Framlag Íslands skiptir sköpum í fiskisamfélögum Heimsljós 1. desember 2020 14:34 Hluti hópsins sem kynnti sér verkefnin í Buikwe héraði. Raphaels Magyezi, ráðherra sveitarstjórnarmála í Kampala heimsótti verkefnasvæði Íslands í Buikwe í samfélögum við Viktoríuvatn. „Ráðherrann var uppnuminn af öllu því sem hann sá, hann ræddi við skólastjóra og kennara, en einnig við þorpsbúa. Allir voru á eitt sáttir um að framlag Íslands skipti sköpum fyrir þau fiskisamfélög þar sem Ísland starfar,“ segir Finnbogi Rútur Arnarson starfandi forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala eftir heimsókn Raphaels Magyezi, ráðherra sveitarstjórnarmála, til Buikwe, samstarfshéraðs Íslands, í lok síðustu viku. Um var að ræða tveggja daga skipulagaða ferð um verkefnasvæði Íslands í Buikwe í samfélögum við Viktoríuvatn. Í för með ráðherranum voru auk fulltrúa ráðuneytisins, sýslumaður héraðsins, héraðsstjóri og tvær blaðakonur frá stærstu dagblöðunum. Þrír fulltrúar íslenska sendiráðsins í Kampala sögðu frá samstarfsverkefnunum með héraðsstjórninni. Nýjar skólabyggingar við Tongolo grunnskólann í Buikwe. „Fulltrúar héraðsins töluðu um það grettistak sem unnið hefur verið í menntamálum, en einnig var hrósað aðkomu okkar að vatns,- salernis- og hreinlætismálum og hampað þeirri staðreynd að í þeim þorpum þar sem Ísland hefði lagt vatnsveitu, hafi landlægir sjúkdómar á borð við kóleru, tauguveiki og ormasýkingar, algerlega horfið,“ segir Finnbogi Rútur sem sjálfur kvaðst hafa minnt á helstu áherslur Íslands í þróunarmálum, mannréttindi, jafnrétti, valdeflingu kvenna, báráttuna gegn fátækt og fyrir mannsæmandi lífi, með menntun í öndvegi. „Ég minnti einnig á þá staðreynd að þegar þróunarvinna hófst í Kalangala héraði út í eyjasamfélögunum á Viktoríuvatni hafi héraðið skrapað botninn í öllum könnunum um menntamál, en þegar samstarfinu lauk, fyrir um mánuði, var héraðið í einu af tuttugu toppsætunum á landsvísu.“ Einnig nefndi Finnbogi Rútur samstarf við nýtt hérað, Namayingo, verkefni tengd fiskimarkaði og vatnsveitu í Pakwach og samstarfi sendiráðsins við UNICEF í flóttamannasamfélögum við landamærin að Suður-Súdan. „Ráðherrann lýsti yfir áhuga á að heimsækja líka Kalangala, þótt starfi okkar sé þar formlega lokið, og jafnvel Namayingo, þegar það verkefni kemst á skrið.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent
„Ráðherrann var uppnuminn af öllu því sem hann sá, hann ræddi við skólastjóra og kennara, en einnig við þorpsbúa. Allir voru á eitt sáttir um að framlag Íslands skipti sköpum fyrir þau fiskisamfélög þar sem Ísland starfar,“ segir Finnbogi Rútur Arnarson starfandi forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala eftir heimsókn Raphaels Magyezi, ráðherra sveitarstjórnarmála, til Buikwe, samstarfshéraðs Íslands, í lok síðustu viku. Um var að ræða tveggja daga skipulagaða ferð um verkefnasvæði Íslands í Buikwe í samfélögum við Viktoríuvatn. Í för með ráðherranum voru auk fulltrúa ráðuneytisins, sýslumaður héraðsins, héraðsstjóri og tvær blaðakonur frá stærstu dagblöðunum. Þrír fulltrúar íslenska sendiráðsins í Kampala sögðu frá samstarfsverkefnunum með héraðsstjórninni. Nýjar skólabyggingar við Tongolo grunnskólann í Buikwe. „Fulltrúar héraðsins töluðu um það grettistak sem unnið hefur verið í menntamálum, en einnig var hrósað aðkomu okkar að vatns,- salernis- og hreinlætismálum og hampað þeirri staðreynd að í þeim þorpum þar sem Ísland hefði lagt vatnsveitu, hafi landlægir sjúkdómar á borð við kóleru, tauguveiki og ormasýkingar, algerlega horfið,“ segir Finnbogi Rútur sem sjálfur kvaðst hafa minnt á helstu áherslur Íslands í þróunarmálum, mannréttindi, jafnrétti, valdeflingu kvenna, báráttuna gegn fátækt og fyrir mannsæmandi lífi, með menntun í öndvegi. „Ég minnti einnig á þá staðreynd að þegar þróunarvinna hófst í Kalangala héraði út í eyjasamfélögunum á Viktoríuvatni hafi héraðið skrapað botninn í öllum könnunum um menntamál, en þegar samstarfinu lauk, fyrir um mánuði, var héraðið í einu af tuttugu toppsætunum á landsvísu.“ Einnig nefndi Finnbogi Rútur samstarf við nýtt hérað, Namayingo, verkefni tengd fiskimarkaði og vatnsveitu í Pakwach og samstarfi sendiráðsins við UNICEF í flóttamannasamfélögum við landamærin að Suður-Súdan. „Ráðherrann lýsti yfir áhuga á að heimsækja líka Kalangala, þótt starfi okkar sé þar formlega lokið, og jafnvel Namayingo, þegar það verkefni kemst á skrið.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent