt Vettvangs- og ráðgjafarteymi sem þjónustar heimilislausa einstaklinga þar sem þeir eru staddir á þeirra forsendum en slíkt er nauðsynlegt til að langvarandi árangur náist í málaflokknum. Við skulum öll hafa kjark og þor til að standa með rétti allra til húsnæðis. Öll eigum við rétt á öruggum stað til að búa á. Með mannúð og fordómaleysi samfélagsins að leiðarljósi getum við áorkað miklu í sameiningu. Ég vil að lokum hvetja ykkur öll til að hjálpa okkur í baráttunni fyrir fjölgun úrræða í málaflokknum, hún er vissulega upp á líf og dauða. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Allt fram til ársins 2014 var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra í Reykjavík. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa karla í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. Hafði þetta fyrirkomulag verið nánast óbreytt um áratuga skeið. Fyrsta heildstæða stefnan í málefnum heimilislausra hjá Reykjavíkurborg var gerð árið 2008 og gilti til 2012. Næsta stefna tók gildi 2014 og gilti til ársins 2018. Velferðarráð bókaði á vormánuðum 2016 að skaðaminnkandi nálgun skyldi höfð að leiðarljósi í úrræðum velferðarsviðs fyrir heimilislausa. Á sama fundi var ákveðið að setja af stað fyrsta tilraunaverkefnið hér á landi um „Húsnæði fyrst“ í þjónustu við heimilislausa með miklar þjónustuþarfir. Fulltrúar Vinstri grænna hafa staðið með innleiðingu skaðaminnkunar og „Húsnæði fyrst“ allt frá upphafi enda á enginn að vera heimilislaus í Reykjavík. Ný stefna Reykjavíkurborgar í málefnum heimilslausra með miklar þjónustuþarfir var samþykkt árið 2019. Helstu breytingar sem fólust í þeirri stefnu voru að innleiða formlega hugmyndafræði um skaðaminnkun og „Húsnæði fyrs“ í stefnu borgarinnar en auk þess var sérstök áhersla lögð á að skoða og taka tillit til aðstæðna heimilslausra kvenna sérstaklega, en rannsóknir sýna að vandi þeirra er oft meira falinn úti í samfélaginu. Skaðaminnkandi nálgun byggir í grunninn á nálgun mannúðar og skynsemi og því að viðurkenna réttindi fólks sem notar vímuefni og veita þeim aðstoð til að draga úr þeim skaða sem af neyslunni hlýst, bæði fyrir neytendur og samfélagið í heild. Ekki er gerð krafa um að hætta neyslu til að eiga rétt á aðstoð og stuðningi. Hugmyndafræði um „Húsnæði fyrst“ gengur út frá því að húsnæði sé grunnþörf og teljist til mannréttinda. Það að einstaklingar hafi öruggt húsaskjól er forsenda þess að hægt sé að vinna með aðra þætti sem einstaklingar með fjölþættan vanda glíma við. Einstaklingar sem hafa átt sögu um erfiðleika við að halda heimili þurfa til þess markvissan stuðning. Húsnæðinu þarf því ávallt að fylgja þjónusta. Áhersla er lögð á auðvelt aðgengi og byggir hugmyndafræðin á gildum skaðaminnkunar. „Húsnæðið fyrst“ er gagnreynd aðferð sem hefur sannað gildi sitt víða um heim. Rannsóknir sýna að „Húsnæði fyrst“ dregur úr bráðakomum á sjúkrahús og innlögnum. Minnkar notkun á neyðarathvörfum, dregur úr tíðni vimuefnameðferða. Fækkar fangelsisdómum og dregur úr vistun í fangaklefum vegna skorts á húsnæði. Hugmyndafræðin eykur lífsgæði þjónustuþega, aðtandenda þeirra og er farsæl fyrir samfélagið allt. Reykjavíkurborg hefur staðið fyrir mikilli uppbyggingu fyrir heimilislausa með miklar þjónustuþarfir á síðustu árum. Margt hefur verið gert, fest hafa verið kaup á 20 smáhúsum, nýtt heimili fyrir tvígreindar konur hefur verið opnað, nýtt gistiskýli fyrir yngri heimilislausa karla hefur verið opnað og íbúðum í sjálfstæðri búsetu með stuðningi hefur fjölgað jafnt og þétt. Auk þess er verið að ræða við ríkið um rekstur neyslurýmis og sérhæfðra hjúkrunarrýma fyrir eldri heimilislausa einstaklinga. Stefna borgarinnar er skýr og gengur út að þjónusta einstaklinginn þar sem hann er staddur á hans forsendum og viðurkenna rétt allra til heimilis óháð aðstæðum. Til þess að ná því markmiði starfar meðal annars öflugt Vettvangs- og ráðgjafarteymi sem þjónustar heimilislausa einstaklinga þar sem þeir eru staddir á þeirra forsendum en slíkt er nauðsynlegt til að langvarandi árangur náist í málaflokknum. Við skulum öll hafa kjark og þor til að standa með rétti allra til húsnæðis. Öll eigum við rétt á öruggum stað til að búa á. Með mannúð og fordómaleysi samfélagsins að leiðarljósi getum við áorkað miklu í sameiningu. Ég vil að lokum hvetja ykkur öll til að hjálpa okkur í baráttunni fyrir fjölgun úrræða í málaflokknum, hún er vissulega upp á líf og dauða. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun